Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla....
3.1.2008 | 09:00
Þá er enn eitt árið liðið. Alveg með ólíkindum hvað þessi ár fljúga fram hjá manni - kannski ágætt - manni er þá ekki að leiðast.
En á gamlársdag var Ingi að vesenast með Kidda í flugeldunum langt fram eftir degi, Andri og Tanja voru með þeim en ég var heima með Sindra og Erlu - að hafa matinn til, leggja á borðið, og þess háttar. Matta og Þórdís komu aðeins í heimsókn að sækja eitt stykki tertu - og voru skvísurnar voða glaðar að hittast.
Eftir matinn fórum við yfir til Kidda og Möggu, enda var ætlunin að skjóta upp hjá þeim í þetta skiptið. Ég byrjaði á að kíkja til mömmu - í kaffi, síðan komu Tanja og Erla yfir, spjölluðum við saman í dágóða stund, en fórum síðan yfir um kl. 22:00.
Spregjubræðurnir voru búnir að setja eitthvað á loft - horfðum saman á skaupið - og eftir það var aftur farið út að skjóta. Talsverður vindur var - eins og hægt er að sjá á myndunum sem ég tók.
Við fórum síðan aðeins yfir til mömmu að óska henni gleðilegs nýs árs, en hún var orðin svo þreytt þannig að við drifum okkur heim. Ingi var orðinn hálf tuskulegur - og var kominn með 39 stiga hita.
Nýársdegi var eytt í algjörri leti - ekki farið á fætur fyrr en að nálgast hádegi, sem var ósköp ljúft. Eftir hádegi lagðist ég í rúmið með Erlu og las ég bók fyrir hana. Nóg var eftir af mat frá gamlársdegi, þannig að hann var hitaður upp - ágætt að þurfa ekki að elda - lágum síðan í leti yfir TV. Ingi var ennþá drulluslappur...... þannig að hann verður bara að taka því róleg og ná þessu úr sér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.