Það sem við leitum að í fari manna.......

....... breytast kröfurnar með aldrinum ?

 Þessi lesing er að sjálfsögðu aðeins til að hafa gaman af..... e.t.v. er eitthvað til í þessu Joyful

Upprunalegur listi, 20 ára

Mjög myndarlegur.   Spennandi.   Alltaf klæddur samkvæmt nýjustu tísku.   Þekktur eða á þekkta foreldra.   Á flottan bíl.   Rómantískur.   Fer létt með að segja góða brandara.   Bráðgáfaður.   Er í arðbæru námi eða stefnir á það.   Býður stundum út að borða.

Endurskoðaður listi, 30 ára

Myndarlegur.   Heillandi.   Vel stæður .  Umhyggjusamur hlustandi.   Fyndinn.   Í góðu líkamlegu formi.   Smekklega klæddur.   Kann gott að meta.   Hugulsamur og kemur á óvart.   Hugmyndaríkur og rómantískur elskhugi.  

Endurskoðaður listi, 40 ára

Myndarlegur, helst með hár á höfðinu.   Opnar bíldyr.   Á nóg af peningum til að bjóða upp á góðan kvöldverð.   Hlustar meira en hann talar.   Hlær að bröndurunum þínum.  Getur auðveldlega haldið á innkaupapokum.   Á að minnsta kosti eitt bindi.   Kann að meta góðan, heimatilbúinn mat.   Man afmælisdaga og brúðkaupsafmæli.   Er rómantískur minnst einu sinni í viku.  

Endurskoðaður listi, 50 ára

Ekki of ljótur en má vera sköllóttur.   Ekur ekki af stað fyrr en þú ert komin upp í bílinn.   Er í föstu starfi og splæsir stundum í pylsu.   Kinkar kolli þegar þú talar.   Getur yfirleitt sagt brandara án þess að gleyma aðalatriði hans.   Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til að geta fært til húsgögn.    Gengur í skyrtum sem hylja ístruna.   Veit að það á ekki að kaupa kampavínsflösku með skrúfuðum tappa.   Man eftir að setja klósettsetuna niður.   Rakar sig yfirleitt um helgar.

Endurskoðaður listi, 60 ára

Snyrtir nasahárin og hárin í eyrunum á sér.   Ropar hvorki né klórar sér á almannafæri.   Fær ekki of oft lánaða peninga hjá þér.   Sofnar ekki á meðan þú rausar yfir honum.   Segir ekki sama brandarann of oft.   Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulegi til að komast upp úr sófanum um helgar.   Er yfirleitt í íþróttasokkum og hreinum nærfötum.   Kann að meta góðan örbylgjumat yfir sjónvarpinu.   Man yfirleitt alltaf nafnið þitt.   Rakar sig stundum um helgar.  

Endurskoðaður listi, 70 ára

Hræðir ekki lítil börn.   Man hvar baðherbergið er.   Þarfnast ekki mikilla peninga til framfærslu.   Hrýtur lágt í vöku en hátt þegar hann sefur.    Man hvers vegna hann er að hlæja.   Er í nógu góðu líkamlegu ásigkomulagi til að geta staðið upp hjálparlaust.   Er venjulega í fötum.  

Endurskoðaður listi, 80 ára

Andar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Mér finnst listinn passa við Inga þ.e.s  Endurskoðaður listi, 70 ára   Góða helgi

Kristberg Snjólfsson, 13.6.2008 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband