Gleðileg jól - allir

Mig langar til að óska öllum gleðilegra jóla - vonandi eru allir búnir að hafa það gott.

Ég hafði víst aðeins of mikið að gera þessa síðustu daga - þannig að ég hef ekki verið mjög dugleg í blogginu. 

Við erum búin að hafa það mjög gott, íbúðin mikið skreytt - einstaklega fallegt jólatré (valið af miklum snillingum) - annars þá fannst Erlu ég ekki skreyta alveg nóg - vildi hafa þetta aðeins meira !

Í gærkvöldi vorum við systur 4 ásamt okkar fjölskyldum hjá mömmu - hún þurfti ekki að hafa fyrir einu eða neinu - eldamennskan - eftirréttir - uppvask og annað var í okkar höndum.  Börn okkar systra 9 stk. voru meira að segja ótrúlega róleg yfir þessu öllu saman, enda öll af góðu fólki komin Wink

Síðan voru pakkar opnaðir eftir matinn - en þó aðeins pakkarnir "okkar á milli".  Enda hefði ég ekki nennt að þvælast með allt yfir til mömmu - og opna þar.  Við vorum hjá mömmu til kl. 22:00 - en þá var farið í annað pakkaflóð heima hjá okkur - voru þau öll mjög ánægð með það sem þau fengu - ýmislegt kom þeim skemmtilega á óvart - en eiga ekki pakkar að vera þannig - þeir óvæntustu eru oft þeir skemmtilegustu Tounge

Erla fékk Barbí dót - ég held stundum að það sé lengur verið að pakka því heldur en að framleiða dótið sjálft - hún fékk einnig föndursett - enda mikil listakona eins og amma - þannig að ég var í gærkvöldi að leira með henni.  Mig langaði þó mun meira til að lesa - en maður verður að sinna þessum krílum sínum - þau verða allt of fljótt of gömul og sjálfstæð.

Í dag kíkti ég aðeins til mömmu - í ófærðinni.  Stoppaði í einum kaffibolla hjá henni.  Hrabba og Hilmar voru þar einnig með strákana.  Þegar ég kom heim höfðum við okkur til en við vorum að fara yfir til tengdó í hangikjöt.  Guðbjörg, Ingó og börn voru einnig hjá þeim.  Góður matur og var að sjálfsögðu borðað aðeins of mikið - en jólin eru ekki á hverjum degi - þannig að allt er leyfilegt - ekki satt Blush

Á morgun förum við til Kidda og Möggu - en jólaboðið verður hjá þeim - þetta árið.  Erum þó hætt eins mikilli tilraunastarfsemi á þessum degi eins og við gerðum alltaf. 

Einhverju sinni höfðum við dádýr og lambakjöt sem Ingi grillaði úti - þegar hann kom inn og ætlaði að fá sér grillaða lambið - var það búið !!!!!!!!  Þá eiginlega var ákveðið að fara að hætta svona tilraunastarfsemi !  

Ætli ég láti þetta ekki duga í bili, kannski ég fari og gerist ofurbloggari - og bloggi meir á morgunn LoL

Annars þá finnst mér gaman að sjá hverjir kíkja hér inn - og kvitta í gestabókina.  Sá að hálfbróðir minn hefur kíkt og skilið eftir kveðju - takk fyrir það - og hafið það gott sömuleiðis yfir jólin.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar kveðjur hér af norðurlandi til ykkar allra, vonandi hafið þið það gott eins og við hér. Þetta er nú einmitt tíminn til að borða allt of mikið, ef ekki um jólin hvenær þá?

Látum ykkur vita þegar eitthvað fer að gerast hér.

Gerða Maja, Gummi og krakkarnir.

Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.12.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Lauja

Gaman að heyra frá ykkur.  Já þið verðið að láta okkur vita þegar eitthvað gerist. 

Við biðjum öll kærlega að heilsa.

Lauja, 26.12.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Gleðilega hátíð, þetta var með ráði gert að Ingi fengi ekki af lambinu hann var nýbúinn að segja að hann væri orðinn aðeins of ----r en ég veit ekki

Kristberg Snjólfsson, 26.12.2007 kl. 16:15

4 Smámynd: Margrét M

þetta gekk nú bara ferlega vel í gær .. takka fyrir allt

Margrét M, 27.12.2007 kl. 11:05

5 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Gleðilega hátíð :-) Sjáumst hress á nýju ári!

Kristján Kristjánsson, 29.12.2007 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband