Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
16. júní
16.6.2010 | 09:04
Í dag er 88 ára afmælisdagurinn hans pabba- einnig eru 3 ár í dag síðan hann dó - skelfing líður tíminn hratt.
Þó pabbi og mamma séu bæði dáin - finnst mér það ennþá eitthvað svo óraunverulegt - finnst aðeins eins og ég hafi ekki heimsótt þau lengi. Að sjálfsögðu saknar maður þess að heyra ekki eða sjá þau - og einnig að hafa ekki munað hinar ýmsu sögur sem þau sögðu - og að spyrja þau út í eitt og annað í þeirra lífi.
T.d. hef ég aðeins verið að glugga í ýmsar minningar sem pabbi skrifaði - og myndi ég svo gjarnan vilja fá að vita nánar um eitt og annað. En hann var svo sem ekkert að upplýsa mann um líf sitt á árunum frá því hann var strákur - þar til hann og mamma tóku saman - og virðist mér það hafa verið ansi erfitt og stormasamt á köflum. (Því miður skrifaði mamma ekki niður neinar endurminningar - sem hefði verið svo gaman að fá að lesa).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sumarfrí....... vííí.......
15.6.2010 | 12:53
Það er alveg að detta inn. Ætlum að skella okkur á Vestfirði - ég fékk hús á Súðavík í gegnum VR og verðum við þar í viku - 170 fm hús - þannig að það ætti að vera rúmt um okkur. Ég var að kíkja á veðurspána - sem er í augnablikinu ekkert agalega spennandi - skýjað og rigning - en við látum það ekki hafa áhrif á okkur.
Skoðum okkur um á svæðinu - ýmislegt spennandi sem er hægt að sjá og skoða - best að fara að athuga veiðigræjurnar ef maður myndi ákveða að veiða eitthvað í soðið. Fékk leiðbeiningar í fyrra frá vinnufélaga - hvert væri gaman að kíkja í veiði - AAAAAAAlveg ókeypis ! Held að maður verði að slá til.
Ég er búin að finna oggu-pínulitla sundlaug í Mjóafirði sem stendur eiginlega ofan í fjörunni - börnunum líst misvel á þessa laug - lítill kofi - þar sem hægt er að skipta um föt - allir í einu. Eins og segir í lýsingu á þessum stað "þá situr maður í snarpheitri laug - og horfist í augu við selina í sjónum" - hljómar ekki leiðinlega.
Mig langar til að kíkja á Djúpuvík - ég man eftir að hafa séð myndina "Blóðrautt sólarlag" sem stelpa - myndin tekin upp þar - og í minningunni er þetta frekar óhugnanlegur staður - væri gaman að sjá með eigin augum. Við verðum að kíkja á Ísafjörð sem er í 20 km. fjarlægð - fara í ríkið þar ***glugg***glugg**** - nei ég held ekki - nema ef mann skyldi langa í einn öllara með heimabakaðri pizzu - yfir HM leikjum - sem verður litið á með öðru auganu.
Málið er að njóta þess að vera í fríi með börnunum - skoða eitthvað spennandi - liggja yfir spilum - í boltaleikjum - badminton - og vonandi að sitja með kaffibolla í smá sólbaði - þetta veður ljúft.
Um síðustu helgi var stelpudjamm í vinnunni - í fyrirtækinu starfa 170 manns - þar af erum við stelpurnar aðeins 12....... var mjög skemmtilegt - kokteilar - matur - hvítvín - bjór - tónlist - drykkjuleikur en þar kom ýmislegt fram.... hverjar hafa farið í 3-some - sofið hjá stelpu - gert það í bíó - o.fl. ........ég var sú eina sem hefur "gert það á smurstöð" - híhí! Mjög skemmtilegt kvöld - og vorum við allar sammála um að við þyrftum að endurtaka þetta aftur - þó ekki alveg strax.
Bloggar | Breytt 8.9.2010 kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)