Austurríki......

.... ég hef 2 x verið tekin fyrir of hraðan akstur - í seinna skiptið þegar ég brunaði eins hratt og ég gat í gegnum Austurríki á Bens Sprinter trukk....... komst ekki hraðar en 90 km....... og löggan greip mig glóðvolga....... ég hef ekki ætlað að lenda í neinu í því landi....... LoL

Ótrúlegar fréttir síðustu mánuði frá Austurríki , eins og mér fannst það alltaf heillandi land þegar ég var yngri, reyndar býr Hólmdís gömul vinkona þar með sínum manni og 2 strákum, Gerhard maðurinn hennar er austurrískur - og yndislegur í alla staði - en að sjálfsögðu eru mislitir sauðir í öllum hjörðum - vissi þó ekki að væru þetta margir "mislitir" í Austurríki..........


mbl.is Grunaður um að hafa myrt fjóra fjölskyldumeðlimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir

Var að setja inn myndir frá helginni...Grin

 


Vinnustaðahrekkir.......

......... þeir geta verið af ýmsum toga...... misalvarlegir þó......

 Einhverju sinni gekk Ingi um sinn vinnustað með helblátt eyra..... þá voru til stimpilpúðar og gráir símar (hver kannast ekki við þá??)  - vinnufélagarnir þrýstu símtólinu ofan í stimpilpúðann og kölluðu á hann í símann......... og viti menn - hann uppskar blátt eyra....... í nokkra daga....

Vinnufélagi Inga notar mjööög mikinn sykur í kaffið....... einhverju sinni skiptu þeir sykri út fyrir salt...... en þeir fengu ekki blítt bros frá honum þegar hann fékk sér morgunsopann sinn einn kaldan vetrarmorgunn......... (sennilega kannast margir við þetta)

Ingi setti eitt skipti tissjú inn í samloku vinnufélaga síns, hann smjattaði á henni ...... fannst hún eitthvað öðruvísi........ tók þá eftir grunsamlegum vinnufélögum....... sem höfðu fylgst með honum smjatta á þessu.....

Síðan settu þeir koppafeiti inn í samloku hjá honum nokkrum dögum síðar.... það var líka hálf ógeðslegt - slímug samloka.... jukk........ eftir það hætti hann að mæta með samlokur í vinnuna.....

Síðan fór vinnufélagi Inga að gera morgunverkin sín á klósettinu - þegar hinir tóku sig til - sóttu afar skítuga loftsíu og loftbyssuna........ þrýstu síunni neðst við klósetthurðina - og hreinsuðu úr síunni inn á klósettið..... hóst... hóst..... - síðan braust hann fram kolgrár og rykugur í hóstakasti - hinir lágu hins vegar í hláturskasti yfir þessu.....   ....skepnur Tounge

Nýr starfsmaður lendir í árekstri á fyrirtækisbílnum, hann fór yfir á rauðu ljósi og fékk annan inn í sig - slasaðist þó ekki, eftir skýrslutöku tekur hans yfirmaður á móti hinum með reikning stílaðan á hann upp á 1,4 milljón + VSK...... og skýring er "Citroen"........ kemur í ljós á morgun hvort hann hafi sagt upp.......... eða fengið kvíðakast..... Errm

Þegar "leynivinavika" var einhverju sinni í vinnunni minni - mætti einn starfsmaður á sitt vinnusvæði um morguninn - þá var búið að grenigreina-klæða allt hans svæði - mjög skondin sjón..... hann tók þessu létt - nema þegar hann settist í sætið sitt og greninálar stungust upp í rassinn hans...... Wink  ræstingafólkið var hins vegar ekki mjög glatt yfir þessu.

Þegar starfsmaður kom úr sumarfríi var búið að klæða allt hans vinnusvæði með álpappír - pennar - reiknivél - lyklaborð - post-it miðar - sími - headsettið - allt nema bréfaklemmurnar....   .... það tók hann dágóða stund að afklæða sitt svæði.....

Þegar ég var 16 ára var ég að vinna á símanum í vinnunni með pabba, ég hringdi í "Orð dagsins" og gaf símann á starfsmann - sagði að merkur maður  vildi ná tali af honum...... hann þaut inn til sín...... "blessaður..." heyrðist í honum..... síðan kom hann fram til mín..... brosandi - fannst þetta bara fyndið.... (Rauða torgið var ekki komið í þá daga.......) Joyful   ..... hann hefði þá sennilega læst að sér og komið fram dágóðri stund síðar.........Grin

Ef einhverjir hafa skemmtilegar "vinnustaða-hrekkjasögur" þá væri gaman að heyra af þeim......

 

 

 

 

 


Ættaróðalið hans Inga.......

...... já við ætlum að skella okkur þangað um helgina.  Nánar til tekið erum við að fara að Laugarvatnshelli.  Afi og amma Inga voru síðustu hellisbúar á Íslandi.  Hins vegar fæddist tengdapabbi eftir að þau fluttust úr hellinum, en tvær systur hans fæddust í hellinum á sínum tíma, einn bróðir fæddist þó ekki í hellinum, en þau bjuggu þar´með 3 börn.    Það eru nú ekki svo ýkja mörg ár síðan það var.  Við erum að fara að hitta föðurfólk Inga á laugardag á þessum stað, það verður gaman að hitta þau.  Það á að  fara að afhjúpa skilti við hellinn.

laugarvatnshellir.jpg

Vona ég að veðrið verði eins gott um helgina og það er búið að vera síðustu daga.

Annars þá var ég alveg skelfilega húsmóðurleg í gærkvöldi - tók mig til og bakaði kleinur - og heppnuðust þær alveg asssgoti vel - miðað við að þetta var frumraun mín í kleinubakstri.  Fékk uppskriftina hjá tengdamömu - sem bakar bestu kleinur í heimi.  Ágætt að eiga þetta til í frystinum - og grípa með í fríið.

Erla var að horfa á DVD mynd í gærkvöldi - þegar allt í einu dettur upp úr henni:  .....oj hvað hún er ljót með græn augu........ ég horfði á hana smástund - þá uppgötvaði hún hvað hún hafði sagt - og segir þá ...... en þú ert bara sæt með græn augu Kissing   ... hún var að horfa á Öskubusku - og fannst stjúpan ekki mjög falleg....

 


Þetta lag heyrðum við Ingi fyrst.....

í brúðkaupsferðinni okkar í siglingu á lítilli eyju í Karíbahafinu fyrir 17 árum.  Eyjan heitir St. Lucia, yndisleg eyja - ósnortin og  yndislegt fólk þar.

Ótrúlegir kofar sem fólkið bjó í - en uppi á hverju einasta kofaþaki var sjónvarpsloftnet og glæsikerra í bílastæðinu...... fólk leggur mismikið upp úr hlutunum.

Eitt kvöldið fórum við í lítið þorp - en alltaf á föstudagskvöldum breyttist allt þorpið í "risapartý" útigrill, bjór og vín flæddi um þorpið - sérstök upplifun.  Í öðru þorpi sem við fórum í - ágætlega stórt þorp - en aðeins 1 hús í bænum var með rennandi vatn - í öðrum hlutanum var sláturhús - en í hinum hlutanum var "þvotta- og sturtuaðstaða" fyrir bæjarbúa.  -Ótrúlegt !

En þetta lag heyrðum við sem sagt í kvöldsiglingu og á heimleiðinni til Íslands stoppuðum við í London í nokkra daga og keyptum þennan disk með Enigma þar.....


Ætli verði ekki lítið af.....

.... tjaldútilegufólki í Skagafirði í sumar......

.... bara að spá Woundering


mbl.is Beðið átekta að Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lag dagsins...


Smá hugleiðing...

Yndislegt veður -  þannig að ég býst við að farið verði í bæinn á eftir, reyndar er Tanja Sif lasin - þannig að spurning hvort hún komi með.

Í gær var afmælisdagurinn hans pabba - sömuleiðis var eitt ár frá því hann dó - ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða.  Sömuleiðis finnst mér hálf óraunverulegt að hann sé farinn, finnst oft þegar ég fer til mömmu að hann sé í herberginu sínu eitthvað að sýsla - eins og hann var vanur - eða að dúllast eitthvað í bílskúrnum. 

Ég ætla að setja inn nokkur minningarbrot um hann svona að gamni....

Mamma algjör skvísa á leið í saumaklúbb, pabbi skutlar henni - brunar síðan heim og byrjar að umturna öllu í stofunni og borðstofunni.  Ótrúlega var hann ánægður með þessar tilfærslur á húsgögnum.   Það var ekki bara ein hilla færð úr stað - ónei - öll húsgögn fengu nýtt pláss - stofan breyttist í borðstofu og öfugt.Þegar frúin kom heim úr saumaklúbbnum sínum - hélt hún að hún hefðu e.t.v. farið inn á vitlausa hæð - nuddaði hún augun aftur til að athuga hvort hún væri farinn að sjá illa - en nei - þarna stóð hennar heitt elskaði - á miðju stofugólfi eldrauður - sveittur og brosandi út að eyrum - og spurði:  Hvernig líst þér á??

-

Tækjadellukarl - Týpískur karlmaður - hann pabbi var með tækjadellu.  Málmleitartæki - plötuspilari -  filmuálestrartæki  - segulbandstæki - ljósritunarvél - polaroid myndavél - litasjónvarp - VHS tæki - veiðistangir - nýjasta týpa af sláttuvél - innrömmunargræja (rammaði inn málverk eiginkonunnar) -   GSM sími -  og undir það síðasta  var hann voða spenntur fyrir að kaupa ferðatölvu og stafræna myndavél - en svo treysti hann sér eiginlega ekki til að fara að læra á svoleiðis tæki - þannig að ekkert varð úr þeim kaupum.   -  Mamma var svo sem ekki alltaf alsæl þegar hann birtist heima með hinar og þessar græjur - sem henni fannst misviturlegar - en lét sig svo sem hafa það. 

-

Þegar ég  var 14 ára og var að vinna í Unglingavinnunni í Kópavogi - ég mætti að sjálfsögðu í þessa blessuðu vinnu  sama hvernig veður var.  Ég man sérstaklega eftir í 1 skipti þá kom pabbi og sótti mig í hádeginu - úti hafði verið rigning - maður var orðin gelgja - og að vera í pollagalla var nú frekar "púkalegt". Ég settist í bílinn hjá pabba - frekar blaut - þegar hann spyr mig "Ertu ekki með neinar verjur?"  Ég roðna - blána - stama - og bara skil ekki afhverju pabbi heldur að ég sé að nota smokka í vinnunni !!   .....en hjá mér var sama-sem-merki  á milli orðsins verja og smokkur.  Fannst þetta vera frekar nærgöngul spurning - næ bara að stynja upp "nei ég á ekki svoleiðis"  Nú - þá verðum við að útvega verjur fyrir þig, sagði hann þá.  Guð minn góður   hugsaði ég - er ekki allt í lagi með þig pabbi - en svo fattaði ég að hann var bara að tala um pollagalla - hef sjálfsagt hlegið hálf móðursjúklega - og pabbi hefur sjálfsagt hugsað - þessar unglingsstúlkur - stundum skil ég þær ekki - fara í mínus ef maður talar um pollaföt við þær!

-

Pabbi var að vinna fyrir herinn uppi í Hvalfirði á sínum tíma. 

Hann átti forláta gulllitað sverð í vínrauðu flauelis slíðri - afar vígalegt - og hékk sverðið á góðum stað heima hjá pabba og pömmu.  Einhverntíman hafði mamma gefið honum þessa græju í afmælis gjöf - og var þessi gripur í miklu uppáhaldi hjá honum, en algjörlega bitlaus.

Afabörnin heimsóttu þau oft og sátu eins og svampar og hlustuðu á sögurnar hjá afa sínum -  síðan fór 1 barnabarnið að leggja saman 2 og 2  - og einn daginn fékk ég  þessa spurningu:  "Hvað drap afi marga í stríðinu með sverðinu sínu??  Pabba fannst þetta vera mjög skemmtilegt og hafði gaman af þessum vangaveltum barnabarnsins.

 -

Pabbi var mikill söngmaður, var í kirkjukór, hann söng afskaplega vel, hann var bráðgreindur og námsfús - og hefði verið gott efni í prest, var fólk jafnvel að gæla við að hann myndi fara í guðfræði.  Að hans eigin sögn hefði hann tónað vel, samið fínar ræður - en hann var e.t.v. ekki alveg nógu trúaður til að gerast prestur.

-

Hann var líka oft að taka upp á því að færa hluti til á laugardags- og sunnudagsmorgnum þegar ég var farin að stunda skemmtanalífið, var nú stundum hálf tuskuleg þegar pabbi vakti mig og bað mig um að hjálpa sér að færa hinn eða þennan skápinn, brosandi út í annað að sjá hve dóttirinn var ekki alveg í flutningahjálparstuði - en ég lét mig þó hafa það. 

-

Pabbi upplifði það að leika í kvikmynd og því hafði hann virkilega gaman af, alveg fram í það síðasta þegar hann sagði hjúkrunarfólki frá því á spítalanum. Hann var fenginn til að leika í kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur, "Stella í orlofi".  Í myndinni var hópur  Lionsmanna og var pabbi einn þeirra. Dansaði vals við Eddu Björgvinsdóttur og fannst það ekki leiðinlegt.

Eigið góðan Þjóðhátíðardag!


Það sem við leitum að í fari manna.......

....... breytast kröfurnar með aldrinum ?

 Þessi lesing er að sjálfsögðu aðeins til að hafa gaman af..... e.t.v. er eitthvað til í þessu Joyful

Upprunalegur listi, 20 ára

Mjög myndarlegur.   Spennandi.   Alltaf klæddur samkvæmt nýjustu tísku.   Þekktur eða á þekkta foreldra.   Á flottan bíl.   Rómantískur.   Fer létt með að segja góða brandara.   Bráðgáfaður.   Er í arðbæru námi eða stefnir á það.   Býður stundum út að borða.

Endurskoðaður listi, 30 ára

Myndarlegur.   Heillandi.   Vel stæður .  Umhyggjusamur hlustandi.   Fyndinn.   Í góðu líkamlegu formi.   Smekklega klæddur.   Kann gott að meta.   Hugulsamur og kemur á óvart.   Hugmyndaríkur og rómantískur elskhugi.  

Endurskoðaður listi, 40 ára

Myndarlegur, helst með hár á höfðinu.   Opnar bíldyr.   Á nóg af peningum til að bjóða upp á góðan kvöldverð.   Hlustar meira en hann talar.   Hlær að bröndurunum þínum.  Getur auðveldlega haldið á innkaupapokum.   Á að minnsta kosti eitt bindi.   Kann að meta góðan, heimatilbúinn mat.   Man afmælisdaga og brúðkaupsafmæli.   Er rómantískur minnst einu sinni í viku.  

Endurskoðaður listi, 50 ára

Ekki of ljótur en má vera sköllóttur.   Ekur ekki af stað fyrr en þú ert komin upp í bílinn.   Er í föstu starfi og splæsir stundum í pylsu.   Kinkar kolli þegar þú talar.   Getur yfirleitt sagt brandara án þess að gleyma aðalatriði hans.   Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til að geta fært til húsgögn.    Gengur í skyrtum sem hylja ístruna.   Veit að það á ekki að kaupa kampavínsflösku með skrúfuðum tappa.   Man eftir að setja klósettsetuna niður.   Rakar sig yfirleitt um helgar.

Endurskoðaður listi, 60 ára

Snyrtir nasahárin og hárin í eyrunum á sér.   Ropar hvorki né klórar sér á almannafæri.   Fær ekki of oft lánaða peninga hjá þér.   Sofnar ekki á meðan þú rausar yfir honum.   Segir ekki sama brandarann of oft.   Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulegi til að komast upp úr sófanum um helgar.   Er yfirleitt í íþróttasokkum og hreinum nærfötum.   Kann að meta góðan örbylgjumat yfir sjónvarpinu.   Man yfirleitt alltaf nafnið þitt.   Rakar sig stundum um helgar.  

Endurskoðaður listi, 70 ára

Hræðir ekki lítil börn.   Man hvar baðherbergið er.   Þarfnast ekki mikilla peninga til framfærslu.   Hrýtur lágt í vöku en hátt þegar hann sefur.    Man hvers vegna hann er að hlæja.   Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til að geta staðið upp hjálparlaust.   Er venjulega í fötum.  

Endurskoðaður listi, 80 ára

Andar.

 


Börnin í sumarvinnu

Jamm, þau eru komin í vinnu hjá pabba sínum - og skiptast á - koma síðan dauðuppgefin heim á kvöldin.  Tanja og Sindri voru hjá pabba sínum í dag, byrjuðu daginn snemma - ég kom þeim á fætur kl. 5:45 og saman bárum við út Mbl og 24 stundir - síðan var farið heim og þau fengu sér morgunmat og höfðu sig til í Smurstöðvarvinnuna, þau hafa gott af þessu - gera svo sem ekki það erfiðasta - en dæla á bíla og þess háttar. 

Ingi, Andri og Tanja eru núna á fótboltaleik, ég fór aðeins út áðan með þau 2 yngri með mér og Sindri rotaðist gjörsamlega í bílnum.  Við Erla fórum úr bílnum út í móa að tína blóm - til að setja í vasa - en hún er óskaplega mikill blómaaðdáandi, á meðan hraut Sindri í bílnum.  Sleeping

Þegar við komum heim - skellti hann sér beint í sófann og hélt áfram að sofa, Erla bað hann að hjálpa sér að taka Simpsons upp - en hann var í öðrum heimi - hann "tækjatröll" heimilisins - sagðist ekki kunna að taka upp.......Tounge  hann settist upp og fór að færa sófaborðið til og frá W00t- og sagðist ekkert vita hvernig ætti að taka Simpsons upp - Erla var nú frekar pirruð út í bróður sinn - en mamma "ekki-tækjatröll" reddaði þessu Joyful

Hann er svo fyndinn hann Sindri minn þegar hann er syfjaður - hann er þvílíkt í öðrum heimi að ekkert þýðir að tala við hann - ef ég vek hann til að fara á klósettið - fer hann jafnvel inn í eldhús og stendur þar - og veit ekkert hvað hann á að gera - það er ekki með nokkru móti stundum hægt að ná sambandi við hann þegar hann er í þessu ástandi.

Hann gengur þó ekki í svefni - en maður hefur nú heyrt ýmsar sögur af fólki sem gengur í svefni.  Margar hverjar afar skondnar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband