Mamma, hvernig er hægt að setja barn í magann......

....spurði Erla mig áðan þegar við vorum að keyra niður Ártúnsbrekku, í skólabókainnkaup - er vatni sprautað inn í magann eða hvað??

Ég leit í baksýnisspegilinn - og sagði við hana:  "Pabbar setja t..... inn í p.... á mömmunni - og þá verður til barn..... síðan leit ég aftur í baksýnisspegilinn - og þvílíkur svipur sem við mér blasti....... svo segir hún við mig "...og er það gott"  .... já já.... sagði ég - og átti í erfiðleikum með að vera alvarleg..... sérstaklega þar sem Tanja sat við hlið mér - alveg að springa úr hlátri.

Henni fannst þetta ekkert agalega spennandi....... samt ætlar hún aðeiga 4 börn þegar hún verður stór  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá það er ekkert annað. Ég vildi að ég hefði getað verið svona hispurslaus að skýra þetta út fyrir mínu barni á sínum tíma.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

humm hversvegna er hún að spyrja ? eruð þið nokkuð að fara að bæta í barnaflóruna  en ég hefði alveg verið til í að sjá svipinn á krílinu

Kristberg Snjólfsson, 22.8.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Lauja

Hún er nú allltaf að nefna það við okkur að henni finnist ekkert skemmtilegt að vera yngst....... við ættum eiginlega að koma með eitt í viðbót   -  hún fer afar fínlega í þetta, en ég blæs þetta af um leið.

Annars held ég að sé best að þau viti hvernig lífið gengur fyrir sig, hún er að byrja í skóla og ef þetta kemur til umræðu - þá veit hún allavega hvernig börnin verða til

Lauja, 22.8.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Matthildur B. Stefánsdóttir

Bjössi og Þórdís hafa spurt um það sama og ég útskýrði það svipað og þú.  Þeim fannst það skrítið en voru svo strax með hugann við eitthvað annað.  Þau vilja nefnilega fá systkin, hmmm, og líka hund og kött.

Matthildur B. Stefánsdóttir, 26.8.2008 kl. 09:01

5 identicon

Úff ég hef sem betur fer sloppið við þessar umræður, en hver veit hvað kemur hjá litla krílinu, þar sem hann kemur til með að vera yngstur hehe En gott að fá smá hugmynd hvernig maður á þá að gera það

Telma (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband