Færsluflokkur: Bloggar
Ef ykkur leiðist.......
7.3.2008 | 21:41
.... þá er hér ágætis afþreying.
Var að skemmta mér við að athugahvaða stjörnum fjölskyldumeðlimirnir líkjast - og komu niður stöður dálítið á óvart,
Díana prinsessa, Angelina Jolie, Brad Pitt, Tom Cruise, Rutger Hauer, Alicia Silverstone, John Travolta
Það skiptir ansi miklu máli hvaða mynd er send, sama manneskja getur líkst afskaplega ólíku fólki.
Hér er slóðin - þið þurfið aðeins að setja inn mynd af ykkur og þá "match-ar" vélin ykkur saman við fræga manneskju......... hverjum líkist þú... ???
http://www.myheritage.com/celebrity-face-recognition?collage=1
Það er alveg hægt að gleyma sér í þessu - Góða skemmtun.
p.s. Sindri kom út sem Angelina Jolie og Erla kom út sem Brad Pitt - Ingi kom út sem Tommi Krús - ég er að sjálfsögðu "Díana aðalkona" - Andri var Rutger Hauer og Tanja sem Alicia Silverstone
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til umhugsunar...
14.2.2008 | 21:31
Ég fékk þetta sent til mín í dag - og vekur mann aðeins til umhugsunar:
Að hugsa um börn eins og snjókorn
Lítið snjókorn fellur á jörðina.
Annað snjókorn fellur við hlið þess.
Enn eitt fellur og mörg fylgja á eftir.S
érhvert er frábrugðið, hefur sína eigin lögun og stærð,
en hvílík fegurð í hverju og einu!
Þau fela í sér svo mikla dulúð.
Við verðum að gæta þess að hvert og eitt nái að glitra.
Eitt er ekki fallegra en annaðÞau eru öll einstök, sérstök og stórfengleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Goldfrapp...
2.2.2008 | 09:19
.... var að setja inn lag á lagalistann minn - með Goldfrapp - hlustið endilega á það - ok... mér finnst það mjög flott.... lagið heitir Lovely head...
Annars þá var mágur minn í aðgerð á hné í vikunni - og vorum við að tala um það í bílnum í gær, börnin spurðu hvers vegna hann hefði þurft að fara í þessa aðgerð - við sögðum þeim að annað hnéð á honum hefði alltaf snúið vitlaust.......... - það kom frekar fyndinn svipur á þau... gæti samt verið fyndið atriði í bíómynd - hvernig ætli þannig manneskju gangi að hljóla..... ef annað hnéð snéri vitlaust - áfram - bremsa - áfram - bremsa... hahaha.... bara að pæla...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún á afmæli í dag........
1.2.2008 | 10:35
.... Tanja Sif "stóra stelpan" mín er 14. ára í dag
Til hamingju með daginn elsku fallega og yndislega stelpan mín....
Hún ætlar síðan að halda afmælispartý fyrir vinina á morgunn - stanslaust stuð fyrir þau...... hmmm kannski ekki gömlu hjúin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sit núna.....
24.1.2008 | 22:26

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef ykkur leiðist..........
24.1.2008 | 10:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var að setja inn nokkrar myndir.....
23.1.2008 | 21:18
..... og er að bíða eftir kaffinu sem ég var að setja af stað - fínt fyrir svefninn - því sterkara - því betra - sef eins og ungabarn eftir góðan kaffibolla - kannski er ég skrítin - en þetta er bara svo fj.... gott.
Annars þá er allt gott af okkur að frétta, ég er þó eins og undin tuska eftir leikfimina - en það er þó gott að vita að þetta er að hafa áhrif. Afskaplega lítill hópur sem ég er í - aðeins 5 - með mér - þannig að maður fær alla þá athygli frá þjálfaranum sem hægt er - brilljant.
Fór til mömmu beint eftir vinnu og hjálpaði henni að þvo henni um hárið, stoppaði í kjafti og kaffibolla - hún hefði helst viljað hafa mig lengur - var farin að lesa ástarljóð fyrir mig - þegar ég varð að rjúka - sagðist myndi eyða lengri tíma hjá henni í næsta skipti.
Hugsa sér að vera orðinn þetta mikið ein - eiginmaður til margra ára nýdáinn - og eftir situr hún með hugsanir - og upprifjanir um gamla daga og ljúfar stundir - alla daga - enda fannst mér hún aðeins klökkna þegar hún las eitt ljóð fyrir mig - sem henni fannst svo fallegt - hefur kannski minnt hana á ástarfund hennar og pabba - eða þá að pabbi hafi lesið þetta ljóð fyrir hana - en hann var alltaf vanur að lesa eitthvað fyrir hana á kvöldin þegar þau voru komin í rúmið - hvort það voru ástarljóð - eða Bör Börsson - fjölbreytnin var allavega þó nokkur.
Ég var að setja inn eitthvað af myndum rétt áðan. Frá síðasta laugardagskvöldi - en þá hittumst við systur. Tanja fór með mér og Stefanía með Öddu, en Hákon og Hinrik voru heima hjá sér - þannig að þau léku sér eitthvað saman
Við systur hittumst hjá Hröbbu síðasta laugardagskvöld, ég var komin um kl. 17:00 og vorum við hjá henni fram yfir miðnætti. Ýmislegt spjallað um heima og geyma - eins og systur gera sjálfsagt þegar þær hittast. Kampavín og kavíar, krabbasalat - hvítvín - ostar vínber - kaffi og afgangur af jólakonfektinu.
Já, ég er þá búin með kaffibollann minn - og nóg komið af bloggi í bili. Annars þá kom póstkort frá Afríkufaranum okkar í dag - henni Erlu Ósk - prinsessunni - hún er búin að baða sig í fljóti og "kúka" í holu - - Valli var nú búin að hrella hana dálítið - að öll heimsins SKORKVIKINDI byggju í Afríku - hún nefndi þau nú reyndar ekki í póstkortinu - aðeins að hún væri brunninn (sæta blondínan mín ) - með 1000 freknur sem heimamönnum þætti ofur fyndið..........
Nú er ég hætt - góða nótt - dreymi ykkur fallega.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bara aðeins.......
13.1.2008 | 16:00
.... þá eru jólin búin. Skólinn kominn af stað og allt að fara í réttar skorður.
Í gærkvöldi þá fórum við upp að Hafravatni með Kidda og fjölskyldu og kláruðum að skjóta upp frá gamlárskvöldi, frekar kalt - en þetta var þó ekki mikið magn - en maður kann ekki við að skjóta þessu út í bænum.
Erla heimsótti vinkonu sína í gær og var afskaplega gaman hjá þeim. Margeir vinur Sindra var hjá honum í gær, fóru þeir í bíó, síðan með okkur að sprengja - og að lokum gistu þeir.
Tanja var með 6 skólafélaga hjá sér í gær - voru þau að horfa á hryllingsmynd, við gerðumst púkar og hringdum heim í þau (meðan við vorum að sprengja) - og lögðum á - 3 x híhí..... og þegar við komum heim - lögðumst strákarnir á útidyrahurðina og börðu á hana - og skrækirnir sem heyrðust í þeim - var óborganlegur........ segið svo að myndir hafi ekki áhrif á mann.
Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið - Erla er orðin frekar spennt að fá að fara í tölvuna - í´"kúluleikinn".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla....
3.1.2008 | 09:00
Þá er enn eitt árið liðið. Alveg með ólíkindum hvað þessi ár fljúga fram hjá manni - kannski ágætt - manni er þá ekki að leiðast.
En á gamlársdag var Ingi að vesenast með Kidda í flugeldunum langt fram eftir degi, Andri og Tanja voru með þeim en ég var heima með Sindra og Erlu - að hafa matinn til, leggja á borðið, og þess háttar. Matta og Þórdís komu aðeins í heimsókn að sækja eitt stykki tertu - og voru skvísurnar voða glaðar að hittast.
Eftir matinn fórum við yfir til Kidda og Möggu, enda var ætlunin að skjóta upp hjá þeim í þetta skiptið. Ég byrjaði á að kíkja til mömmu - í kaffi, síðan komu Tanja og Erla yfir, spjölluðum við saman í dágóða stund, en fórum síðan yfir um kl. 22:00.
Spregjubræðurnir voru búnir að setja eitthvað á loft - horfðum saman á skaupið - og eftir það var aftur farið út að skjóta. Talsverður vindur var - eins og hægt er að sjá á myndunum sem ég tók.
Við fórum síðan aðeins yfir til mömmu að óska henni gleðilegs nýs árs, en hún var orðin svo þreytt þannig að við drifum okkur heim. Ingi var orðinn hálf tuskulegur - og var kominn með 39 stiga hita.
Nýársdegi var eytt í algjörri leti - ekki farið á fætur fyrr en að nálgast hádegi, sem var ósköp ljúft. Eftir hádegi lagðist ég í rúmið með Erlu og las ég bók fyrir hana. Nóg var eftir af mat frá gamlársdegi, þannig að hann var hitaður upp - ágætt að þurfa ekki að elda - lágum síðan í leti yfir TV. Ingi var ennþá drulluslappur...... þannig að hann verður bara að taka því róleg og ná þessu úr sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá er fríið búið í bili........
27.12.2007 | 21:37
...... en ósköp stutt vinnuvika. En mikið djö... var ég eitthvað tuskuleg í morgun þegar ég fór á fætur - hefði svo sannarleg verið til í að skríða upp í rúm aftur.... en það gengur víst ekki maður er heldur ekki alveg í sínu besta formi eftir allan þennan jólamat - eftirrétti - jólaöl og allt hitt sem jólunum fylgir..... maður er smátíma að ná sér eftir þetta allt saman......
Ingi "bomba" fór á stúfana með Kidda og pabba sínum áðan að skoða hvað þeir ætla að dunda sér við um áramótin - Andri fékk að fara með þeim "sprengjuglöðu" - aðeins að reyna að halda aftur af þeim..... ehemm...... ef það er þá hægt.
Annars þá var planið hjá mér að skríðast snemma í rúmið - með bók - en hérna sit ég "nátthrafninn" að dinglast í tölvunni.......
Ég fékk 3 bækur í jólagjöf "Landsliðsrétti Hagkaupa" - frá Möttu - sennilega er hún að bíða eftir að ég bjóði henni í mat - það kemur að því - síðan fékk ég "Sælkeraferð um Frakkland" - þannig að á næstunni verða franskir réttir í hávegum hafðir á þessu heimili - Ingi hefur miklar áhyggjur af því hvort sé ekki alveg áreiðanlega kjötuppskriftir í þessari góðu bók - ójú - það eru... nokkrar!!
Síðan fékk ég bók, sem ég hef ekkert heyrt um - hún heitir "Yacoubian Byggingin" - og skv. The Guardian er hún talin vera: Besta bók ársins / Dásamleg - innileg og skemmtileg. Það verður gaman að lesa hana. Aftan á henni kemur fram: Töfrandi saga um völd, kynlíf, peninga, kynlíf, stjórnmál, kynlíf, trú, kynlíf, ást og kynlíf...... - nú skiljið þið afhverju ég bara VERÐ..... að lesa hana!! Kannski að þetta orð sem er margtekið fram - hafi bara komið fram einu sinni á bókarkápunni - þið verðið bara að finna út úr því sjálf.....
Jæja, hinir sprengjuóðu fara að koma heim - ég ætla að hita mér kaffi - áður en ég fer í rúmið - þá sofna ég betur.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)