Ég kíkti áðan til mömmu....

... sem er svo sem ekkert fréttnæmt Tounge - en hún sagði mér áhugaverða hluti.

Eins og þeir sem þekkja mig vita að mamma er listmálari - en í raun ósköp óþekkt nafn hér á landi - en er frábær listakona - en hefur ekki kunnað að markaðssetja sig.

Í dag hringdi í hana kona - sem var nýbúin að kaupa litla olíumynd eftir hana (fuglamynd) af eldri manni - borgaði 200 þús. fyrir myndina, og var hún  forvitin að vita hvort listamaðurinn væri á lífi.  Þær spjölluðu heillengi saman - báðar nýbúnar að missa mennina sína - og náðu bara vel saman.  Hún vildi endilega fá að koma í heimsókn til mömmu - en mamma var nú ekki alveg til í það GetLost.

Síðan fór mamma að segja mér af vinafólki þeirra pabba, en þau keyptu mynd af mömmu fyrir mörgum árum.  Þau ráku gistihús hér í Reykjavík og fyrir 2 árum komu Ítalir til þeirra - sem heilluðust svo af þessari mynd - að þau buðu í hana.  (Veit þó ekki á hvað myndin fór).   

Þessir Ítalir reka víst gistihús á Ítalíu - þannig að núna er mynd eftir mömmu á gistihúsi á Ítalíu.  Mamma mundi þó ekki hvar á Ítalíu þetta gistihús var.  Ég þarf að hringja í fólkið og forvitnast - hvar á Ítalíu myndin er staðsett - og er síðan ekki bara málið að skella sér þangað..... Cool 

Maður fær kannski góðan "díl" á gistingu þegar fólkið veit hverra manna maður er.... (gista frítt í mánuð - hahaha...... - við 4 systur með familíurnar okkar...)

Annars eru myndir eftir mömmu á hinum ýmsu stöðum, Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu, Bretland, Bandaríkjunum og fyrir mörgum árum hurfu nokkrar myndir sem mamma hafði sent á sýningu til Frakklands. 

Annars þá hefur mamma  fengið gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir myndirnar sínar í Frakklandi, Belgíu og Mexíco - en hér á landi er hún ekki mjög þekkt nafn!

Í gær kom frænka okkar í heimsókn til mömmu - þær spjölluðu saman í eldhúsinu - þegar frænkan rak augun í litla mynd sem stóð á borðstofugólfinu - hún dró andann djúpt og spurði síðan "eftir hvaða listamann er þessi mynd" - er þetta eftir einhvern af gömlu "impressjonistunum"????  Er þetta mynd eftir Monet?????  -  Mamma starði á hana - áreiðanlega með hökuna niður á bringu - og augun á stærð við undirskálar - segir síðan "ég hef verið að vinna í þessari mynd".

Jamm, mér fannst þetta bara dálítið áhugavert - og langaði að koma þessu frá mér....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þær eru fallegar myndirnar eftir mömmu þína...

ekki gleyma að bjóða okkur með til Ítalíu..

Margrét M, 5.10.2007 kl. 11:58

2 Smámynd: Lauja

Takk fyrir það Magga mín  - já ég er allavega heppin að finnast myndirnar hennar afskaplega skemmtilegar - enda sést það á heimilinu.... - eða réttara sagt veggjunum........ 

Lauja, 5.10.2007 kl. 15:23

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Mér fannst alltaf mjög gaman að koma í heimsókn í kópavoginn. Finnst mamma þín flott myndlistarkona en eins og þú segir ekki mikil markaðsmanneskja  

Kristján Kristjánsson, 6.10.2007 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband