Smurstöðin Stórahjalla er flutt...........
30.3.2009 | 09:02
.......opna á nýjum stað í dag - fluttir á Dalveg 16a, Kópavogi - í nýtt og stórglæsilegt húsnæði - afskaplega snyrtilegt og öll aðstaða til fyrirmyndar, bæði fyrir starfsmenn sem og viðskiptavini.
Voru þeir með smá opnunarhátíð síðasta föstudag, sem heppnaðist afskaplega vel, mjög góðar veitingar, skemmtileg hljómsveit, ljóðaupplestur og lítil boðflenna kom sem vakti mikla ánægju og athygli yngstu veislugestanna.
Smelli ég sömuleiðis inn nokkrum myndum í albúm af nýju stöðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gamlir menn eru svo krúttlegir........
26.3.2009 | 09:35
Erla mín kom með þessa tilkynningu í gær, ég skaust með hana inn í Skólavörubúðina áður en ég fór að skúra..... þegar við förum út - situr gamall maður í bíl beint fyrir utan..... hún vinkar honum - snýr sér síðan að mér og segir: Mér finnst gamlir menn svo krúttlegir - með svona strik í andlitinu - og líka gamlar konur......
Æ.... hún er eitthvað svo skemmtileg þessi stelpa
Nýjasta gæluorð hennar - um okkur foreldrana - er að við erum "svínagrísir" - þú ert svo mikill svínagrís - segir hún - tekur utan um mann og knúsar....... hugmyndaflugið í henni er ansi auðugt... vona að það haldist þannig....... út lífið.
Hún er farin að syngja í kór - 6-7 ára barna í kirkjunni - hún og Hrefna vinkona hennar vildu prófa - og finnst þeim voða gaman. Eiga að syngja í messu næsta sunnudag í Borgarskóla. Allar fengu þær kjóla á síðustu æfingu - og tilhlökkun hjá dömunni.
Smurstöðin (Smurstöðin Stórahjalla) - er loksins að flytja, síðasti dagur í dag er á gamla staðnum - sem er nú dálítið skrítið - hafa verið á sama stað í 34 ár.
Nýi staðurinn er á Dalvegi 16a - við hlið hinnar geysivinsælu heimilisvöruverslunar "Amor" - beint á móti Europris - og hinumegin við Dalveginn er Sorpa...... stöðin er ekkert smá flott hjá þessum elskum - opnunarhátíð verður hjá þeim á morgun - þannig að nóg verður að gera hjá þeim - að klára að flytja og "sjæna" allt saman. Vona að verði brjálað að gera hjá þeim - enda fara þeir að taka aðeins meira en þeir gerðu...... smærri viðgerðir.
Læt þetta duga í þetta skiptið
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.3.2009 kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lag dagsins....... með Tvíhöfða....
6.3.2009 | 11:52
.... ég var að hlusta á þetta lag í bílnum í gær á iPodinum - aftur og aftur - og aftur...... Erlu minni finnst það afar skemmtilegt..... ....eins gott að hún skilji ekki textann.... segi ekki meir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggleti....
4.3.2009 | 20:05
.... jamm hún hrjáir mig víst - er reyndar talsvert á "Fésbókinni" góðu - sem er hinn mesti tímaþjófur - þó skemmtilegur.
Annars er allt gott af okkur að frétta, Smurstöðin fer að flytja - dregst alltaf eitthvað - átti að vera í byrjun febrúar - en sennilega ekki fyrr en um miðjan mars. Nýi staðurinn er afskaplega fínn - en þá er að reka strákana í að hafa hreinlegt...... en er ekki erfitt að kenna gömlum hundum að sitja - Ingi getur e.t.v. farið í þessa líku fínu verslun sem er við hliðina á nýja staðnum - og fjárfest í einni góðri svipu eða svo.......
Mamma er enn óttalega slöpp, og fór á Sunnuhlíð í gær, ekkert alltof sátt með það, vonandi að hún verði ánægð þegar hún venst þessari breytingu.
Erla er sjúk í að leika - alla daga við vini sína - sem er afskaplega jákvætt. Hún og Hrefna besta vinkona hennar ætla að prófa að fara í barnakórinn í Grafarvogskirkju - það verður áreiðanlega gaman hjá þeim ...núna eru allir svo miklar rúsínur - eða rúsínubollur í hennar augum - og er hún stundum ansi fyndin þessi skotta. .....hún er þó allavega hætt að tala um hvað allir séu mikil rassgöt!
Nóg að gera í vinnunni, árshátíð á næsta leiti, sem haldin verður í Vodafonehöllinni......... klassastaður .......og næsta föstudagskvöld ætlum við sytur að hittast, kjafta saman um landsins gagn og nauðsynjar.... og kannski að fá okkur aðeins í tána........ það verður fínt.
Læt þetta duga í þetta skiptið - má ekki alveg gleyma mér í "fésbókarheiminum"- og verð að setja hér inn eina og eina færslu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver vill sjá Davíð Oddsson í sturtu ??
5.2.2009 | 13:35
..... börnin hafa eyru.......
Við Ingi vorum að tala saman í gærkvöldi - og heyrðist í okkur "Fólkið vill fá Davíð Oddsson í burtu"..... þá hafði Andri heyrt lauslega í okkur - og kallaði "ha.... hver vill sjá Davíð Oddsson í sturtu" ????
....... maður hefði nú getað fléttað eitthvað krassandi - út frá þessari misheyrn - verða ekki kjaftasögurnar til á þann veg....
.... börnin heyra það sem þeim finnst spennandi...... ef ég hefði sagt að Andri hefði þurft að taka til - þá hefði hann ekki "heyrt" í okkur.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Lækning á ótrúlegustu hlutum......
4.2.2009 | 11:12
Fékk þetta sent til mín - vakti forvitni mína - ákvað því að setja hér inn.
Assgoti verð ég orðin flott í vor - mjó og ungleg, bólulaus með ofurheyrn og hætt að freta !
Þetta verður keypt í massavís á leiðinni heim í dag
Ingi minn - nú fer ég að gefa þér kaffi með hungi og kanil - við verðum líka svo langlíf..... troðandi þessu í okkur !
Hunang og kanill.
Staðreyndir um Hunang (Pure Honnig) og Kanil: Það er staðreynd að sambland af hunangi og kanil læknar flesta sjúkdóma. Hunang er framleitt í flestum löndum heims. Vísindamenn samþykkja hunang eins og áhrifamikið meðal gegn alls konar sjúkdómum. Hunang má nota án nokkurra hliðarverkana gegn hverskonar sjúkdómum. Vísindamenn segja að þó svo hunang sé sætt þá hafi það ekki áhrif á sykursjúka, ef það er tekið í réttum skömmtum. Eftirfarandi hefur verið gefið út í Kanada eftir að vísindamenn hafa rannsakað áhrif af inntökum hunangs og Kanils.
Hjartasjúkdómar.Hrærið saman hunangi og kanil og notið á brauð í saðinn fyrir Jelly eða sultu og borðið reglulega í morgunverð. Það dregur úr kolesterol í slagæðum og dregur úr hættu á að sjúklingar fái hjartaáfall. Þeir sem þegar hafa fengið hjartaáfall geta með þessari aðferð dregið mjög mikið úr því að fá áfall aftur. Regluleg notkun á ofantöldu dregur úr hættu á að missa andann og styrkir hjartað. Í Ameríku og Kanada hafa mörg sjúkraskýli læknað sjúklinga með góðum árangri og staðreynd er að eftir því sem aldurinn færist yfir þá tapa æðar sveigjanleika sínum og eiga á hættu að stíflast; Hunang og kanill endurlífga slagæðar og blóðæðar.
Liðagigt
Liðagigtarsjúklingar ættu að taka inn að morgni og kvöldi, einn bolla af heitu vatni með tvær matskeiðar af hunangi og eina litla teskeið af kanil. Ef þetta er tekið inn reglulega getur jafnvel krónisk liðagigt læknast. Nýlegar rannsóknir við Kaupmannahafnarháskóla sýna, að þegar læknar létu sjúklinga taka inn eina matskeið af hunangi og hálfa teskeið af kanil fyrir morgunverð, fundu þeir út, að á einni vikur höfðu 73 sjúklingar af 200 verið læknaðir af verkjum, og á einum mánuði höfðu næstum allir sjúklingar sem gátu ekki gengið vegna liðagigtar, náð að ganga án verkja.
Blöðrusjúkdómar.Hrærið tvær matskeiðar af kanil og eina teskeið af hunangi? í glas af volgu vatni og drekkið þetta. Það eyðir sýklum í þvagblöðrunni.
Kólesteról.Tvær matskeiðar af hunangi og þrjár teskeiðar af kanil hrært út í hálfum líter af tevatni sem kólesterol sjúklingur drakk, lækkaði kólesteról í blóðinu um 10 % á tveimur klukkustundum.Liðagigtarsjúklingur sem drekkur svona þrisvar á dag læknast alveg af króniskum kólesteról sjúkdómi. Samkvæmt upplýsingum úr skýrslum, dregur dagleg inntaka af hunangi (Pure Honnig) með mat úr kólesteról sjúkdómum.
Kvef.Sjúklingar með kvef ættu að taka inn eina matskeið af volgu hunangi og einn-fjórða matskeið af kanil, daglega í þrjá daga. Þessi inntaka mun lækna króniskan hósta, kvef og kuldahroll.
Magaverkir.Hunang og kanill tekið inn daglega læknar maga-verki og græðir magasár frá rótum sársins.
Loft.Rannsóknir sem hafa verið gerðar í Indlandi og Japan, hafa leitt í ljós að inntaka af hunangi og kanil dregur úr vindgangi.
Ónæmiskerfið.Dagleg inntaka af hunangi og kanil styrkir ónæmiskerfið og ver líkamann fyrir bakteríum . Vísindamenn hafa sannað að í hunangi eru mörg vítamín og járn í miklu magni. Notkun að staðaldri styrkir hvítu blóðkornin til þess að vinna á móti bakteríum.
Meltingartruflanir.Kanil sáldrað ofan á tvær matskeiðar af hunangi og borðað á undan máltíð dregur úr sýrumyndun og hjálpar meltingu.
Influensa.Vísindamenn á Spáni hafa sannað að hunang inniheldur náttúruleg efni sem vinnur á flensu-veirum og ver fólk við flensusjúkdómum.
Langlífi.Te með hunangi og kanil sem er drukkið reglulega seinkar öldrun. Setjið fjórar matskeiðar af hunangi og eina matskeið af kanil í þrjá bolla af vatni og sjóðið eins og væri te. Drekkið ¼ bolla þrisvar til fjórum sinnum á dag. Það hefur góð áhrif á húðina og dregur úr öldrun, jafnvel svo að einstaklingur lítur út fyrir að vera yngri en hann er.
Bólur.Þrjár matskeiðar af hunangi og ein teskeið af kanil hrært saman. Berið þetta á bólurnar fyrir svefn og þvoið af næsta morgun með volgu vatni. Ef þetta er gert daglega í tvær vikur munu bólur hverfa frá rótum.
Húðsýking.Ef þú hrærir jafn mikið af hunangi og kanil saman og smyrð á sýkta bletti þál æknast útbrot, sveppasýking og allskonar húðsjúk-dómar.
Yfirþyngd.Drekkið hunang og kanil sem er soðið í einum bolla af vatni, daglega hálftíma fyrir morgunverð á fastandi maga, og á kvöldin. Ef þetta er drukkið reglulega, þá léttir það jafnvel feitasta fólk. Þetta kemur einnig í veg fyrir að fita geti safnast á líkamann jafnvel þó viðkomandi borði mikið kaloríuinnihald.
Krabbamein.Nýlegar niðurstöður í Japan og Ástralíu hafa leitt í ljós að maga- og beinkrabbamein á háu stigi hefur verið læknað með góðum árangri. Sjúklingar sem þjást af slíku krabbameini ættu að taka inn eina matskeið af hunangi og eina teskeið af kanil þrisvar á dag í einn mánuð.
Þreyta.Nýlegar niðurstöður haf sýnt að sykurmagn í hunangi er uppbyggilegra heldur en skaðlegt styrk líkamans. Aldraðir, sem taka inn hunang og kanil í jöfnum skömmtum eru miklu meira vakandi. Dr. Milton, sem hefur gert svona rannsóknir, segir að hálf matskeið af hunangi og teskeið af kanil hrært út í glas af vatni, drukkið að morgni og aftur síðdegis þegar þrek líkamans byrjar að minnka, mun auka þrekið til muna á einni viku.
Heyrnartap.Hunang og kanill í jafnstórum skömmtum tekið inn að morgni og kvöldi skerpir heyrnina. Munið þegar við vorum börn? Þá fengum við ristað með ekta smjöri og kanil ofan á.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tanja Sif orðin 15 ára.....
1.2.2009 | 15:04
Til hamingju með afmælið elsku fallega og yndislega stelpan mín
Mér finnst nú ekki vera komin 15 ár síðan þú komst í heiminn.
Set sömuleiðis inn tvær gamlar af þeim systkinum...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þú ert svo mikið rassgat - og kynfræðsla
22.1.2009 | 14:43
Erla segir við okkur foreldra sína í tíma og ótíma "þú ert svo mikið rassgat" - getur verið frekar vandræðalegt í margmenni í Kringlunni - reyndi á það s.l. helgi - Tanja var að líta eftir afmælisgjöf fyrir sig frá ömmu sinni og afa - ég stóð inni í verslun - þegar Erla lyftir upp kápunni minni - leggur lófana á rassinn - og segir upphátt......."þú ert svo mikið rassgat" .......ég glotti nú barasta þegar ég tók eftir að rétt við hlið okkar stóð maður að fylgjast með þessu hátterni dóttur minnar - æ hún er svo mikill kjáni...... yndislegur kjáni
.....kynfræðsla......
Var að heyra ansi skemmtilega sögu hjá vinnufélaga - hvort hún er sönn eður ei - skiptir ekki máli - hún er bara fyndin !
Vinkona hennar fékk "kynfræðslu" frá mömmu sinni þegar hún var orðin 19 ára - kellingin hefur sennilega ekki kunnað við að bíða lengur með að fræða dóttur sína um alvöru lífsins.......
.......hún fór afar fljótlega og ónákvæmt yfir þessa hluti með dótturinni - en endaði á að segja við hana........ passaðu þig á að fá aldrei fullnægingu - þú verður feit af henni !
Algjör snilld
Erla búin að ákveða hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór.....
10.1.2009 | 22:21
..... hún tilkynnti mér það í dag. Ekki búðarkona, ekki snyrtidama, ekki læknir eða lögfræðingur - nebb - hún ætlar að vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur! ......ég er ekki að grínast
Hún ætlar nefnilega að vera í mjög þægilegri og stuttri vinnu - og ímyndar sér að þessi vinna sé þannig - hún ætlar nefnilega að mæta alltaf í vinnuna - slökkva - eða kveikja á öllum ljósastaurunum - og fara síðan aftur heim.......
.....ekki veit ég afhverju hún fékk þessa hugdettu - en hún er svo fyndin og yndisleg - þessi litla skotta.......
Helvítis fokking fokk !!!
2.1.2009 | 15:43
Ég hafði mjög gaman af skaupinu - auðvitað var það hálf kvikindislegt á köflum - en ég hafði gaman af því.
Væri alveg til í að sjá það aftur
Ætli fyrirsögnin verði ekki næsti "frasi" hjá unglingunum...............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)