23 dagar til jóla....... (eða á ég að hafa þetta 23 lög til jóla...)

...... þá er þessi niðurtalning hafin á baksíðu Moggans - man hvað maður fylgdist með þessu sem krakki - ok - geri það enn... Smile  -  annars þá fór ég á fætur kl. 6:00 til að hjálpa börnunum að bera út Moggann - frekar kalt en hressandi - þau sofnuðu aftur en ég fékk mér kaffi og fletti blöðunum.

Í gær fórum við að tína niður jólaskraut - Erla var svo spennt - kom niður með lítið jólatré - og þegar því var stungið í samband klappaði hún saman lófunum og hoppaði í gleði...... þetta er allt svo spennandi.  Hins vega varð hún alveg miður sín þegar hún komst að því að "græni" SYNGJANDI JÓLAKARLINN VAR BILAÐUR!!!  -  hann hefur svo sannarlega glatt mörg börn (kannski ekki foreldra) - enda frekar þreytandi til lengdar.

Í dag ætlum við að skreyta meira - enda er Erla að deyja úr spenningi yfir þessu, baka smákökur og dusta ryk af jóladiskum.

Annars þá ætla ég að láta fljóta eitt jólalag (kannski að ég setji inn 1 á dag...).

Mér finnst þetta lag afskaplega skemmtileg - kannski ekki það jólalegasta eða hátíðlegasta - en mér finnst það FRÁBÆRT...

http://youtube.com/watch?v=05Hk7zc4oGs

 Söngvarinn í Pouges syngur þetta ásamt söngkonu sem heitir Kirsty MacColl.  Hún lést árið 2000 þegar hún var í fríi í Mexókó.  Hún var að kafa með syni sínum, hraðbátur sigldi á hana og lést hún samstundis - en hún náði að bjarga syninum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband