Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Mamma, hvernig er hægt að setja barn í magann......

....spurði Erla mig áðan þegar við vorum að keyra niður Ártúnsbrekku, í skólabókainnkaup - er vatni sprautað inn í magann eða hvað??

Ég leit í baksýnisspegilinn - og sagði við hana:  "Pabbar setja t..... inn í p.... á mömmunni - og þá verður til barn..... síðan leit ég aftur í baksýnisspegilinn - og þvílíkur svipur sem við mér blasti....... svo segir hún við mig "...og er það gott"  .... já já.... sagði ég - og átti í erfiðleikum með að vera alvarleg..... sérstaklega þar sem Tanja sat við hlið mér - alveg að springa úr hlátri.

Henni fannst þetta ekkert agalega spennandi....... samt ætlar hún aðeiga 4 börn þegar hún verður stór  Smile


Skemmtun dagsins...... í drungalega Reykjavíkurveðrinu.......

Þetta er algjört MUST að sjá....... góða skemmtun....... Grin       .....er alveg yndislega - skemmtilega hallærislegt !


Starfsmaður á plani.......

... já ég er farin að hlakka til að sjá Dagvaktina, ef hún verður í líkingu við Næturvaktina þá verð ég  ekki fyrir vonbrigðum Tounge

 


Börnin eru sofnuð óvenju snemma......

.... þannig að við hjónin höfum kvöldið alein - útaf fyrir okkur...... Heart ég sæki nuddolíuna kem mér vel fyrir í sófanum - Ingi stendur fyrir framan mig og fer óvenju rólega úr skyrtunni Wink -  kemur sér síðan vel fyrir á gólfinu fyrir framan mig.  Taktu nú vel á mér segir hann - ég set olíu í hendina  - byrja að strjúka hægt og rólega - upp og niður - taktu nú vel á segir Ingi  - OK elskan mín segi ég Blush   - Ingi stynur úhhh... ohhhhh..... ekki alveg svona fast..... farðu aðeins neðar..... ég renni höndunum ljúflega um hann, strokurnar verða aðeins þéttari.... renni síðan yfir svæðið lauflétt með nöglunum  - til að auka aðeins á unaðinn....... eruð þið nokkuð að misskilja hvað er í gangi???????  Ingi er að sjálfsögðu með bullandi vöðvabólgu - og ég er að reyna að nudda hana úr honum....... datt ykkur eitthvað allt annað í hug??????   .... ég bara spyr...... Kissing

Æ... krúttið mitt - ertu að þrífa.......

..... sagði Erla við mig áðan þegar ég var að þrífa baðherbergið...... hún er svo fyndin þessi elska......

Annars þá var hún að fá sent í pósti nestibox frá Osta og Smjörsölunni, ásamt húfu og strokleðri - og er hún alsæl með þessa sendingu "en hvað á ég að gera með 2 nestibox" spurði hún síðan pabba sinn...... nú til að hafa til skiptanna..... jaaaá..... sniðugt Smile

Við fórum í Smáralindina á laugardag með börnin, Erla náði að draga pabba sinn inn í fatabúð að skoða og máta föt (á meðan var ég með Tönju að kaupa bleikt skol til að setja í hárið hennar) - Erla var búin að draga pabba sinn inn í mátunarklefa að máta bol og eitthvað fleira - þegar pabbi hennar sagði "eigum við ekki að biðja mömmu og Tönju að koma og sjá þig?"    ......Nei... sagði Erla - mamma segi alltaf nei við mig....... Joyful   ....hún ætlaði  sér sko aldeilis að dobbla pabba sinn meðan mamma hennar væri ekki með - enda kom hálfgerður uppgjafarsvipur á hana í mátunarklefanum þegar "mamma gribba" mætti á staðinn....... tíhíhí........   ...annars þá fann ég voða sætan silfurlitaðan bol fyrir hana..... þannig að hún fyrirgaf pabba sínum að hafa hleypt mér nærri !

Andri mætir í skólann á morgunn - fær stundatöflu og byrjar af fullri alvöru á föstudag, restin af börnunum mæta í skólann á föstudag, og byrja síðan á mánudag - eins og  sennilega flest öll önnur börn í Reykjavík.

Ætli ég hiti ekki smá kaffi fyrir okkur hjónakornin, enda er "sakamálaþáttur í "TV-inu" á eftir sem við ætlum að horfa á.  Sendum börnin á fyrra fallinu í rúmið - þar sem blaðaútburður er í fyrramálið - og eins gott að fara að komu öllu heimilislífi í réttar skorður á ný eftir sumarfrí.

 


Skemmtileg síða

... þurfum við ekki stundum að segja eitthvað agalega gáfulegt Joyful  - en ekkert kemur upp í kollinn á okkur....... hér er skemmtileg síða sem er með ýmsar tilvitnanir, spakmæli, orðtök eða málshætti.... þá kennir ýmissa grasa hér....

 http://tilvitnun.is/

Góða skemmtun Smile


Það sem Erlu dettur í hug að segja.......

Hún er stundum svo fyndin þessi elska.......

Tanja fór með hana út á leikvöll í fyrrakvöld.  Þar er tæki sem krakkar setjast í - stýri í miðjunni - þannig að þau geta farið hring eftir hring á ógnarhraða.  Tanja setti hana upp á þetta - og sneri henni (hún er sko spennufíkill - þá er ég að tala um leiktæki)....... Tanja hætti síðan að snúa - og á endanum valt hún útúr ringluð af tækinu - augun í henni hringsnérust - og hún sagði við systur sína:

"Hvað gerðir þú eiginlega við mig.... hentir þú mér í plastpoka út í geim??"  ...Tanja grenjaði úr hlátri meðan hún sagði þetta - með augun ranghvolfandi í höfðinu......

Annars þá gengur lífið sitt vanagang - er að koma helgi.... íha Smile    eitthvað skemmtilegt verður á döfinni...... og ætla ég að elda einhverja tilraun oní liðið á morgun....... ekki búin að ákveða hvað það verður Grin

 


Mismunandi hlutir æsa fólk upp.......

Ímyndið ykkur svipinn á lögreglumönnunum sem komu honum til aðstoðar....... LoL   ......ætli þeir hafi sýnt honum mikinn skilning og stutt við bakið á honum - eða þurft að snúa sér undan smástund til að líta á fuglinn í trénu bak við bekkinn.......

Sá hefur verið orðinn þurfi - fyrst æfingabekkur hafði þessi áhrif á hann......

En að sjálfsögðu er þetta sorglega fyndin frétt.  Aumingjans maðurinn að vera þetta þurfi - og ráðast á bekk í almenningsgarði - til að fullnægja þörfum sínum Woundering


mbl.is Ýmislegt reynt til þess að fá fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogglata frúin

jamm... ég er víst búin að vera óttalega löt að blogga að ráði síðustu vikur - en þetta kemur allt saman. 

Ég kíkti að gamni inn á eldri bloggfærslur mínar - en skrítið hvað er stutt síðan ég var nú samt að skrifa þær - þó svo séu liðin nærri 2 ár frá fyrstu færslu. 

Þetta er svo sem hálfgerð dagbók hjá manni - að hluta til - að sjálfsögðu er hún ekki tæmandi - enda held ég vinir fjölskylda séu ekkert áfjáð í að lesa allt sem flýgur í gegnum hugann minn - gæti að sjálfsögðu verið afar krassandi lesning  Kissing ...... en læt þetta haldast áfram eins og hefur verið.

Sumarfríið var á rólegri nótunum - enda tók Ingi upp á að fá lungnabólgu.  Ég var nú farin að halda að hann væri kominn með ofnæmi fyrir mér - að vera of mikið með mér - en eftir 4 heimsóknir  til lækna - fékk hann úr því skorið að hann væri með lungnabólgu.....  En við eyddum talsverðum tíma í sumarbústaðnum og nutum þess að gera svo sem ekki neitt nema dinglast saman - spila - fara í heita pottinn, lesa fara í sólbað.....  já bara afslöppun og nutum lífsins.  Enda komum við ósköp úthvíld eftir þetta frí.  Engar skoðunarferðir - eða langkeyrslur.

Síðan fór ég á ættarmót út frá mömmu ætt í lok júlí.  Ingi og Andri voru heima en ég tók hin 3 börnin með mér.  Fékk húsbílinn lánaðan hjá tengdó - sem eru bara BEST Wink - og vorum við ekkert smá fegin að mæta seint á föstudagskvöldi í roki og rigningu - og þurfa ekki að tjalda.  Gaman að hita ættingjana - og meira að segja er einn vinnufélagi frændi minn (hann er afskaplega fínn - þannig að ég er ekkert hissa að hann skuli vera frændi minn.....LoL ).

Við vorum á tjaldstæðinu á Kirkjubæjarklaustri - sem er afskaplega fínt - góð aðstaða til alls.  Við grilluðum saman á laugardagskvöldinu - börnin voru í fótbolta en þau 3 yngstu voru í Bratz leik - lögðu tjaldið hjá Öddu og Emil undir sig í leikinn.  Mjög fínt veður á laugardeginum en blautt á sunnudeginum þegar verið var að taka saman - þannig að öll börnin sér morgunmat hjá okkur og horfðu síðan á DVD mynd meðan foreldrar tukur niður blaut tjöld.

Síðan tók vinnan aftur við - lífið fer í sínar skorður alltaf á endanum - er allavega heppin að vera ánægð í vinnunni og í raun hlakka til að mæta í hana á hverjum degi - góður starfsmórall - og öll aðstaða til fyrirmyndar, kannski er stundum aðeins of mikið að gera - en dagurinn er nú líka afar fljótur að líða, en þegar eru sumarfrí - þá gengur maður aðeins inn í störf annara - sem er bara hið besta mál.

Skólarnir byrja í næstu viku - OMG....... hvað er stutt þangað til Shocking - síðustu skólaslit voru í síðustu viku (hér um bil)   ..... Erla hlakkar að sjálfsögðu til að byrja í skólanum - búin að fá skólatösku og pennaveski - bleikt að lit - prinsessan mín.

Jæja - verð að gera eitthvað hérna megin - Erla vill komast í bað með dúkkuna sína - best að láta það eftir þessari elsku.

 


Lag dagsins.......

er með Cure, frábært lag sem allir eiga að syngja á "föstudögum"  "Friday I´m in love.....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband