Mona Lisa

Í dag var fínt veður, skýjað en um 20°hiti.  Við fórum á markaðsgötuna hér við hliðina í morgun og keyptum ávexti af bændum - nýbakað brauð og croissant, kaffi o.fl. 

Fórum síðan í Louvre safnið - en Sindra er búið að langa mikið til að sjá Mónu Lisu.  Þegar við vorum alveg að koma upp að henni - kom vörður og dró Sindra fram fyrir alla þá fullorðnu og lét hann standa beint fyrir framan myndina.  Hann var frekar ánægður með það - sem og við hin fyrir hans hönd.  Hann sem er 10 ára gengur með ýmsa drauma í maganum - og hlakkar til að skoða og sjá ýmislegt í heiminum - sem mér finnst mjög gaman að.  Hann var frekar svekktur í fyrra þegar við náðum ekki að sjá skakka turninn í Pisa - en hann fær að sjá hann þetta árið.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í þetta skiptið, þar sem við ætlum að fara að skriða í rúmið - vorum að klára að pakka saman, en við leggjum af stað snemma í fyrramálið, gistum í s-Frakklandi á morgun - rétt hjá Mont Blanc.  Þannig að ég blogga ekkert fyrr en á laugardag - þegar við erum komin í húsið á Ítalíu - þ.e.a.s. ef nettenging virkar þar.

En við höfum það öll mjög gott - biðjum að heilsa öllum - Lauja og co.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Góða ferð til Ítalíu. Gaman að fylgjast með ferðasögunni :-)

Kristján Kristjánsson, 7.6.2007 kl. 22:44

2 Smámynd: Lauja

Takk Kiddi minn- maður man nú eftir þegar við vorum hér fyrir nokkrum árum.   

Lauja, 7.6.2007 kl. 22:47

3 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Góða ferð.  Bið að heilsa Hröbbu og co. þegar þið hittist.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 7.6.2007 kl. 22:50

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Góða ferð og skemmtið ykkur vel

Kristberg Snjólfsson, 8.6.2007 kl. 07:42

5 identicon

Sindri veit sko hvernig á að koma sér fram fyrir röðina :)    Góða ferð til Ítalíu  Kveðja Guðbjörg og co

Guðbjörg og co (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 07:58

6 Smámynd: Margrét M

góða ferð ..þetta verður örugglega yndislegt hjá ykkur ..

Margrét M, 8.6.2007 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband