22 dagar til jóla.....
2.12.2007 | 13:20
...... þar sem prinsessan á heimilinu er ótrúlega mikil jólastelpa - set ég þetta lag inn fyrir hana
http://www.youtube.com/watch?v=GOjPhkFj-28
Við tvær fórum í jólaleiðangur í gær - og var keypt bleikt jólakraut - sem hún ætlar að fá upp til sín. Fórum í Blómaval - þar var hurðaskellir að syngja - og tók undir undir í jólalögunum hans. Þegar við voruma ð fara út hittum við Guðbjörgu og Ingó - sem voru að fara inn með barnahópinn - og hittum sömuleiðis Hildi og Betu.
Erla er þvílík jólastelpa - hvaðan skyldi hún hafa þennan áhuga??? Hún var búin að finna nokkur millistykki og setja jólaseríur í samband út um allt - slökkti síðan önnur ljós til að hafa "kósí". Hún er búin að raða alls konar jóladóti í stofugluggann - og í gærkvöldi fór hún í jólaleik..... síðan gekk hún aftur frá öllu eftir sig - þetta er svo spennandi tími.
Annars þá eru börnin byrjuð í jólaprófum - þannig að þau þurfa smá aðhald og yfirferð.
Athugasemdir
það eru sungin jólalög í gríð og erg hjá stelpunum okkar
Margrét M, 3.12.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.