13 dagar til jóla.......

...... þegar ég lít út um gluggann minn hér í vinnunni - 4 hæð - útsýni yfir Elliðavatn - rigningin bullar á rúðunum - og miðað við myrkrið úti - gæti næstum verið nótt....... ekki mjög jólalegt um að litast - en ósköp er ég fegin að vinna inni - þegar veðrið er ekki meira spennandi en það er Wink

Í kvöld fer skórinn út í glugga, spenningur í gangi hjá Erlu - hún var að spá í morgun hvenær hún ætti að fara að sofa - skiptir ekki máli hvort hún fer í rúmið kl. 20 eða 23 - hún vaknar hvort sem er mjög spennt í fyrramálið - sjálfsagt fyrir kl. 8.......

Í gærkvöldi horfðum við á myndina "Stúlkan sem lék sér að eldinum" - snilldarmynd - mæli svo sannarlega með henni - sem og fyrri myndinni "Karlar sem hata konur".  Dálítið skrítið fyrst að heyra mynd á sænsku - en myndirnar eru það góðar - að það gleymist um leið.

Andri er búinn í prófunum - Erla sömuleiðis - en Tanja og Sindri klára næsta fimmtudag - þau geta ekki beðið.

Ég heyrði mjög skemmtilega sögu í morgun - verð að setja hana hingað inn.......

Foreldrar vinkonu minnar eiga tík, þegar tíkin var orðin þó nokkuð fullorðin (nokkurra ára) - þá uppgötvaði hún kynhvötina.  Hundur flutti í húsið við hliðina - og tíkin missti sig í "greddu"..... hún riðlaðist allan daginn á bangsanum sínum, púðum eða koddum - var gjörsamlega að farast á gamals aldri.    Næsta dag - var hún svooooo slöpp - að á endanum var farið með hana til dýralæknis....... hún náði varla að ganga - átti erfitt með að sitja - þannig að hún fékk ýtarlega skoðun - og var svæfð - þar sem hún virtist vera sárþjáð.  Eftir ýtarlega skoðun - kom í ljós að hún var að farast úr harðsperrum Grin    .......mér fannst þetta alveg drepfyndið !

Ég mun taka á móti kossum og hamingjukveðjum í allan dag....... enda ekki á hverjum degi sem ég á afmæli....... búin að fá ótal kossa og knús hér í vinnunni - ákvað að vera löt og keypti bara konfekt  til að bjóða upp á....... einfalt - þægilegt og gott.

Lag dagsins í dag var agalega vinsælt þegar við Ingi vorum að byrja saman - og minnir þetta lag mig alltaf á þann tíma.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband