Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Skóinn út í glugga í kvöld......
11.12.2008 | 15:29
Já, fyrsti jólasveinninn kemur víst í nótt...... og er spenningur hjá litlu músinni
Börnin mín hafa alltaf hlakkað til þessa dags - frekar þó held ég út af því að skórinn fer í gluggann í kvöld - ekki út af því að ég á "afmæli" - hmmm........
Margir búnir að syngja fyrir mig í dag - bæði familían og vinnufélagar - mjög gaman
Jólahlaðborð var í vinnunni í dag - þannig að allir borðuðu á sig gat - eingöngu mér til heiðurs - reyndar kom einn upp til mín - hann er langur og mjór alveg eins og I í laginu - en í dag leit hann út eins og Þ gerði það bara fyrir mig
Ingi ætlar að elda eitthvað gott fyrir mig í kvöld - og dekra við mig út í eitt....... - þannig að ég verð eins og Prinsessan á bauninni í aaaaalllllllt kvöld - ætla að njóta þess í tætlur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jóla.... jóla... jóla.....
9.12.2008 | 12:50
.....skap færist yfir mann - enda var mín afar dugleg um helgina að gera fínt heima - skreyta og baka - óje
Vinnan er flutt upp í Urðarhvarf - þannig að nú er ég afar fljót í og úr vinnu - líst mjög vel á mig - stórt og bjart - sakna þó gamla staðarins.......
Held ég verði að smella inn einu jólalagi - ....klikka ekki á því
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19 dagar til jóla....... OMG !
5.12.2008 | 12:41
Af hverju í ósköpunum er tíminn svona fljótur að líða - hefur einhver skýringu ?
Annars þá er síðasti dagurinn minn í Borgartúninu í dag - er að flytja upp í Urðarhvarf - eða "Mannshvarf" eins og sumir innanhúss húmoristar segja - 8 hæða ferlíki - og ætli verði ekki margir sem hverfa í sitt horn ! Var í gær að pakka niður í vinnunni - og flyt á eftir - aðeins styttra verður í vinnuna að heiman - en ég mun sakna þess að vera ekki í Borgartúninu. Verkstæðisstrákarnir héldu "kvennfélags"-kveðjukaffi fyrir okkur áðan - og felldu tár - hins vegar hélt "Georg" ekki ræðu fyrir okkur - og kannaðist ekki við að vera formaður "kvennfélagsins"....... - vildi ekki láta líkja sér við "Bjarnfreðarson" - nafna sinn....... hahaha...
Annars þá er Andri - litla barnið mitt farið að sækja ökutíma - hin ofur rólega Þórlaug fór með hann í ökuferð í fyrrakvöld og gekk vel - Ingimundur æsti treysti sé ekki að fara með drenginn - hann hefði keyrt á fyrsta ljósastaur með hann sem "leiðbeinanda" ! - nei kannski ekki - en Ingi sagði að væri mun sniðugra að senda mig með hann - held að það sé alveg rétt hjá honum
Ætla að reyna að vera ofur húsmóðurleg þessa helgi - svona til tilbreytingar - baka piparkökur og jafnvel að reyna að baka laufabrauð.... ...kemur í ljós hvernig það gengur.
Í kvöld erum við Ingi að fara á jólahlaðborð með hans vinnu - förum í Humarskipið, aldrei áður farið þangað - verður gaman að prófa þann stað.
Ætli ég verði ekki halda mig við að smella inn einu jólalagi í dag, lagið er með hljómsveit sem heitir Weezer, heitir "Christmas song" - og já ég er hrifin af þessu lagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hver man ekki eftir þessu lagi?
4.12.2008 | 08:36
Var mjög vinsælt þegar ég var algjört unglamb og falleg...
Nú er ég víst aðeins ung ........ og falleg
Ég er alltaf skotin í þessu lagi - og Tanja heldur að þetta sé sitt uppáhaldsjólalag .....annars eru til afskaplega mörg jólalög sem ég er hrifin af - en einnig er til alveg hræðilega mikið af leiðinlegum jólalögum.... smekkur manns er misjafn - sem betur fer - en hér kemur lagið:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Styttist í jólin.......
2.12.2008 | 08:25
........ það er víst nokkuð ljóst að þau verða komin áður en við vitum af.
Annars er allt gott af okkur að frétta, afmælishöld voru um þessa helgi og heppnaðist afskaplega vel, góð mæting og gaman að fá alla í heimsókn. Veitingum gerð góð skil og allir fóru heim sælir og glaðir
Fjölskylduafmælið var á laugardag - síðan hélt fjörið áfram og bekkurinn mætti á sunnudag, voru þau afskaplega góð þessar elskur, fóru í pakkaleik, setudans og allir fengu verðlaun - þannig að þau fóru öll sátt heim til sín, enduðu á að teikna og lita - ótrúlega góð - þau horfðu reyndar á "Mamma Mia" myndina með öðru auganu.
Sindri Snær bekkjarbróðir Erlu fór þó ekki heim til sín fyrr en kl. 20:00 - en afmælið var búið kl. 17:00 - þau Erla voru að leika sér á fullu - og vildi Erla endilega setja Barbie mynd á fyrir þau - hann var ekki alveg til í það - hún sagði við hann að þetta væri alveg líka strákamynd - hún væri um 2 stráka sem væru skotnir í 2 stelpum - en þær vissu ekki strax að þeir væru skotnir í þeim....... -hún skildi ekki afhverju hann hafði ekki áhuga á að horfa á það !
Ég tók síðan jólaskrautið, og fór að setja smá upp - Sindri vildi ekkert fara heim alveg strax - var mjög forvitinn að hjálpa að taka upp úr kössunum og sjá hvað við settum upp.
En þar sem jólin eru alveg að detta inn, er þá ekki tilvalið að skella inn einu jólalagi. Þetta lag er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, e.t.v. ekki það jólalegasta - en ég elska þetta lag.
Fairytale of New York með "Pogues og Kirsty MacColl, vona að þið hafið jafngaman af þessu lagi og ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bestu hlutirnir kosta oft minnst........
1.12.2008 | 15:00
... sé maður svo heppin að vera vel giftur - þá er hægt að stunda svona skemmtilegheit - næstum því hvar sem er - hvenær sem er - ..... og er alltaf jafn a........ gott
Spara pening með auknu kynlífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)