Ég óska öllum gleðilegs árs

Búin að vera frekar löt í blogginu, en það er bara þannig. 

Nóg að gera í vinnu sem og á stóru heimili.

Jólin liðu allt of fljótt, heima á aðfangadag og jóladag, á öðrum í jólum vorum við 22 í mat hérna, hrátt naut í forrétt, lamb í aðalrétt og eftirréttaúrval á eftir, allt heppnaðist afar vel og mjög gott að éiga 2 frídaga eftir..... verð að segja að´eftir svona veislu - dýrka ég uppþvottavélina (ok ok dýrka hana svo sem alltaf).

Brjáluð vinna hjá mér og þessa 2 vinnudaga milli jóla og nýárs var ég að vinna frameftir til 22 annan daginn en 23 hinn daginn.  Það var þó í góðu lagi - var þó orðin hálf heiladauð og augun að verða "skjá"-laga eftir þetta.

Í gær fórum við í mat til Kidda og Möggu - tengdó komu einnig, afar góður matur hjá okkur - og smá "tertuúrval" - til að sprengja - engan vegin þó í líkingu við það sem áður hefur verið.

Erla var orðin frekar þreytt á þessum skotum - og rétt eftir miðnætti bað hún mig að koma inn með sér, hún væri búin að sjá öll ljósin - þetta væri eiginlega allt eins......

Erla plataði pabba sinn með sér í barbíleik í gær, - þó kom undarleg setning frá Inga í þessum leik.  Ein barbídúkka var með barn í maganum - Erla var búin að taka barnið - en vildi koma því aftur á réttan stað - og bað pabba sinn að hjálpa, þá sagði Ingi svo snilldarlega "ég kann ekkert að setja barn í magann" !!!!!!!  -ég leit á hann - og spurði hvort hann kynni það virkilega ekki - ég hefði nú allt aðra reynslu af því !  -  Hann glotti nú til mín - þegar hann fattaði hvað hann hafði sagt!

Dagurinn í dag var hálfgerður letidagur, sofið frameftir - ég heimsótti reyndar mömmu - og var Hrabba hjá henni á sama tíma.  Ég ákvað að elda bita af hamborgarhrygg sem var til - og ætlum við að eyða kvöldinu í algjörri leti -´finna DVD mynd til að liggja yfir - áður en rúmið tekur við.

Þó er ljúft að þurfa aðeins að vinna í einn dag - síðan er komin helgi.

Gleðilegt ár allir saman - megi nýja árið verða gæfuríkt og fullt af skemmtilegheitum fyrir ykkur öll !

 


Skóinn út í glugga í kvöld......

Já, fyrsti jólasveinninn kemur víst í nótt...... og er spenningur hjá litlu músinni   InLove

Börnin mín hafa alltaf hlakkað til þessa dags - frekar þó held ég út af því að skórinn fer í gluggann í kvöld - ekki út af því að ég á "afmæli" - hmmm........

Margir búnir að syngja fyrir mig í dag - bæði familían og vinnufélagar - mjög gaman Smile

Jólahlaðborð var í vinnunni í dag - þannig að allir borðuðu á sig gat - eingöngu mér til heiðurs - reyndar kom einn upp til mín - hann er langur og mjór alveg eins og I  í laginu - en í dag leit hann út eins og Þ gerði það bara fyrir mig  LoL

Ingi ætlar að elda eitthvað gott fyrir mig í kvöld - og dekra við mig út í eitt....... - þannig að ég verð eins og Prinsessan á bauninni í aaaaalllllllt kvöld - ætla að njóta þess í tætlur  Kissing

 


Jóla.... jóla... jóla.....

.....skap færist yfir mann - enda var mín afar dugleg um helgina að gera fínt heima - skreyta og baka - óje Wink

Vinnan er flutt upp í Urðarhvarf - þannig að nú er ég afar fljót í og úr vinnu - líst mjög vel á mig - stórt og bjart - sakna þó gamla staðarins.......

Held ég verði að smella inn einu jólalagi -  Kissing  ....klikka ekki á því

 


19 dagar til jóla....... OMG !

Af hverju í ósköpunum er tíminn svona fljótur að líða - hefur einhver skýringu ?

Annars þá er síðasti dagurinn minn í Borgartúninu í dag - er að flytja upp í Urðarhvarf - eða "Mannshvarf" eins og sumir innanhúss húmoristar segja LoL - 8 hæða ferlíki - og ætli verði ekki margir sem hverfa í sitt horn !  Var í gær að pakka niður í vinnunni - og flyt á eftir - aðeins styttra verður í vinnuna að heiman  - en ég mun sakna þess að vera ekki í Borgartúninu.  Verkstæðisstrákarnir héldu "kvennfélags"-kveðjukaffi fyrir okkur áðan - og felldu tár - hins vegar hélt "Georg" ekki ræðu fyrir okkur - og kannaðist ekki við að vera formaður "kvennfélagsins"....... LoL - vildi ekki láta líkja sér við "Bjarnfreðarson" - nafna sinn....... hahaha...

Annars þá er Andri - litla barnið mitt farið að sækja ökutíma - hin ofur rólega Þórlaug fór með hann í ökuferð í fyrrakvöld og gekk vel - Ingimundur æsti treysti sé ekki að fara með drenginn - hann hefði keyrt á fyrsta ljósastaur með hann sem "leiðbeinanda" ! - nei kannski ekki - en Ingi sagði að væri mun sniðugra að senda mig með hann - held að það sé alveg rétt hjá honum Smile

Ætla að reyna að vera ofur húsmóðurleg þessa helgi - svona til tilbreytingar - baka piparkökur og jafnvel að reyna að baka laufabrauð....  Smile  ...kemur í ljós hvernig það gengur. 

Í kvöld erum við Ingi að fara á jólahlaðborð með hans vinnu - förum í Humarskipið, aldrei áður farið þangað - verður gaman að prófa þann stað.

Ætli ég verði ekki halda mig við að smella inn einu jólalagi í dag, lagið er með hljómsveit sem heitir Weezer, heitir "Christmas song" - og já ég er hrifin af þessu lagi.


Hver man ekki eftir þessu lagi?

Var mjög vinsælt þegar ég var algjört unglamb og falleg...

 Nú er ég víst aðeins ung ........ og falleg Joyful

Ég er alltaf skotin í þessu lagi - og Tanja heldur að þetta sé sitt uppáhaldsjólalag Smile   .....annars eru til afskaplega mörg jólalög sem ég er hrifin af - en einnig er til alveg hræðilega mikið af leiðinlegum jólalögum.... smekkur manns er misjafn - sem betur fer - en hér kemur lagið:


Styttist í jólin.......

........ það er víst nokkuð ljóst að þau verða komin áður en við vitum af.

Annars er allt gott af okkur að frétta, afmælishöld voru um þessa helgi og heppnaðist afskaplega vel, góð mæting og gaman að fá alla í heimsókn.  Veitingum gerð góð skil og allir fóru heim sælir og glaðir Smile 

Fjölskylduafmælið var á laugardag - síðan hélt fjörið áfram og bekkurinn mætti á sunnudag, voru þau afskaplega góð þessar elskur, fóru í pakkaleik, setudans og allir fengu verðlaun - þannig að þau fóru öll sátt heim til sín, enduðu á að teikna og lita - ótrúlega góð - þau  horfðu reyndar á "Mamma Mia" myndina með öðru auganu.

Sindri Snær bekkjarbróðir Erlu fór þó ekki heim til sín fyrr en kl. 20:00 - en afmælið var búið kl. 17:00 - þau Erla voru að leika sér á fullu - og vildi Erla endilega setja Barbie mynd á fyrir þau - hann var ekki alveg til í það LoL  - hún sagði við hann að þetta væri alveg líka strákamynd - hún væri um 2 stráka sem væru skotnir í 2 stelpum - en þær vissu ekki strax að þeir væru skotnir í þeim....... Smile  -hún skildi ekki afhverju hann hafði ekki áhuga á að horfa á það !

Ég tók síðan jólaskrautið, og fór að setja smá upp - Sindri vildi ekkert fara heim alveg strax - var mjög forvitinn að hjálpa að taka upp úr kössunum og sjá hvað við settum upp.

En þar sem jólin eru alveg að detta inn, er þá ekki tilvalið að skella inn einu jólalagi.  Þetta lag er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér, e.t.v. ekki það jólalegasta - en ég elska þetta lag. 

Fairytale of New York með "Pogues og Kirsty MacColl, vona að þið hafið jafngaman af þessu lagi og ég Joyful


Bestu hlutirnir kosta oft minnst........

... sé maður svo heppin að vera vel giftur - þá er hægt að stunda svona skemmtilegheit - næstum því hvar sem er - hvenær sem er - ..... og er alltaf jafn a........ gott Wink

 


mbl.is Spara pening með auknu kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elskurnar mínar eiga afmæli í dag.......

Ingi og Erla eru afmælisbörn dagsins - þessar elskur.

Erla átti nú dálítið erfitt með að fara að sofa í gærkvöldi - var frekar spennt, bæði yfir sínum afmælisdegi - vitandi af pakka sem hún mætti opna þegar hún færi á fætur - en einnig var hún afar spennt yfir pakkanum sem hún ætlaði að rétta pabba sínum í morgun.

Afmælisbörnin yndislegu

Til hamingu með daginn yndislegu elskurnar mínar InLove

 Fyrir utan það að Erla fæddist á afmælisdegi Inga, þá trúlofuðum við Ingi okkur á þessum degi 1986 og Andri var sömuleiðis skírður á þessum degi fyrir 16 árum.

 


Skemmtileg stjörnuspá

Fékk þetta sent í gær - og hafði gaman af........

ARIES - The Aggressive

Outgoing.  Lovable.  Spontaneous.  Not one to mess with.  Funny.  Excellent kisser EXTREMELY adorable.  Loves relationships, and family is very important to an Aries.  Aries are known for being generous and giving. Addictive.  Loud.  Always has the need to be 'Right'.  Aries will argue to prove their point for hours and hours.  Aries are some of the most wonderful people in the world.


TAURUS - The Tramp

Aggressive.  Loves be! ing in long relationships.  Likes to give a good fight.
Fight for what they want.  Can be annoying at times, but for the love of attention.  Extremely outgoing.  Loves to help people in times of need.  Good kisser.  Good personality.  Stubborn.  A caring person.  They can be self centered and if they want something they will do anything to get it.  They love to sleep and can be lazy.  One of a kind.  Not one to mess with.  Are the most attractive people on earth!




GEMINI - The Twin

Nice.  Love is one of a kind.  Great listeners Very Good at confusing people... Lover not a fighter, but will still knock you out.  Gemini's will not take any crap from anyone.  Gemini's like to tell people what they should do and get offended easily.  They are great at losing things and are forgetful!  Gemini's can be very sarcastic and childish at times, and are ve ry nosey.
Trustworthy.  Always happy.  VERY Loud.  Talkative.  Outgoing VERY FORGIVING.  Loves to make out.  Has a beautiful smile.  Generous.  Strong. THE MOST IRRESISTIBLE.



CANCER - The Beauty

MOST AMAZING KISSER.  Very high appeal.  A Cancer's Love is one of a kind. Very romantic.  Most caring person you will ever meet in your life.  Entirely creative Person, most's are artists and insane respectfully speaking.  They perfected sex and do it often.  Extremely random.  An Ultimate Freak. Extremely funny and is usually the life of the party.  Most cancers will take you under their wing and into their hearts where you will remain forever. Cancers make love with a passion beyond compare
Spontaneous.  Not a Fighter, But will kick your ass good if it comes down to it.  Someone you should hold on to!




LEO - The Lion

Great talker.  Attractive and passionate.  Laid back.  Usually happy, but when unhappy tend to be grouchy and childish.  A Leo's problem becomes everyone's problem.  Most Leos are very predictable and tend to be monotonous.  Knows how to have fun. Is really good at almost anything. Great kisser.  Very predictable.  Outgoing.  Down to earth.  Addictive. Attractive.  Loud.  Loves being in long relationships.  Talkative.  Not one to mess with.  Rare to find.  Good when found.





VIRGO - The One that Waits

Dominant in relationships.  Someone loves them right now.  Always wants the last word.  Caring.  Smart.  Loud.  Loyal.  Easy to talk to.  Everything you ever wanted.  Easy to please.  A pushover.  Loves to gamble and take chances.  Needs to have the last say in everything.  They think they know everything and usually do.  Respectful to others but you will quickly lose their respect if you do something untrustworthy towards them and never regain respect.  The do not forgive and never forget the one and only.




LIBRA - The Lame One

Nice to everyone they meet.  Their Love is one of a kind.  Silly, fun and sweet.  Have own unique appeal.  Most caring person you will ever meet! However, not the kind of person you want to mess with... you might end up crying...  Libras can cause as much havoc as they can prevent.  Faithful friends to the end.  Can hold a grudge for years. Libras are someone you want on your side.  Usually great at sports and are extreme sports fanatics. Kinda dumb at times.





SCORPIO - The Addict

EXTREMELY adorable.  Loves to joke.  Very Good sense of humor.  Will try almost anything once.  Loves to be pampered.  Energetic.  Predictable. GREAT kisser.  Always get what they want.  Attractive.  Loves being in long relationships.  Talkative.  Loves to party but at times to the extreme.  Loves the smell and feel of money and is good at making it but just as good at spending it!  Very protective over loved ones.  HARD workers.  Can be a good friend but if disrespected by a friend, the friendship will end.  Romantic. Caring.



SAGITTARIUS - The Promiscuous One

Spontaneous.  High appeal.  Rare to find.  Great when found.  Loves being in long relationships.  So much love to give.  A loner most of the time.  Loses patience easily and will not take crap.  If in a bad mood stay FAR away.  Gets offended easily and remembers the offense forever.  Loves deeply but at times will not show it feels it is a sign of weakness.  Has many fears but will not show it.  VERY private person.  Defends loved ones will all their abilities.  Can be childish often.  Not one to mess with.  Very pretty.  Very romantic.  Nice to everyone they meet.  Their Love is one of a kind.  Silly, fun and sweet.  Have own unique appeal.  Most caring person you will ever meet!  Amazing in bed..!!!   Not the kind of person you want to mess with- you might end up crying.





CAPRICORN - The Passionate Lover

Love to bust.  Nice.  Sassy.  Intelligent.  Sexy.  Grouchy at times and annoying to some.  Lazy and love to take it easy.  But when they find a job or something they like to do they put their all into it.  Proud, understanding and sweet.
Irresistible.  Loves being in long relationships.  Great talker.  Always
gets what he or she wants.  Cool.  Loves to win against other signs especially Gemini's in sports.  Likes to cook but would rather go out to eat at good restaurants.
Extremely fun.  Loves to joke.  Smart.





AQUARIUS - Does It In The Water

Trustworthy.  Attractive.  Great kisser.  One of a kind, loves being in
long-term relationships.  Can be clumsy at times but tries hard.  Will take on any project. Proud of themselves in whatever they do.  Messy and unorganized.   Procrastinators.  Great lovers, when their not sleeping. Extreme thinkers.  Loves their pets usually more then their family.  Can be VERY irritating to others when they try to explain or tell a story. Unpredictable.  Will exceed your expectations.  Not a Fighter, But will Knock your lights out.




PISCES - The Partner for Life

Caring and kind.  Smart.  Center of attention.  Messy at times and irresponsible!  Smart but lazy.  High appeal.  Has the last word.  Good to find, hard to keep.  Passionate, wonderful lovers.  Fun to be around.  Too trusting at times and gets hurt easily.  Lover of animals.  VERY caring, make wonderful nurses or doctors.  They always try to do the right thing! Sometimes get the short end of the stick.  They sometimes get used by others and hurt because of their trusting.  Extremely weird but in a good way.  Good Sense of Humor!!!  Thoughtful.  Always gets what he or she wants.  Loves to joke.  Very popular. Silly, fun and sweet.  Good friend to other but need to be choosy on who they allow their friends to be.


Tími til kominn.......

.... að blogga örlítið, búin að vera hálf löt við það - nóg að gera alltaf hreint á stóru heimili.

 Við systur fórum í sumarbústað um þarsíðustu helgi, ég blikkaði tengdaforeldra mína - sem eru náttúrulega yndislegust Smile - og fengum við bústaðinn þeirra lánaðan.

Lögðum af stað eftir hádegi á föstudegi - með fullan pallbíl af áfengi - og sushi..... (sem Ingi öfundaði mig geeeeeðveikt mikið af Whistling )  - ásamt sundfötum, skemmtilegri tónlist, naglasnyrtidæmi alls konar - og  úttroðnum snyrtitöskum af allra handa yngingarkremum..... eins og við þyrftum á því að halda........Shocking  en það sakar allavega ekki Joyful

Við höfðum það afskaplega gott, ekkert svo kalt - og potturinn varð á endanum vel heitur og góður, vorum við afar penar, skandöluðumst ekkert - hlupum ekki um naktar - til að hrella nágrannana - nebb...... höguðum okkur eins og eðalskvísur gera!    Hefðum í raun verið til í mun lengri tíma saman, ætluðum að gera ótalmargt.... en tíminn flýgur alltaf hreint á ógnar hraða Smile 

Síðasta föstudagskvöld var ég á smá vinnudjamm - aðeins við skvísurnar - og var afskaplega gaman.  Fórum í Kramhúsið þar sem "Kúbverskur sjarmör" að nafni Juan..... kenndi okkur að dansa "Salsa"  .......neeei hann var lítill og ljótur - annað en "hönkið" sem beið eftir mér heima.... þó svo hann dansi ekki salsa Kissing  

Við fórum síðan út að borða á Vegamót - mikið kjaftað - hlegið og nutum við tímans saman, enduðum síðan í partýi heima hjá Siggu og Svenna - en þau búa í Skugganum (ég er búin að þekkja þau í yfir 20 ár....... vann hjá þeim á Radíóstofunni hér í gamla daga - eru þau alltaf jafn yndisleg Wink ).

Ég var afar pen í drykkjunni - þannig að ég var í góðum gír á laugardeginum - heimsótti mömmu og hjálpaði henni með ýmsa hluti.  Helginni var síðan eytt við hina ýmsustu iðju með fjölskyldunni.

........ ég er meira að segja farin að fá smá "jólafiðring" í magann...... þau verða komin áður en við vitum.......  Mig langar til að prófa að baka laufabrauð, og er ein sem vinnur með mér búin að bjóðast til að lána mér e-a laufabrauðsgræju - ég verð að þiggja það - og plata familíuna í að baka með mér.... gæti orðið mjög skemmtilegt.

Erlu og Inga afmæli nálgast óðfluga.... þann 28. nóv. og er Erla farin að bíða spennt - ætlar að bjóða öllum bekknum - og ég á að baka þetta - gera þetta - kaupa flotta diska og glös........ æ.... hún er svo spennt þessi yndislega skotta....... InLove

Nóg í þetta skipti....... blogga fljótlega aftur

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband