Helgin...
14.4.2008 | 20:53
... var allt of fljót að líða - eins og þær eru alltaf.
Við Ingi fórum í fimmtugsafmæli á föstudagskvöldið til Brynju - frænku Inga, mjög fínt en stoppuðum við ekki ýkja lengi. Sóttum Tönju og vinkonu hennar en þær voru að passa börnin hjá Guðbjörgu og Ingó - en þau fóru úr afmælinu á svipuðum tíma og við. Helgi Þór var vakandi - hann mátti ekki vera að því að sofa þegar skvísur voru í heimsókn. Hann er reyndar búinn að vera lasinn og svaf talsvert þennan dag - þannig að hann var ekki ýkja syfjaður.
Á laugardag var farið á fætur kl. 5:30 - til að bera út Moggan með börnunum, en við vorum að leysa af þessa helgi 2 aukahverfi, gekk afar vel hjá okkur, þegar við komum heim ákvað ég hins vegar að skríða upp í rúm, til Erlu og var það afar ljúft. Þegar við fórum að bera út, skreið hún með Sindra í okkar Inga rúm. Ingi var það vel vakandi þannig að hann fór að horfa á einhverja mynd, en keyrði síðan Andra í skólann kl. 8:10 - en boðið er upp á aukatíma í skólanum fyrir samræmdu prófin næstu helgar fyrir prófin.
Ég sótti síðan Andra um kl. 11:00 og dró hann með mér í Bónus að versla. Eftir hádegi fóru Ingi og Andri á leik - Valur - Færeyskt lið (tók svo sem ekki eftir nafninu á því - þau geta varla verið mörg ) - Valur vann að sjálfsögðu - íha !
Ég fór með börnin í afmælið hans Hákons, hann er orðinn 4 ára, var setið þar og spjallað - og veitingum gerð góð skil. Heimsótti ég síðan mömmu sem er í hvíldarinnlögn á Heilsuverndarstöðinni. Hún er ekkert alsæl þar - hundleiðist, já hún ætlar sér ekki að vera þar mikið lengur - kemur heim á morgunn.
Síðan sótti ég Sindra og Róbert í bíó, skutlaði Róberti heim, þá fórum við Sindri og keyptum kvöldmat fyrir liðið.
Í gær var afar notalegt að þurfa ekki að vakna fyrir allar aldir til að bera út, ég vaknaði þó kl. 5:30 - pikkaði í Inga og sagði honum að við þyrftum að fara á fætur til að bera út - það virkaði hins vegar ekki - þýddi ekkert fyrir mig að reyna að gabba hann - hann sá í gegnum þetta hjá mér
Ég fór á fætur með Erlu um 9:30 - og horfðum við saman á mynd sem heitir Mathilda, mjög skemmtileg mynd, nutum við þess að sitja saman - horfa á myndina og fá okkur ristað brauð - bara tvær....
Þegar börnin komu fram - fóru þau fljótlega að læra, ágætt að vera búin að því. Ekki gerðum við neitt merkilegt þennan sunnudag, ég eldaði reyndar sítrónupasta - sem ég hafði ekki eldað í nokkur ár, það er afar gott og allir í fjölskyldunni vitlausir í það.
Læt þetta duga núna -
-Lauja
Athugasemdir
Varstu nokkuð að fá klukku
Kristberg Snjólfsson, 15.4.2008 kl. 07:52
sítrónupasta .. hljómar undarlega er uppskrift í boði ?
Margrét M, 15.4.2008 kl. 08:33
Hmm sítrónupasta? Aldrei dottið það í hug Hljómar áhugavert.
Kristján Kristjánsson, 15.4.2008 kl. 13:00
Ég setti uppskriftina í gestabók hjá bloggvini sem heitir "matarbitinn"
Lauja, 15.4.2008 kl. 22:20
já þetta lítur út fyrir að vera ætt .. ég er búin að copy - paste ... takk fyrir þetta Lauja mín
Margrét M, 16.4.2008 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.