Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
Söngtextar
23.7.2010 | 14:54
Já - nú get ég sko farið að gleðja mína nánustu - fann síðu sem inniheldur texta við mööööörg lög -
slóðin er....... http://www.lyricstime.com
algjör snilld
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag hefði mamma orðið 75 ára
7.7.2010 | 12:31
Já, í dag er afmælisdagurinn hennar mömmu, hefði hún lifað væri hún að halda upp á 75 ára afmælið sitt í dag.
Undarlegt að hún skuli vera farin úr lífi manns - jú - það er skrítið að vera munaðarlaus - eins og Bidda spurði mig að þegar hún var dýdáin. Þetta venst þó - en oft er manni hugsað til hennar - en eins og heilsan var orðin hjá henni - þá var lífið ekki orðinn neinn dans á rósum.
Þó finnst mér hún alls ekki vera farin - aðeins að ég hafi ekki heimsótt hana lengi - og eigi eftir að kíkja til hennar einn daginn - sem er gott. Ligg ekki í þunglyndi eða gráti yfir að hún skuli vera farin - ekki það að skilja að ég sakni hennar ekki - því það geri ég svo sannarlega - en heilsan var ekki upp á það marga fiska orðin hjá henni að hefði verið gaman að lifa þannig í nokkur ár í viðbót. Þannig er nú það.
Ætli þau pabbi séu ekki að fá sér kjötsúpu eða eitthvað annað góðgæti í nýju heimkynnum sínum - e.t.v. farin í heimsreisu - hver veit ! ........allavega trúir maður því að þeim líð vel á nýjum stað - og séu að gera skemmtilega hluti saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)