22 dagar til jóla........

....sem sagt jólin verða komin áður en maður veit af.......

Ekkert stress í gangi - þetta smellur allt saman á endanum..... hins vegar þætti mér að grunnskólarnir mættu hafa próf á öðrum tíma en í desember - afhverju er ekki hægt að hafa próf í nóvember eða í janúar.  Desember er það skemmtilegur mánuður - og mun skemmtilegra að dúllast eitthvað með börnunum - heldur en að sitja yfir þeim fyrir próflestur - hlýða þeim yfir o.þ.h.

Ingi og Erla áttu afmæli síðasta laugardag litla músin orðin 7 ára - Ingi nokkrum árum eldri Wink  Fjölskylduafmæli var á laugardag og bekkurinn var á sunnudag.  Vel var mætt í fjölskylduafmælið - og var á tímabili eins og maður væri í fuglabjargi - fólk og börn í hverjum krók og kima að spjalla - bara frábært.  Veitingum voru gerð góð skil - sem var frábært.... nokkrar nýjungar voru á boðstólum - eins og "chilli-frómas-terta" - Ingi var ekki alveg viss með hana - né börnin - en hún bragðaðist mjög vel!  Erla var afar sátt eftir þessa helgi - búin að telja niður í afmælið allan nóvember - og á sunnudagskvöld þegar allt var yfirstaðið - kom hún til mín og sagði:  Mamma, hvað er margir dagar þar til jólin koma?

Tanja mín tognaði í leikfimi á mánudag - og er heima í dag - að drepast í fætinum - en hún jafnar sig þessi elska... alltof kappsfull í boltanum þessi elska.

Ég ætla að smella inn einu jólalagi - e.t.v. aðeins of hátíðlegt - en varð að setja þetta inn fyrir hann Inga minn Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þessa snilld

Ingi (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband