Færsluflokkur: Bloggar
Jú hann er í vísindaslopp
4.6.2007 | 20:20
Jebb, hann er í vísindaslopp - sögðu börnin yfir sig ánægð þegar þau sáu nágrannan í dag. Hann er mjög "vísindalegur í útliti" grátt og tætt hár út í loftið - en skalla beint uppi á kollinum. Hann minnir okkur á "Back to the Future" vísindamanninn.
Við verðum að reyna að ná mynd inn til hans - það væri virkilega gaman, það er verst að hann býr þarna líka. Gæti verið frekar vandræðalegt ef við fullorðna fólkið lægjum á glugganum hans að taka myndir. Við sendum börnin í það.
En við röltum í bæinn áðan, fórum að skoða Notre Dame kirkjuna að utan og innan og urðum afskaplega hrifin. Mjög gott veður og fórum við eins og bjánar með jakka og regnhlíf í bæinn - við vorum þó ekki þau einu í París sem gerðum það. En jakkinn hékk á töskunni allan daginn og ákveðið að fara ekki með hann aftur.
Við fórum á veitingastað sem heitir "Hippopotamus" og tókum barnamatseðil fyrir börnin, þau fengu 200 gramma kolsteiktan borgara, með frönskum, og smarties-ís á eftir, ásamt drykk með matnum á aðeins 7,90 Evrur. Þau urðu pakksödd - náðu ekki einu sinni að klára.
Við fórum með GPS tækið með okkur til að rata um París eins og innfædd. Gekk það afskaplega vel - nema þegar við vorum á heimleið. Við vorum komin á einhvern fáránlegan stað þegar tækið tilkynnti "KOMIN" - við Ingi horfðumst í augu - (þau voru á stærð við undirskálar í okkur báðum) - og skildum ekkert í þessu helv... rugl tæki - fleygja þessu drasli - en við höfðum matað tækið á röngum upplýsingum um staðsetninguna á íbúðinni.
Börnin voru ekki glöð með okkur en við fengum fína hreyfingu - og þau ættu að sofna snemma eftir þennan aukagöngutúr á heimleiðinni.
Var að setja inn smá af myndum á barnalanssíðuna hennar Erlu. Höum það gott - keyptum okkur brauð eins og er í "Felix" bókinni hennar Erlu og bragðaðist það afskaplega vel.
Biðjum að heilsa öllum -
Ingi - Lauja - og börnin - GPS-arar
Bloggar | Breytt 5.6.2007 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Komin til Parísar !
4.6.2007 | 09:11
Ferðin gekk afskaplega vel, vélin fór á réttum tíma, og vorum meira að segja örlítið á undan áætlun. Á leið úr vélinni og í flugstöðina var "strætó" og Erla sat við hliðina á "Ágústu Evu Erlendsdóttur" sem er betur þekkt sem Silvía Nótt - en Erla fattaði það ekki - skrítið!
Engan tíma tók að ná í töskur - Ingi birtist bara allt í einu með þær allar í einu - þannig að þetta gekk allt eins og í lygasögu.
Við byrjuðum á að sækja lyklana, keyrðum framhjá Eiffel turninum sem krökkunum fannst æði - keyrðum alveg upp við hann og fannst þeim skrítið hvað hann væri ótrúlega stór!
Íbúðin er mjög skemmtileg, á 2 hæðum með öllu sem þarf, uppþvottavél, þvottvél, hárþurrku, sjónvarp, DVD, CD spilara og nettengingu - surprise ! (hvernig gæti ég annars verið að blogga).
Við tókum nesti með okkur, flatköku, hangikjöt, kókómjólk, kaffi og mjólk sem kom sér vel í gærkvöldi og í morgun.
Eigandi íbúðarinnar kom til okkar kl. 10:00 (8:00 að íslenskum tíma) til að fara yfir hvernig hitt og þetta virkaði.
Til að fara inn í íbúðina þurfum við að fara úr húsinu og inn í lítinn garð sem er umkringdur húsum, falleg blóm og jarðarberjaplöntur eru í þessum garði og risastórt tré. Beint á móti okkur er íbúð með stórum gluggum og héldum við að þetta væri vinnustofa listmálara - en á íbúðinni eru mjög stórir gluggar - gardínulausir þannig að við sáum beint inn - við lágum sem sagt ekki á gluggunum að reyna að finna út hvernig fólk væri þarna!
En þegar eigandinn kom áðan spurðumst við fyrir um nágrannana, sem að hennar sögn er mjög fínir - meðal annars er brjálaður vísindamaður í íbúðinni beint á móti okkur (ekki franskur listmálari) - hann vinnur á hvaða tíma sólahrings sem er - og hann heldur að hann sé að vinna fyrir NASA, klikkaður gaur en besta skinn. (Ef maður vaknar á nóttunni þá ætti maður að kíkja út um gluggann til að athuga hvort hann sé að vinna).
Við ætum að fara að hafa okkur til - kíkja út á mannlífið.
Úti er rigning en hlýtt, þurfum sennilega að kaupa reglhlíf.
En ég blogga e.t.v. meira á eftir - allir biðja að heilsa öllum sem þetta lesa.
Við ætlum síðan að reyna að setja inn myndir á síðuna hennar Erlu - þetta er slóðin á síðuna hennar: http://barnaland.is/barn/14564
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Börn
23.5.2007 | 13:43
Við verðum að passa okkur á því hvað maður segir þegar eyru barnanna eru opin þau eru eins og svampar apa allt eftir manni.
Ég var með Erlu í bílnum í gær þá heyrist í henni - Ó nei fokk þetta er ljótur bíll Ef ég hefði 4 ára sagt þetta þá hefði móðir mín fengið áfall!!
En ég hef verið að rifja upp í huganum, síðustu daga ýmislegt sem við systur gerðum á meðan foreldrar okkur héldu að við værum úti í saklausum dúkkuleikjum.
Fundum sígarettupakka óopnaðan og skiptum bróðurlega á milli okkar, já meira að segja fékk Adda sinn skammt þó svo hún væri bara 5 ára, sátum uppi á Vatnsgeymi púuðum þetta ógeðslega töff og höfum sjálfsagt komið heim allar gænar í framan og meira og minna slappar mamma og pabbi tóku samt ekki eftir neinu.
Við prófuðum að kveikja í ruslutunnum í litlum kofa við Kennaraháskólann litlu mátti muna í eitt skipti að ekki hefði kviknað í þannig að við hættum þessu.
Við þvældumst út um alla Öskjuhlíð ofan í gamlar skotgrafir eða hvað þetta var kallað, vorum endalaust í rannsóknarferðum þar.
Ákváðum 1 dag að athuga hvar hitaveitustokkarnir myndu enda við ákváðum að tékka á þessu eftir kvöldmat en komumst að því frekar seint að þeir voru endalausir svo hittum við einhvern sem fannst við vera úti frekar seint um kvöld og gaf okkur pening í strætó þannig að við komum heim á auðveldan hátt.
Það voru ekki gerðar neinar athugasemdir við þetta kvöldbrölt á okkur . Sennilega höfum við alltaf verið fljótar að sofna á kvöldin eftir svona ævintýraferðir og því fengið að ganga frekar lausar.
En ótrúlegt að við vorum stundum á þvælingi klukkustundum saman engir gemsar og foreldrar ekki með neinar áhyggjur. Við komum alltaf til baka og yfirleitt á skikkanlegum tíma, en ég held samt að maður hafi haft virkilega gott af þessu.
Ég myndi samt ekki vilja að börnin mín væru að gera það sem við systur vorum að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fjölhæfir stjórnmálamenn
11.5.2007 | 12:56
Jamm - þessir stjórnmálamenn er fjölhæfir
http://www.carmex-kiss.de/index.php?meintanz=247640513837
Ég fékk þetta sent - og ákvað að leyfa öðrum að njóta ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pabbi minn
10.5.2007 | 13:26
Já, hann pabbi er ennþá inni á LSH og verður þar í einhverjar vikur í viðbót - hann er allavega ekki á leiðinni heim. Hann er búinn að fá annað hjartaáfall, blóðtappa upp í heila, vatn í lungun og þvagfærasýkingu, en hún útskýrir "ruglið" sem er í honum. Hann hefur t.d. orðið að vera í öndunarvél til að hjálpa honum að anda, af því að öndunin hjá honum var svo stutt niður í lungun.
Sumt af því sem hann segir er óttaleg vitleysa, en annað er alveg í lagi. En það er ósköp erfitt að horfa upp á hann svona lasinn. Það á bara alls ekki við hann. Hann hefur alltaf þurft að vera að sýsla við eitt og annað, hann er búinn að vera þarna í 3 vikur, honum líður mjög vel þarna upp frá, en drepleiðist, að liggja allan daginn, geta ekkert lesið þar sem nýbúið að að skipta um báða augasteina í honum og hann er ekki komin með ný lesgleraugu. Hjúkrunarkonan segir að hann sé einstaklega ljúft gamalmenni - ekkert vesen á honum og skapgóður - heyr heyr - "like father - like daughter" !!
Við Hrabba kíktum til hans í gær og var hann ósköp slappur, og hefur elst um mörg ár þessar 3 vikur. Hann var t.d. mun hressari s.l. mánudag. En hann er að verða 85 ára og búinn að lifa góðu lífi - þannig að maður veit aldrei hvenær kallið kemur. Líka þegar hann er mikill þrjóskupúki og vill alls ekki fara til lækna fyrr en ekkert annað er hægt. Ef hann hefði fengist til að fara í eftirlit til hjartalæknis, eins og mamma er búinn að vera að reyna að ýta honum út í - þá væri hann e.t.v. bara heima núna í sínu "dútli".
Fólk á ekki alltaf að vera að þrjóskast við að fara til læknis, þeir eru þarna til að líta eftir okkur. Og að sjálfsögðu á maður að vera duglegur og fara reglulega í eftirlit. - Ég tek þetta líka til mín - þarf að fara að endurskoða þetta.
Manni finnst líka sorglegt að mamma treystir sér ekki til að heimsækja hann. Hún er það illa á sig komin líkamlega að hún treystir sér ekki að fara í bíl til hans, og finnst mér það sorglegt.
En Hrabba er að fara til hans á eftir til að hjálpa honum að kjósa. Verst að hann kýs alltaf rangt - en Hrabba láttu hann bara kjósa rétt - hann sér hvort sem ekkert við hvað hann merkir ! Smá grín!
Egill bróðir pabba kíkti til hans í gær og fannst honum "ruglið" vera talsvert í honum. Unnþór og Gunnar hálfbræður kíktu til hans í fyrradag þannig að það er gott að fleiri en við systur kíkjum til hans. Eggert bróðir hans hefur líka verið að kíkja til hans, og veit ég að pabbi hefur mjög gaman af að fá þá til sín - til að rifja upp gamla tíma og strákapör.
Mamma heyrði í Valborgu tvíburasystur pabba í gær, hún er orðin ansi ræfilsleg, alveg blind og bakið er að drepa hana. Hún er á heimili uppi á Kjalarnesi - ósköp ein og yfirgefin, barnabarnið hennar sem hún ól upp sem sína eigin dóttur - býr í USA - og eru samskipti ósköp lítil, Aðalheiður mamma hennar dó fyrir einhverjum árum, þannig að sá eini sem heimsækir hana er sonur hennar og hans fjölskylda.
Pabbi var að segja í gærkvöldi að hann gæti alveg hugsað sér að fara út í náttúruna og fara á fyllerí með Unnþóri - hann á þó sína dagdrauma - sem er allavega gott.
En mamma er ein í húsinu, sem er alveg agalegt. Hún fær svima- og yfirliðsköst, hefur mjög litla matarlyst - en Parkinsons hefur víst áhrif á matarlystina - eða töflurnar sem hún er að taka. Ef hún hefði verið nógu frek - ýtin og erfið og leiðinleg að komast að í mjaðmaaðgerð þá væri hún e.t.v. aðeins betri í dag en hún er. Jafnvel ef hún hefði verið útivinnandi þá hefði hún komist fyrr að - þvílíkt rugl !!! En hjúrunarfólk hafði aldrei á ævinni sé jafn illa farna mjöðm og mamma er með.
En ég vil líka segja að heimilislæknirinn þeirra í Kópavogi er mesti andsk... aulalæknir sem til er - ekkert bein til hans nefi - hún hefði jafnvel komið betur út úr þessu öllu ef hún hefði haft almennilegan lækni. - Svo kjósa þau alltaf sama rassgatið yfir sig aftur og aftur !
Það er eldri kona að vinna með mér og hún komst í forgang í mjaðmaaðgerð af því hún var útivinnandi. Eða var hún e.t.v. með almennilegan heimilislækni sem drullast til að hjálpa sínum sjúklingum og ýta á eftir að fá aðstoð fyrir þá ! - Í þessu tilfelli sat allavega sama ríkisstjórn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir óákveðna
10.5.2007 | 12:37
Jamm þetta er fyrir þá sem vita ekki hvað þeir eiga að kjósa -
Það kom mér allavega ekki á óvart - hvað ég ætti helst að halda mig við - en þegar ég valdi akkúrat öfugt við það sem minn hugur segir - þá var ég 87,5% sjálfstæðisflokksfylgjandi !
Gaman að þessu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ítalía og Leg
2.5.2007 | 14:44
Já, síðasta föstudag fórum við Ingi út að borða á Ítalíu, fengum okkur pizzur sem voru að sjálfsögðu afskaplega góðar, borðuðum þær á mettíma og báðum svo um reikninginn. Ég held að stúlkunni hafi blöskrað lætin í okkur, höfum aldrei áður verið jafn fljót að ljúka okkur af á veitingastað - fyndið.
En síðan fórum við á söngleikinn Leg eftir Hugleik Dagsson í Þjóðleikhúsinu.
Starfsmannafélagið hjá mér bauð starfsfólki og mökum í leikhús, og var valið að sjá LEG eða Hjónabandsglæpi, í mínum huga var ekki spurning um val og ég vissi að Ingi væri sammála mér - enda var hann búinn að nefna að gaman væri að sjá þetta verk.
Við urðum ekki fyrir vonbrigðum - virkilega "sýrt" verk og með góðan húmor.
Mæli með þessu verki, ég væri til í að fara með 2 eldri börnin á þetta.
Reyndar heyrði ég síðan af fólki hér úr vinnunni sem hafði gengið út í hléi, - við hverju hafði þetta fólk verið að búast við? - Mér finnst það bara broslegt.
Við skemmtum okkur konunglega og væri ég alveg til í að fara aftur á þetta verk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
París - Ítalía - kvikmyndir
20.4.2007 | 13:07
Ef einhver man eftir myndum sem gerast á þessum slóðum þá má alveg "commenta" það inn hjá mér. Ég er hálf tóm í upprifjun í augnablikinu - þannig að ef einhver man eftir myndum þá þætti mér vænt um að fá að vita
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gleðilegt sumar
20.4.2007 | 12:36
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Sumarið hlýtur að verða gott þetta árið - það fraus víst saman og boðar bara gott! - Maður trúir allavega ekki öðru - verður að vera bjartsýnn.
Andri og Tanja eru búin að vera veik - Tanja með streptokokka sýkingu í hálsinum og Andri með eyrnabólgu - og er bara ferlega slæmur.
Hann sagði einmitt í gær - maður hefur verið að gera grín að "aulum" með eyrnabólgu - en það ætla ég aldrei aftur að gera - þetta er svooo vont - sagði hann.
En í gær fórum við Ingi upp á spítala að heimsækja pabba, hann var sendur í sjúkrabíl upp á spítala s.l. þriðjudagsmorgunn, með vatn í lunga og átti afskaplega erfitt með að anda. Var sendur í hjartaþræðingu strax, sem tókst samt ekki fullfomlega - ennþá er einhver stífla til staðar hjá honum.
Hann er búinn að vera hálf slappur í einhvern tíma, en hefur ekki viljað tala við lækni - þrjóskan alveg að fara með hann. Á mánudaginn var hann að vesenast að fylla upp í niðurfallsrennurnar á húsinu - Unnþór hálfbróðir var með honum í þessu - en pabbi gat ekki bara verið að fylgjast með honum - nei -hann varð að vera með puttana í þessu - hann á svo erfitt með að sitja aðgerðarlaus - þessi elska. Mömmu finnst hann stundum vera hálf bilaður - ef hann hefur ekkert að gera - í staðinn fyrir að setjast og slappa af -þá fer hann og breytir öllu niðri hjá sér - eða í bílskúrnum - til hvers í ósköpunum segir mamma - það kemur aldrei neinn þangað til hans - en hann er bara að þessu fyrir sig. Já Ingi minn - pabbi er búinn að vera á breytingaskeyði allt sitt líf - þannig að ég verð sjálfsagt líka á því fram í rauðan dauðann
Hrabba heimsótti hann á þriðjudagskvöldið og brá henni mikið að heyra í honum - þar sem hann ruglaði einhverja vitleysu fram og tilbaka, hvort mamma hefði lifað slysið af og svo sagði hann Hröbbu að það væri einhver kolrugluð manneskja búin að standa við rúmstokkinn hjá honum - en hann fékk morfín um morguninn - og þessi lyfjakokteill þennan dag gerði hann hálf "kúkú" - en það stóð ekki lengi sem betur fer.
Ingi var farinn að hafa áhyggjur að þurfa að vera alvarlegur næst þegar hann myndi heimsækja tengdapabba sinn, ef hann væri kominn með "rugluna" - en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því.
Næsta dag var "ruglan" farin úr honum - sem betur fer. Hann mundi meira að segja eftir að hafa verið að rugla þetta - og hló bara að þessu. Hins vegar þá leiðist honum að hanga þarna og hafa ekkert fyrir stafni - eina sem hann hefur er að hlusta á útvarpið og tala við fólk, sem er að sjálfsögðu mjög gott - en hann getur ekki lesið þar sem hann er nýbúinn að fara í aðgerð á báðum augum og er ekki kominn með lesgleraugu sem henta honum núna.
Hann ætti að komast heim næsta mánudag - hann er allavega að vonast til þess.
Maður þarf samt að fara að búa sig undir að foreldrar manns geti farið að fara, pabbi verður 85ára nú í sumar og mamma er að verða 72 - hún er samt orðinn það léleg að manni finnst ekki vera þessi aldursmunur á þeim sem er.
Ég læt þetta duga í þetta skiptið - bless allir og gleðilegt sumar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fiska-land
2.4.2007 | 15:15
Já í fyrrasumar fórum við til Fiskalands.
Eru fiskar í Fiskalandi spurði Erla mig um helgina. Jú Erla mín, það eru fiskar í "Þýskalandi", sagði ég.
Jaaaá, þess vegna heitir það "Fiska-land" , sagði hún þá.
Ég nennti ekki að fara að leiðrétta hana, en hún talar bara um "Fiska-land", hún verður fyrir miklum vonbrigðum þegar hún byrjar í skóla og kemst að því að það er ekki er til Fiskaland!
En svona er lífið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)