Gærkvöldið..... og fleira
10.3.2010 | 12:34
Við Ingi skelltum okkur í bíó í gærkvöldi, sáum "Loftkastalinn sem hrundi", við vorum búin að sjá 2 fyrri myndirnar og urðum við engan vegin fyrir vonbrigðum með þessa. Fórum í "lúxus-sal" - bjóst ég svo sem alveg eins við að hrjóta - í þessum þægilegu sætum .....það gerðist þó ekki. Öskraði ég alveg upp yfir mig í einu atriðinu.......... held ég þó að öllum hafi brugðið á því andartaki - yfir myndinni - ekki mér Ég væri þó til í að geta keypt kaffi í bíóhúsunum - fæst e.t.v. á barnum - tékkaði ég það ekki. ....en það væri ósköp ljúft að sitja með gott kaffi og njóta myndarinnar.
Allt er að smella saman fyrir sunnudaginn - ég er sallaróleg yfir þessu öllu saman - sem og rest af fjölskyldu - ég er ekki þessi stressaða týpa - þetta reddast alltaf - og yfirleitt með stæl - borgar sig ekki að fara yfirum af stressi - og smita alla í kringum í sig ....þá kemur maður engu í verk. Ég fór í klippingu og litun í gær - ótrúleg ánægð - mjög stutthærð - og fíla það gríðarlega vel - öll börnin mín eru einnig búin að fara í fermingarklippingu - sem og Ingi - fáránlegur unglingur þar á ferð - varla kominn með eitt grátt hár........ ......annað en ég - gamlan hans.... hmmmm.
Ég ætla að vera í fríi á föstudag og mánudag í vinnunni - klára það sem þarf að klára - og eiga mánudaginn í leti - verður ljúft.
Ágætisvinnutörn er síðan framundan hjá mér - breytingar í vinnunni - og mikil vinna hjá okkur skvísum samhliða því - en það verður bara gaman.
Ætla að setja inn mynd af fermingarstráknum mínum yndislega - hann er afar rólegur yfir þessu - en þó mjög spenntur - með ákveðnar hugmyndir - góðan smekk og álit á þessu öllu saman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.