Færsluflokkur: Bloggar

1. apríl o.fl.

Það er nú alltaf gaman ef maður nær að “gabba” einhvern þennan dag, en það tókst þó ekki neitt almennilega þetta árið.  Erla náði að gabba okkur öll nokkrum sinnum og var maður alltaf jafnhissa í hvert skipti.

 

Fyrir einhverjum árum náði Ingi að láta vin sinn hlaupa 1. apríl, og var það ansi gott gabb hjá honum, það var elskan hann Kiddi rokk.  Kiddi var þá að vinna í Japis, og Ingi fékk hann til að hlaupa um og leita að þýsku þjóðlagabandi sem átti að heita  “Der Schwanderinnes”  -  en að sjálfsögðu fyrirgaf Kiddi þetta- en ekki fyrr en eftir 3 mánuði – þegar rann af honum reiðin!  Devil

Nei, smá grín – að sjálfsögðu hló Kiddi að þessu  - en kannski pínu fúll yfir að láta ná að plata sig.

 

Annars er bara allt gott að frétta, maður er farinn að hlakka til að fá páskafríið, förum reyndar í fermingarveislu á Skírdag, en síðan er bara frjálst.  Ef tengdó fara í sveina þá gæti verið að við myndum kíkja til þeirra.

Reyndar þá þurfum við að vinna í bókhaldinu f/smurstöðina um páskana, en það er í lagi – við verðum saman í því. 

Síðan er kominn tími til að plana aðeins betur fríið.  Þ.e.a.s. skoða hvað er í boði á Ítalíu í nánasta umhverfinu.

Það er nú aldeilis farið að styttast í þessa ferð, aðeins 2 mánuðir, þetta verður bara alveg æði.

Við sem erum að fara út þyrftum samt að fara að hittast aftur til að skiptast á einhverjum upplýsingum, og borða eitthvað ítalskt.

Þó svo við verðum saman í húsi í 2 vikur, þá verðum við samt ekki öllum stundum saman, en það er gaman að geta sest út á verönd á kvöldin og fá sér saman rauðvínsglas – eða kaffibolla.  Nú eða ítalskan líkjör – sítrónulíkjör t.d.

Ég er alveg sjúk í augnablikinu í allt úr sítrónum (væri hægt að halda að ég væri ólétt – en ég það ekki )  sítrónukrydd alls konar, sítrónute, kristall með sítrónubragði, ólífuolía með sítrónu, líkamsolía með sítrónulykt -  -  ég man að fyrir mörgum árum gaf Hrabba mér í jólagjöf ilmvatn með sítrónulykt – ég væri alveg til í það núna.  Smile

 

Erla var veik í síðustu viku, með hita og ælu, en er orðin hress.  Hins vegar er Sindri búinn að liggja alla helgina veikur, búinn að sofa út í eitt, enda fór hann upp í 40,4 stiga hita, ekki nema von að hann sé hálf tuskulegur.  Ælandi, drepast í hálsinum, lystarlaus – en hann er með streptokokkasýkingu í hálsinum.  Hann fékk pensilín við því og er strax orðinn betri.  Hann fór meira að segja á fætur í morgun til að horfa á sjónvarpið – manni líður nú betur með það.  En hann ætti að vera orðin hress um páskana.

Tengdó gefa börnunum páskaegg þannig að við ætlum að sleppa að gefa þeim þetta árið, vil frekar gefa þeim eitthvað annað, t.d. DVD mynd eða geisladisk, þau eru líka alveg til í það.

En ég ætla að láta þetta duga í bili – hafið það gott – þeir sem kíkja hér inn –  það væri gaman ef þið mynduð kvitta í gestabókina  Cool


Loooooksins .......... smá blogg

Ég bauð heim í mat um síðustu helgi systrum mínum og þeirra fjölskyldu í tilefni af 40 ára afmælinu mínu sem var þann 11. desember s.l.  betra seint en aldrei.

Janúar flaug áfram sem og febrúar og mars er langt kominn – þannig að nú var bara að drífa þetta af.

En við ákváðum að bjóða fólkinu heim í mat og heppnaðist kvöldið mjög vel, góður matur og vín og börnin fengu að vera með og eyddu talsverðum tíma uppi,  Þau voru ósköp góð og þau yngri máttu varla vera að því að borða – þau þurftu að skoða dótið og leika með það.

En í lokin voru þau orðin nokkuð heimakær – og nældu sér í ís í frystinn – en þannig eiga afmæli að vera – maður bara reddar sér sjálfur.

Þau gáfu mér iittala Aalto blómavasa ásamt 2 kertastjökum, ég er rosalega hrifin af þessu – enda er þetta vara sem maður fer ekki og kaupir sér á hverjum degi. Síðan á eftir að bjóða Inga fjölskyldu í mat ásamt vinunum – það verður allavega ekki um næstu helgi, þar sem Ingi fer á djammið á föstudag, á laugardag fer ég til Sjöbbu að hjálpa til með fermingarveislu og á sunnudag verðum við í fermingarveislunni.  En það má þó ekki dragast allt of lengi :o) 

Við erum held ég öll orðin frekar spennt að fara saman út í júní.   Við verðum öll á sama stað í 2 vikur en enginn okkar fer út eða heim með sama flugi. 

Matta og fjölskylda fljúga til Þýskalands, taka síðan lest til Como þar sem þau taka bílaleigubíl.

Ég og mín fjölskylda fljúgum til Parísar, eyðum 5 nóttum þar,  tökum bíl þar og keyrum niðureftir. 

Hrabba og fjölskylda fljúga til Mílanó og taka bíl þar, byrja að vera við Como vatn..

Adda og fjölskylda fljúga til Köben verða þar í 1 nótt en fljúga síðan til Bologna.

 

Þannig að við erum svo sem ekki að fylgjast mikið að með þetta.

 

Við ætlum að fljúga til Parísar, eyða 5 nóttum þar í mjög skemmtilegri íbúð rétt hjá Lúxemborgargarðinum.  Á leiðinni til Ítalíu ætlum við að stoppa á miðri leið og gista þar.

Verðum síðan í 2 vikur með mínum systrum og fjölskyldum í Toscana.  Förum síðan yfir í Marche hérað og gistum hjá Rosellu og David í 5 – 7 daga.

Við vorum hjá þeim í fyrra, bærinn heitir Orciano di Pesaro er rétt hjá Rimini, og útsýni og umhverfi hjá þeim er ótrúlega fallegt.

Ég sat þar í fyrrasumar á veröndinni með rauðvínsglas, horfði yfir og hefði getað farið að grenja yfir fegurð útsýnisins.  Mynd frá þessum stað er enn á desktopnum hjá mér og sumir eru agndofa yfir þessari mynd.

Rosella er rúmlega 50 ára, á strák sem er 13 ára og maðurinn hennar dó fyrir 4 árum.  Hann var talsvert eldri en hún, Breti, og var þessi staður sem þau byggðu þetta hús á,  hans draumastaður.  Engu til sparað.  En hann náði hins vegar ekki að njóta þessa staðar með þeim – dó stuttu eftir að allt var tilbúið.  Rosella lagðist í þunglyndi og kom ekki í húsið í 3 ár, en hún býr í Padova – er kennari þar,  kom þangað fyrst aftur í fyrra þegar við leigðum húsið af henni.

Hún sýndi okkur húsið hátt og lágt, við höfum neðri hæðina út af fyrir okkur sem er 170 fm.  Og efri hæðin er einstaklega flott, en kerlingaranginn á ósköp bágt, þunglynd og var mikið sofandi þegar við vorum þarna í fyrra en afskaplega indæl og David sonur hennar eyddi talsvert miklum tíma með okkar börnum, sem Rosellu líkaði mjög vel við.

Um leið og við hittumst vildi hún endilega fá Andra og Tönju í bílinn til sín og við myndum elta.  Hún þurfti að stoppa hér og þar, tala við hina ýmsu nágranna, og þurfti að  láta einhverja vita að hún væri með fólk frá Íslandi, þetta var bara fyndið.

En þegar við komum í húsið – var hún búin að fylla ísskápinn af bjór, ís, mjólk, kaffi, ávöxtum, mjólk, safa og gosi – og grilluðum kjúlla, gin og tonic – þið getið ekkert byrjað á að fara í búð hér.  Þið fáið ykkur að borða og drekka og njótið þess að vera hér – SEM VIÐ GERÐUM.  Við hlökkum öll alveg óskaplega mikið til að fara aftur til hennar.

Þurfum að sjálfsögðu að færa henni eitthvað frá Íslandi, en það kemur í ljós hvað það verður.

 

Hún sendi okkur póstkort fyrir áramót og vildi endilega fá okkur til sín um jólin.  Það væri nú gaman að eyða jólum í Padova – hver veit nema það verði um næstu jól.

 

Annars þá er allt gott af okkur að frétta, við hlökkum að sjálfsögðu mikið til sumarsins, verst að sá tími er allt allt of fljótur að líða.

 

En ég ætla að láta þetta duga í bili.


Afmælin - 28. nóvember

Já, elskurnar mínar eiga afmæli í dag.  Ingi er 45 ára í dag, Erla er 4 ára og svo eigum við Ingi 20 ára trúlofunarafmæli í dag - kræst hvað tíminn er fljótur að líða.

Mér finnst nú ekki vera langt síðan við sátum á rúminu hans Inga í Mýrarseli, kysstumst og settum upp hringana.

En það var sem sagt haldið upp á Erlu afmæli s.l. sunnudag, hún vara afskaplega spennt og hlakkaði mikið til - enda fékk hún helling af pökkum.  Mest af fötum en það er líka eitthvað sem hún er ánægð með.

Að sjálfsögðu fékk hún líka eitthvað dót, sem var fínt.

Við gáfum henni dúkkuhús fyrir allt "barbie og Bratz-dótið", öskubuskubúning sem var keyptum í London og skó.

Amma og afi í Kóp gáfu henni kjól úr Monsoon - keyptur í London.

Amma og afi og Gutti gáfu henni: æðislegan svartdoppóttan "parísar" kjól og herðaslá yfir, græna peysu, hnébuxur og húfu við buxurnar.

Anna og co:  Pils, hlírabol og sokkabuxur.

Erla Ósk, Gaui og Valli gáfu henni hvíta prjónaða axlapeysu.

Guðbjörg og Co:  Barbie dúkku með barn og helling af fylgihlutum.

Kiddi og Co:  Litlu hafmeyjuna (barbie dúkku)

Matta og Co:  Náttkjóll

Hrabba og co:  Jólastjarna - DVD diskur (föndur, upplestur o.fl.)

Adda og co:  Bleikt prjónað ponsjó

Brynja og co:  Litir, litabók og hellingur af hárdóti

Bidda og co:  Grettir DVD mynd

Að sjálfsögðu var bleik afmæliskaka - svín sem var mjög fínt, ásamt öðrum týpuskum kökum og brauðréttum á afmælishlaðborðið. 

En dagurinn gekk vel og Erla var ofuránægð og sofnaði sæl í stofusófanum þegar búið var að setja húsið hennar saman.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


London ferð

Við fórum þann 16. nóv. s.l. til London, barnlaus - ágætis tilbreyting - en með góða ferðafélaga - þau Kidda og Möggu. 

Við fórum á Mamma Mia söngleikinn (ABBA), og það var svo gaman, fólk á öllum aldri - gamlar ömmur við hliðina á okkur - sem lifðu sig svo inn í þetta - það var uuunun að horfa á þær.

Fyrir aftan okkur voru þroskaheftir - sem skemmtu sér líka svo vel.

En allavega næst þegar við förum til London förum við á þennan söngleik aftur - manni leið svo vel þegar við komum út.  -  ÆÐI Grin

Síðan var farið út að borða, á steikarstað og var að sjálfsögðu dýrindissteikur valdar og vel útilátið - rauðvín og bara gaman.

En í þessari ferð fékk ég hið undarlegasta kaffi, og fannst okkur það ekkert sérstaklega fyndið akkúrat þegar það var borið á borð.  En eftir á er það bara drepfyndið.

Við fórum í Líbanskan veitingastað og þegar búið var að borða það sem var valið - misgott ákváðum við að fá okkur kaffi - "nei þið ekki fá ykkur kaffi - ekkert gott" sagði þjóninn.  Jú okkur langaði í kaffi, héldum að þjónninn vildi bara losna við okkur - var frekar fúl týpa - og hann kom með kaffið - við héldum að þetta væri grín eheheheh...... en neibs - við fengum soðið vatn með rósalykt!!! 

Já, ef þið viljið bjóða upp á líbanskt kaffi þá sjóðið þið vatn og látið út í það rósavatnsdropa - volla!

 


Næsta sumar

125_2576

Já. það borgar sig að fara að plana næsta sumarfrí, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. 

Stefnan er tekin á Ítalíu, og ætlum við að fara 17 manns saman.  Ég og mín fjölskylda ásamt systrum mínum 3,  og þeirra fjölskyldum, þetta verður þokkalegur hópur.  Við ætlum að leigja á sama stað en þó verða ekki allir saman í íbúð, sem er fínt.  Þá er allavega smá næði en stutt í að blanda geði við aðra. 

Ef Ingi vill fara og heimsækja vínbændur get ég verið með systrum mínum að "chilla" í sólinni - drekkandi sangriu - hljómar  geðveikt vel - ekki satt?

Við erum reyndar að spá í að vera í 4 vikur og gista aftur hjá Rosellu og David sem við vorum hjá í fyrra í Marche héraði (myndin með þessari færslu er úr húsinu þar).  Hún sendi okkur póstkort um daginn og spurði hvort við ætlum ekki að koma aftur til þeirra - í hennar boði ??  Minnir mig á það að við þurfum að fara að skrifa þeim.  Þau búa í Padova, þar sem David er í skóla, en síðasta sumar voru þau um leið og við í húsinu og náðu börnin góðu sambandi við David og léku þau sér mikið saman.  Rosella var æst í að Tanja færi að spila fótbolta við strákana í þorpinu - þeir myndu gapa af að sjá stelpu spila fótbolta og þetta líka góða. 

En það er nóg að gera í vinnunni hjá mér, dagurinn þýtur áfram eins og píla hvern einasta dag. 

Nóg í bili - CIAO  (ein góð í ítölskunni  -  hmmmm)


Skógarkot og rass-síður fótboltabjáni í kábojstígvélum:

Já um helgina forum við í sumarbústað sem Félag Náttúrufræðinga á (staðsetturí Borgarfirði)  og heitir Skógarkot.  Gamall bústaður, ágætlega rúmgóður  enda vorum við 17 manns samankomin í þessum bústað.  Matta leigði þennan bústað og mættum við systur þangað með okkar “karla og börn” og höfðum það gott.

.

En við komum á laugardag, veðrið var frekar óspennandi þannig að við gerðum ráð fyrir meiri inniveru.  Höfðum það mjög gott, ég gerði 2 konar sósur fyrir hópinn og voru báðar mjög góðar, ég var búin að kryddleggja lambakjöt sem var virkilega gott.  Var sötrað á bjór meðan á eldamennskunni stóð – en rauðvín var síðan drukkið með matnum.  Mjög gott rauðvín sem Ingi keypti, enda hafði það fengið góða umfjöllun.  Ástralskt vín sem heitir “The Laughing Magpie Shiraz”.  -  Mæli virkilega með þessu víni.

Eftir mat voru bornir fram dýrindis eftirréttir, kaffi og líkjörar, þannig að við sátum langt fram eftir kvöldi yfir þessu, ásamt ferðapælingum fyrir næsta sumar – Ítalíureisa.  Ef við myndum fara saman allur þessi hópur til Ítalíu, leigja öll íbúð á sama stað, það væri virkilega gaman.  Þyrfti þó að vera örlítið aðskilið, en væri gaman að geta eldað saman og þ.h.  Reynda fann Ingi hús sem við leigðum á Amalfi strönd árið 1992, en leiguverð pr viku á þessu húsi er núna kr. 500 – 600 þúsund, húsið er fyrir 5 manns !!! 

Börnin voru mjög góð, og lynti vel, þau einu sem eitthvað rifust voru systkyni – þannig að Stefanía gat ekki rifist við neinn – kostur eða galli??. 

Þau fóru í heita pottinn, þau voru að lita, leika, útbúa tónlist í tölvunni, spila sjóorustu, boltaleik  og margt fleira.

Ingi, Hilmar og Emil horfðu síðan á teiknimynd þegar við “kerlur” voru farnar að sofa, og var þetta bara fín mynd, sömu framleiðendur og að Teiknimyndinni “Litla lirfan ljóta”. 

Á sunnudag var brunað í bæinn þar sem Tanja átti að keppa fyrir hönd skólans í fótboltamóti.  Hún stóð sig frábærlega vel, og enduðu þær í 2 sæti í sínum riðli, sem er bara assgoti gott.  Fengu sem sagt silfrið – en gullið fór til Álftamýrarskóla – 1 móðir úr þeim skóla var farin að pirra Inga verulega – með bjánalegum innskotum og kvörtunum um leikinn – var að fara að sjóða á mínum – en hún skildi íslensku ekki alltof vel greyið -  rass-síð í geðveikum kábojstígvélum!!

 Síðan var farið heim og eldað, komið börnum í rúmið og horft á DVD mynd sem frúin sofnaði yfir. 

15 ára brúðkaupsafmæli

 

Já, við Ingi áttum 15 ára brúðkaupsafmæli síðasta fimmtudag og ætluðum að gera okkur glaðan dag, með góðum mat, sem við gerðum.  Elduðum gott lambakjöt og meðlæti en ekki var sest að borðum fyrr en kl. 22:00 um kvöldið þar sem börn voru í tónlistartímum og afmæli í Mosó.  En við nutum þess engu að síður að borða og svo var eftirréttur – sem ekki gerist mjög oft – og voru honum gerð góð skil.

En mér finnsta yndislegt að vera búin að vera gift honum Inga mínum allan þennan tíma, auðvitað er lífið svo sem ekki alltaf dans á rósum, en ekki get ég hugsað mér neinn annan mann.  Stundum koma upp skondin atriði með okkur – eins og maður viti hvað hitt ætli að gera áður en það gerir það.  En kannski erum við bara svona samrýmd, enda búin að vera saman í 21 ár núna – og ég er ekki orðin 40 ára.  Ehemm. 

En við bætum okkur þennan dag upp eftir 1 mánuð – barnlaus í London, reyndar verða Kiddi og Magga með okkur – en við verðum svo sem ekki alltaf hangandi saman og verðum í sitt hvoru herberginu – að sjálfsögðu.


Mánudagur 9. október - fyrsta bloggið

Af okkur er allt gott að frétta.  Í gær eftir vinnu sótti ég 2 eldri börnin á æfingu - ásamt því að sækja Erlu á leikskólann. 

Henti þeim heim, sótti Sindra þar sem hann á að mæta í píanótíma.  Á meðan hann var í tímanum fór ég í Skólavörubúðina og keypti kennslubók í nótnalestri, sem við þurfum að fara yfir með honum.  Einhverntíman lærði maður þetta – en það er gleymt og grafið.

Höfðum bara pítu í matinn – en Sindri óskaði eftir því, það var bara ágætt – engin  eldamennska.

Andri gekk frá í og úr uppþvottavél – ekki mjög glaður með það en lét sig þó hafa það.  Fannst mjög óréttlátt að hann skuli þurfa að gera einn.  Tanja fékk hins vegar  að fara út með vinum sínum – en hún var búin að passa Erlu í rúma 2 klst., meðan Andri var með vinum sínum.

Ég hjálpaði Sindra með Móðurmálsæfingu eftir matinn og  lét hann síðan lesa fyrir mig.  Ingi var í búðarleik með Erlu – svakalega gaman.  Hún nær að snúa pabba sínum þvílíkt um puttana sína.   Hann var nú ekki alveg á því að fara í búðaleik – en lét sig hafa það.

Eftir að hafa horft á fyrsta þátt af “Tekinn” var farið í rúmið – sem sagt óvenju snemma, en það er nú gott svona 1 x í viku Hlæjandi

Ég heyrði aðeins í pabba og mömmu í morgun – við verðum að fara að kíkja í heimsókn til þeirra.  Ég veit ekki hvenær við fórum síðast til þeirra.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband