13 dagar til jóla.... og í kvöld....

..... fer skórinn út í glugga - svona ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum...

Annars þá er í dag nákvæmlega 41 ár síðan lítil prinsessa kom í heiminn - undurfögur og æðisleg - varð síðan hálfgerður villingur en róaðist nokkuð um 18 ára aldur - þegar gæi að nafni Ingi náði að heilla hana - hún hætti að reykja - minnkaði drykkjuna..... en blótar enn.... Woundering

Í dag... kom lítil prinsessa í heiminn - - - Oddný - Einar - Auður og Róbert  -  innilega til hamingju með litlu prinsessuna- við Tanja vorum nú búin að segja að hún myndi koma í heiminn í dag - það væri hægt að halda að við værum skyggnar.......  Oddný átti ekki til orð yfir þetta þegar ég kíkti á hana s.l. sunnudag - hafði aldrei áður þurft að ganga með barn framyfir - en "daman" vildi bara sama dag og ég  Smile  - T I L  H A M I N G J U  - - - -    - 10000 Kissing - frá okkur öllum

Erla mín er mikið að spá í jólasveininn þessa dagana, Skyrgámur er fyndnastur - enda sullaði hann skyri út um allt eldhús í fyrra (djö... subba og mikið andsk.... var leiðinlegt að þrífa skyrið eftir hann daginn eftir... sem var allsstaðar.....) - en maður lætur hafa sig í það - enda man hún vel eftir því.

Þegar eldri börnin voru yngri - gerði Skyrgámur það sama og þau muna ennþá eftir subbuskapnum í eldhúsinu.......  -  hann skánar ekkert með árunum Joyful

Ég veit eiginlega ekki hvaða jólalag ég á að setja fyrir daginn í dag... en ég finn eitthvað.

http://www.youtube.com/watch?v=7BVtzu59feY

Var búin að finna "jólalag" með South Park - Jesus VS Santa - eeen ég komst ekki í neitt hátíðarskap á að horfa á það....... en þetta er alltaf ágætt.

Hafið það gott....... 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sendum þér mjög góðar afmæliskveðjur frá Víðimelnum.

Emil, Adda og Stefanía.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.12.2007 kl. 23:29

2 Smámynd: Margrét M

Til hamingju með daginn ,,,stórt knús

Margrét M, 12.12.2007 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband