15 ára brúðkaupsafmæli
16.10.2006 | 14:25
Já, við Ingi áttum 15 ára brúðkaupsafmæli síðasta fimmtudag og ætluðum að gera okkur glaðan dag, með góðum mat, sem við gerðum. Elduðum gott lambakjöt og meðlæti en ekki var sest að borðum fyrr en kl. 22:00 um kvöldið þar sem börn voru í tónlistartímum og afmæli í Mosó. En við nutum þess engu að síður að borða og svo var eftirréttur sem ekki gerist mjög oft og voru honum gerð góð skil.
En mér finnsta yndislegt að vera búin að vera gift honum Inga mínum allan þennan tíma, auðvitað er lífið svo sem ekki alltaf dans á rósum, en ekki get ég hugsað mér neinn annan mann. Stundum koma upp skondin atriði með okkur eins og maður viti hvað hitt ætli að gera áður en það gerir það. En kannski erum við bara svona samrýmd, enda búin að vera saman í 21 ár núna og ég er ekki orðin 40 ára. Ehemm.
En við bætum okkur þennan dag upp eftir 1 mánuð barnlaus í London, reyndar verða Kiddi og Magga með okkur en við verðum svo sem ekki alltaf hangandi saman og verðum í sitt hvoru herberginu að sjálfsögðu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.