Færsluflokkur: Bloggar
Ykkur til skemmtunar....
19.9.2007 | 12:32
.... set ég inn lýsingar um stjörnumerkin.
Ég gat nú ekki séð neitt sameiginlegt með því sem er sagt um bogmanninn og mig

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið.Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.
Naut (20. apríl - 21. maí: Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.
Tvíburi (21. maí - 20. júní: Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.
Krabbi (21. júní - 23. júlí: Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.
Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.
Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.
Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.
Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.
Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Í gær fór ég í Barbí.....
18.9.2007 | 10:36
.... leik með henni Erlu minni - hvað lætur maður ekki börnin stundum plata sig út í ???
En ég tók til í draslinu hennar um helgina - það er orðið það fínt hjá henni - að hún vill fara að leika í dótinu sínu.
Þannig að í gærkvöldi sátum við 2 saman í afskaplega skemmtilegum "barbí - bratz-dýra" leik - æ- þetta var mjög gaman - versta er að ég veit hvað hún biður mig um að gera í dag þegar leikskólinn er búinn - þetta er fínt í smástund - en ekki dag eftir dag....... þó svo það sé yndislegt að eiga stundir með börnunum.
Annars þá kíkti ég til mömmu í gær - Erla fór með mér þar sem restin var á "fótboltaleikjum" - þegar Erla kvaddi ömmu sína sagði hún við hana "þú ert svo krúttleg amma - ég elska þig" - mamma varð hálf vandræðalega þegar hún sagði þetta við hana - hefur áreiðanlega ekki heyrt þetta sagt við sig í möööörg ár !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Erla fór til löggunnar í dag
13.9.2007 | 13:47
Hún er komin í skólahóp - og í dag átti að fara í heimsókn til löggunnar.
Þau ætluðu að labba út í Spöng og taka þar strætó á Hlemm - og heimsækja Lögreglustöðina - jafnvel að skoða bílana. Hjá 4 ára dömu er þetta heilmikil upplifun. Og þar sem hún er svo mikil skvísa - byrjaði hún í gær að spá í hvaða fötum hún ætti að vera - byrjar snemma !!
Meðan ég útbjó kvöldmat læddist hún inn á baðherbergi og lokaði að sér - ég vissi að hún væri eitthvað að vesenast þar - alveg hljótt....... og stuttu seinna kemur hún fram - búin að laumast í snyrtidótið mitt og gera sig "fína" - hún spurði mig síðan hvort hún mætti mála sig á morgun?
Hún var búin að setja púður á sig - ekkert annað - þetta var mjög vel gert hjá henni - hún var líka vægast sagt mjööööög ánægð með útkomuna. Stóð fyrir framan spegil og sagði "ég er svo sæt" - yndisleg.
Ég sagði við hana að hún væri svo falleg að hún þyrfti ekki að mála sig - og var hún bara sátt við það
Hún elskar að vera fín - fer t.d. í kjól eða pilsi í leikskólann á hverjum degi, skiptir oft um eyrnalokka, og ekki er sama hvað er sett í hárið á henni - --- hún verður góð á "gelgjunni" ef þetta heldur áfram hjá henni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Erla Ósk í Danmörku....
13.9.2007 | 09:22
...... vildi bara setja heimusíðuna hennar Erlu Óskar hér inn - fyrir þá sem vilja fylgjast með henni - og læra ýmsar "viðeigandi" og "óviðeigandi" danskar setningar a´la ERLA perla
http://www.blog.central.is/ofurperlan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tanja fermist....
9.9.2007 | 13:16
..... 30. mars n.k. - kl. 13:30 - þá er bara að athuga hvort salurinn sé laus þennan dag. Það var sem sagt dregið um fermingardaga í morgun. Þegar Andri fermdist drógu þau ekki um fermingardaga fyrr en í janúar - þannig að þetta er mun betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hið fullkomna morð.....
8.9.2007 | 22:50
.... ég las frétt á Mbl fyrir nokkrum árum - að sjálfsögðu er hún afskaplega sorgleg - en samt drepfyndin (eða er ég kannski bara með svona svartan húmor??)
Allavega er mér alltaf hugsað til þessarar fréttar af og til.....
Eldri hjón í bresku sveitaþorpi voru að snyrta garðinn sinn, maðurinn var í stiga með vélsög að snyrta trjátoppana, þegar hann hrasar og fellur úr stiganum - með sögina í höndunum - í fallinu nær hann að afhausa konuna sína - en hún var fyrir neðan stigann að snyrta blómabeðið.
Aumingjans maðurinn fékk áfallahjálp eftir að hafa drepið konuna sína - ef þetta er ekki uppskrift af fullkomnu morði - þá veit ég ekki hvað !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Langaði bara til að ........
8.9.2007 | 09:55
.... setja þetta lag inn - við ætluðum að kaupa diskinn með þessum tónlistarmanni um daginn - en hvergi fáanlegur -
Mér finnst þetta lag flott - og fleirum finnst það augljóslega einnig - fyrst diskurinn var upp seldur
http://www.youtube.com/watch?v=21hJ_8-eKFo
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Messa á morgun....
8.9.2007 | 09:40
.... jebb nú ætlar mín í messu á morgun - ekki af því hún sé sérlega kirkjurækin - nei hún Tanja á að fermast næsta vor og á hún að draga um dag fyrir bekkinn í kirkjunni á morgun. Þannig að það er skyldumæting
Annars þá fannst mér ágætt að mæta í kirkju með Andra nokkrum sinnum veturinn sem hann fermdist - og býst við að gera hið sama með Tönju í vetur - þ.e.a.s. ef þær vinkonurnar vilji ekki bara mæta foreldralausar - kemur í ljós - hún er samt ekki orðin það mikil gelgja að vilja ekki fara eitthvað með foreldrunum
Við systur ætlum að kíkja í bæinn á kaffihús núna fyrir hádegi - og í kvöld ætla Alma Glóð og Lilja Björt að gista hjá okkur (dætur Kidda og Möggu) - það verður bara gaman hjá krökkunum. Annars þá voru Tanja og Stefanía að passa í gærkvöldi hjá Hröbbu og Hilmari - og gistu þær - þær koma síðan með okkur systrum á kaffihúsið.
Gaman að sjá þegar fólk skrifar í gestabókina - takk Dagný fyrir innlitið - maður hefði átt að drífa sig í heimsókn vestur til ykkar í sumar - en það bíður betri tíma - þú sparkar í rassinn á mér næst þegar við hittumst .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Yndislegi strákurinn minn......
5.9.2007 | 09:20
... hann Sindri á afmæli í dag - 11 ára - hann býður gestum og gangandi upp á saltstangir í tilefni dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lag dagsins er.....
2.9.2007 | 13:36
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)