Lokaorð um París

París var eins og í lygasögu.  Allt gekk fullkomlega upp, leigumiðlunin á húsinu  http://www.vacationinparis.com/  og fyrirtækið sem sá um flutningana á okkur frá flugvelli og inn í borgina  og frá íbúð og að bílaleigunni http://www.greyshuttle.com/  einna ódýrasta bílaþjónustan og allt stóðst 100 % hjá þeim.    Þannig að við getum mælt með þessum þjónustum. 

Hver dagur var eins og að vakna upp í bíómynd, fegurð borgarinnar er einstök, 2gja mínútna gangur er út í frægustu markaðsgötuna, gatan heitir Rue  Mouffetard (held að það sé skrifað svona).  Hægt er að kaupa þar kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, brauð o.m.fl.  

Yndislegt að slæpast um, fínn hiti og alltaf gola - engin molla.  Maður vildi gjarnan eyða fleiri dögum hérna næst.

Við tókum bílaleigubílinn inni í París Þannig að ég ákvað að leggja í það að keyra út úr París og það gekk eins og í lygasögu. 

Ég á eftir að setja meira í lokaorð um París síðar.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband