3..... dagar til jóla

Frábær dagur en allt of stutt í jólin....... en yndislegt að þau skuli vera að detta inn.

Við Ingi alveg að verða búin að græja allt fyrir hátíðina, eigum þó eftir að ákveða endanlega hvað á að gefa bönunum.  Búið að kaupa hluta fyrir Erlu - en eftir að fá aðeins meira fyrir hana.  Vorum í gærkvöldi að skreyta og fara yfir jólaskrautið - ég útbjó skreytingar í 4 skálar - þannig að hvert þeirra fékk eina skál í sitt herbergi - þau voru mjög sátt...... enda fór eitt og annað jólaskraut upp til þeirra.  Á þó eftir að setja eitthvað jólaskraut upp í okkar Inga herbergi.

Ætlum við að setja jólatréð upp á morgun - og eiga síðan Þorláksmessu til að dinglast og njóta lífsins saman.  Reyndar eru tengdó búin að bjóða mér í skötuveislu á Þorlák...... ég ætla að mæta til þeirra - og gæða mér á þessum dýrindis mat..... elda hann ekki sjálf - enda er ég sú eina á mínu heimili sem borða þetta.  Kíkja síðan í bæinn með elskunum mínum - fá sér heitt kakó - og njóta lífsins saman, koma síðan heim - hlusta á jólalög - og dúllast eitt og annað fyrir jólin.

Set inn í dag lag sem var vinsælt í kringum 1985 - dálítið gaman að horfa á myndbandið - vá hvað fólkið var ungt þarna...... en er orðið fullorðið í dag - þetta hefur ekki komið fyrir mig - ég er ennþá sætari og unglegri í dag en árið 1985....... ehemm! Whistling     ....frábært lag sem eldist ekki neitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson

Ekki fóðra banana en það er gott að geyma þá við glugga þá braggast þeir ágætlega og fara ekki í jólaköttinn.

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 21.12.2009 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband