Bara aðeins.......
13.1.2008 | 16:00
.... þá eru jólin búin. Skólinn kominn af stað og allt að fara í réttar skorður.
Í gærkvöldi þá fórum við upp að Hafravatni með Kidda og fjölskyldu og kláruðum að skjóta upp frá gamlárskvöldi, frekar kalt - en þetta var þó ekki mikið magn - en maður kann ekki við að skjóta þessu út í bænum.
Erla heimsótti vinkonu sína í gær og var afskaplega gaman hjá þeim. Margeir vinur Sindra var hjá honum í gær, fóru þeir í bíó, síðan með okkur að sprengja - og að lokum gistu þeir.
Tanja var með 6 skólafélaga hjá sér í gær - voru þau að horfa á hryllingsmynd, við gerðumst púkar og hringdum heim í þau (meðan við vorum að sprengja) - og lögðum á - 3 x híhí..... og þegar við komum heim - lögðumst strákarnir á útidyrahurðina og börðu á hana - og skrækirnir sem heyrðust í þeim - var óborganlegur........ segið svo að myndir hafi ekki áhrif á mann.
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið - Erla er orðin frekar spennt að fá að fara í tölvuna - í´"kúluleikinn".
Athugasemdir
Haha kvikindalegt :-) Talandi um bíómyndir. Ég eignaðist bíóspilið um jólin og við þurfum endilega að finna tíma á nýju ári fyrir eitt spilakvöld :-)
Kristján Kristjánsson, 14.1.2008 kl. 00:54
Já Kiddi mér líst vel á það, verðum endilega að prófa það. Þið Ingi mynduð sennilega rústa mér....... ég yrði bara að taka því
Fá okkur kannski Irish coffie - svona eins og við gerðum alltaf forðum daga í Mýrarselinu.....
Lauja, 14.1.2008 kl. 19:38
Hæ, hæ, bara að láta vita að það hefur fjölgað í kotinu. Stór og flottur strákur fæddist í gærkvöldi, með hár niður á herðar.
Kveðja frá afa og ömmu
Valgerður M. Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 21:32
Hamingjuóskir með nýja "titilinn".
Við biðjum öll afskaplega vel að heilsa.
Lauja, 16.1.2008 kl. 14:13
Flott :-) List vel áÍrska kaffið!
Kristján Kristjánsson, 16.1.2008 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.