Sindra ferming og ljóð..... um list
3.3.2010 | 09:15
Tíminn flýgur, og það er heldur betur farið að styttast í ferminguna hans Sindra. Allt er að skríða saman. Þetta reddast allt. Eitt og annað er þó eftir - en ekkert stress í gangi - hann er nú líka ofurrólegur yfir þessu hann Sindri minn.
Ég fer bráðum að flytja aftur á minn gamla vinnustað - úr Urðarhvarfi og aftur niður í Borgartún - ég verð að segja að ég hlakka til að fara aftur í Borgartúnið, þó svo að sé styttra í dag í vinnuna - þá er svo margt annað sem mér finnst jákvæðara við að flytja
Ég var að taka til í skúffunni minni í morgun - henda gömlum og úreltum upplýsingum, rakst á blað sem gefið var út fyrir 3 árum, í því var ljóð eftir einn starfsmann sem heitir Pétur Arnar Kristinsson, var hann starfsmaður á lager, en stundar nú nám við arkitektúr í París. Þetta er fínt ljóð hjá þesum strák og ákvað ég að smella því hér inn. Hann samdi það á sínum tíma þegar var þemavika hjá okkur og þemað var "list" - og ljóðið heitir því fumlega nafni "List".
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
List er leit að sjálfum sér
List er leit að svörum
List getur verið alls óþekkt
- eða á allra vörum
-
List getur verið litaklessa
List getur birst í ljóði
List getur verið lagasmíð
sem sungin er í hljóði
-
List er að vita hvað skal segja
- list er málglöðum að þegja
List er fósturlandsins Freyja
list er að lifa - list er að deyja
-
List er það að segja til
um hvað sé list - ég reyna vil
þó lítið viti víst ég skil
að það er list að vera til
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Er ekki allt lífið list - allavega fannst mér þetta ljóð vera fínt hjá honum.
Læt þetta duga núna - best að halda áfram að vinna
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.