Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Djammdívan ég........

.........úje...... ég kann þetta ennþá Wink ...... heljardjamm í gangi síðustu helgi...... byrjuðum pent í stúdentaveislu - þar sem frú Þórlaug sötraði hvítvín - og nartaði í jarðarber....... afar pen og fín.......

..... smelltum okkur síðan í fertugsafmælisveislu hjá systur minni - þar var margt um manninn - mikil gleði - og virkilega skemmtilegt......... hætti að vera pen og fín - svolgraði í mig bjór og bruddi djúpsteikta húð í massavís !   ......neinei... smá ýkjur Errm

....... hélt mig við sömu víntegund - spjallaði mikið og skemmti mér vel. 

Undir miðnætti var ákveðið að rölta á Kringlukránna - enda e-ð Diskó þema í gangi þar....... ekki vorum við alveg að heillast...... og fékk ég liðið til að kíkja með mér á "homma- og lessubar" - þar sem við skemmtum okkur þrælvel..... dansaði ég af mér lappirnar - fram undir morgun......

Einhvernveginn þá var mín ekki alveg eiturhress í gærmorgunn - en var fljót að jafna mig á því.......  Var ég þó ekki alveg í stuði að skúra Smurstöðina... þannig að Ingi dobblaði Njalla til þess........ hann giskaði nú aðeins á að Ingi væri eftir sig.............. í afturendanum eftir að hafa djammað "feitt" á "Homma & Lessu-barnum Tounge

Það er nauðsynlegt fyrir fólk að mála bæinn rauðan af og til.......

 


Smurstöðin Stórahjalla........

....vildi aðeins vekja athygli ykkar á því að sætu strákarnir á Smurstöðinni Stórahjalla eru fluttir á Dalveg 16a í Kópavogi...... í mun bjartara - rýmra og stærra húsnæði - þar sem þeir dekra við bílinn þinn - stóran eða smáan Wink    

Þeir sem vilja láta bestu fagmennina annast bílinn - mæta að sjálfsögðu til þeirra !     .......munið þó að sá sætasti tilheyrir mér Joyful      

Fjölbreyttar verslanir eru í göngufæri við stöðina - ef þið viljið nota tímann meðan strákarnir "græja bílinn" - hægt er að smella sér í Europris - sem er í nokkra metra fjarlægð, Gæludýraverslun er rétt við hliðina, sem og Nora og Slovak kristall, en við hliðina á þeim  er skemmtileg heimilisvörubúð - fyrir fullorðna..... Amor....... þar leynist ýmislegt sem gleður..... LoL 


Skyldi hann vera viljugri.........

.....að leiðbeina konum en körlum Kissing   .......bara að spá.

 


mbl.is Munnmök engin fyrirstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki lífið æðislegt.......

Sólin sleikir mann að utan og innan - verst að sitja inni og horfa löngunaraugum út í blíðuna....... Cool

Ísland lenti í 2 sæti í Eurovision - og magadansarinn frá Grikklandi virtist sár og sorrí......... æ.... mér fannst hann svo hrikalega............. asnalegur - aumingja súkkulaðidrengurinn í magaskyrtunni..... ég bjóst nú við að myndi glitta í "nafla-skraut" hjá honum - þegar hann var að fetta sig og bretta.......  "Eistneska" lagið fannst mér hins vegar mjög flott - sem og það franska.... er þó mjög sátt með sigurlagið...... 

Í gær voru liðin 24 ár síðan við Ingi byrjuðum saman......... OMG.......hvað tíminn er eitthvað fljótur að líða - við ennþá svo ung og sæt Kissing

Prófin fara að byrja hjá 3 yngri börnunum... en Andri er búinn....... það mætti eiginlega fara að koma rok og rigning.... auðveldara fyrir gríslingana að einbeita sér að próflestri í þannig veðri.....

Á morgun eru Ingi, Tanja og Sindri að fara til augnlænis, Ingi er alltaf jafn skotinn í mér og finnst ég enn jafnsæt og þarna í denn....... spurning hvort sé nokkuð vit í því að láta hann fá gleraugu.... þá fer hann að sjá allt...... allt of vel Woundering

 


Ó.... ég er svo mikill snilli.... kann ennþá að......

.......skipta um dekk !

Get svo sem ekki sagt að ég hafi ljómað af ánægju þegar ég var á ferð niður Ártúnsbrekku á gamla bílnum - á leið upp á stöð að skúra.  Hringdi í Inga og spurði hann hvort varadekkið væri nokkuð vindlaust (það var nefnilega þannig í vikunni áður) - og ég ætlaði ekki að lenda í því að setja vindlaust dekk undir.

En mín smellti sér úr bílnum - losaði boltana - tjakkaði "kaggann" upp - og var snögg að losa boltana í burtu -  en þá var helv...... dekkið pikkfast..... mér stökk nú ekki alveg bros á vör í þessari stöðu....... tók mig til - sparkaði hraustlega í dekkið - aftur og aftur - barði það síðan með felgulyklinum nokkrum sinnum......... rjóð - sveitt og móð ! (enginn hefur kunnað við að stoppa hjá þessari "geðbiluðu" kerlingu að bjóða aðstoð - hmmmmmmm skrítið Shocking)...... en spörkin höfðu áhrif... og dekkið losnaði - vippaði ég hinu undir - og festi vel og rækilega......... ógeðslega ánægð með þessa frammistöðu mína !

Hef ekki lent í því að skipta um dekk í mjööööög langan tíma - lenti ótrúlega oft í því á árum áður..... meira að segja kasólétt að Andra - komin rúma 8 mánuði á leið - skipti þá um dekk eins og ekkert væri - enda alvön!

Annars þá er Júróvisíon í kvöld...... svo ég fari út í allt annað..... eigum við ekki að vona að Jóhanna mali þetta í kvöld........ Wink


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband