Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Friðsamleg mótmæli barna og unglinga í Húsahverfi vegna niðurtöku á körfu af leiksvæðinu .

Ég er mjög stolt af börnunum í hverfinu og þeim sem mættu á leiksvæðið s.l. þriðjudagskvöld til að mótmæla.

Einn af efnilegustu körfuboltastrákum Fjölnis skipulagði "Körfubolta-keppni" sem allir tóku þátt í og skemmtu börnin og unglingarnir sér afar vel !

Á þessum velli hafa margir af efnilegustu körfuboltamönnum- og konum hafið feril sinn - og er mikil synd ef Reykjavíkurborg stuðli að frekari inniveru en útiveru meðal barna og unglinga.

Sjálf bý ég í Veghúsum á 4 börn og íbúð mín snýr út að leiksvæðinu. Mín börn hafa notað þetta leiksvæðið mjög mikið - jafnvel átt það til að skottast aðeins út milli heimalærdóms til að fá sér ferskt loft - og hitta nokkrum skotum í körfuna - jafnvel í snjókomu - sem er að sjálfsögðu mun heilbrigðara en að setjast niður fyrir framan tölvuna að "chilla".

Að borgin skuli hafa mætt þegjandi og hljóðalaust um hábjartan dag til að fjarlægja mest notaða leiktækið á svæðinu er með ólíkindum.

Mér skilst að kvartanir hafi borist ítrekað frá íbúa í götunni um að "bolta-dripl" heyrðist að kvöldi til. Í barnahverfi er ekki við öðru að búast !

Meðan ekki eru drykkjuæti í unglingum eða notaðar sprautunálar að finnast á svæðinu - er ég ánægð !

Ég trúi ekki öðru en að borgin sjái sóma sinn í að setja upp nýja körfu fyrir börnin - og ekki síður foreldra í hverfinu hið fyrsta !

Þó svo að karfa sé á öllum skólalóðum í dag - er ekki hægt að ætlast til þess að 10 ára börn og yngri fari á skólalóð í hvert skipti sem þau vilja fara í körfu. Síðustu fréttir af "perrum" að reyna að lokka börn til sín voru í þessari viku !!!

Síðustu ár hefur þetta leiksvæði orðið fyrir fyrir mikilli skerðingu - kastali fjarlægður - stór og fínn sandkassi sem var mikið notaður - hefur breyst í algjört frímerki - og að lokum var karfan fjarlægð - er Reykjavíkurborg að stuðla að frekari inniveru barna og unglinga í hverfinu - eða hvað ????????

Miðað við þau svör sem nágranni minn fékk - er stefna borgarinnar að fækka leiksvæðum - sem er með öllu óskiljanlegt !!!

Það sem mér fannst yndislegt að sjá var hversu þétt og vel börnin og unglingarnir stóðu saman þetta kvöld - skemmtu sér vel í heilbrigðum og skemmtilegum leik - ótrúlega flottir krakkar !!!

Mjög margir fullorðnir gáfu sig á tal við þau - styðja þau heilshugar - og ein nefndi hversu flottir unglingarnir séu í dag - standa þetta þétt og vel saman - þegar eitthvað er gert á þeirra hlut.


mbl.is Mótmæli í Grafarvogi í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband