Færsluflokkur: Bloggar
Pabbi minn dó síðasta laugardag - hann átti líka 85 ára afmæli þann dag
20.6.2007 | 22:40
Já, hann ákvað að halda upp á afmælið sitt annarsstaðar en liggjandi í sjúkrarúmi horfandi upp í hvítt loft - sem hann var búinn að fá algjörlega nóg af. Hann var aftur kominn með lungnabólgu og orðinn mjög slappur - en nokkrum dögum áður virtist hann vera að hressast. Fór meira að segja á fætur og var fluttur á 2gja manna stofu. Þetta er fljótt að breytast.
Hann var búinn að segja við hjúkkurnar að hann ætli að fara heim á afmælinu sínu - og þegar þær vöktu hann á afmælisdaginn sagði hann að hann myndi halda upp á afmælið sitt annarsstaðar í dag. Og milli kl. 13:15 og 13:40 dó hann - en á þeim tíma voru Hrabba og Adda að bruna til hans en hann dó rétt áður en þær komu.
Auðvitað er maður afskaplega sár og leiður og stutt í tárin þessa dagana - en að horfa upp á hann liggjandi á spítalanum hefur mér fundist óskaplega erfitt. En alltaf hef ég fengið fallegt gleðibros frá honum í þessi skipti sem ég heimsótti hann. Hann hefur alltaf þekkt mig og oft og iðulega þegar ég mætti strauk ég honum um vangann eða handlegginn og hann hefur alltaf rumskað við það og brosað sínu blíðasta til mín.
Í síðasta skipti sem ég sá hann sagði ég við hann "pabbi - ég elska þig" - sá ég að honum fannst vænt um þessi orð - enda sagði hann það við mig. Hann var ekki þessi væmna týpa - og svei mér þá - ég held að ég hafi aldrei áður sagt þetta við hann.
Það átti bara ekki við hann pabba minn að liggja og geta ekkert gert nema láta tímann líða, hann hefur alltaf þurft að vera að stússast eitthvað, mála myndir , semja ljóð, endurraða bókunum sínum eða skipuleggja bílskúrinn - sem sagt - alltaf eitthvað hægt að finna til að vesenast.
Þannig að nú er verið að plana kistulagningu og útför sem á að fara fram í næstu viku. Ég kem heim annað kvöld og get þá farið að hjálpa til með undirbúninginn.
Baka fyrir erfidrykkju, fara með mömmu í klippingu, passa Hákon fyrir Hröbbu og Hilmar ásamt ýmsu öðru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Letidagur og Pisa
13.6.2007 | 22:47
Thridjudagur vard fyrir valinu sem letidagur. Hrabba tok upp a thvi ad veikjast og er med hita og svaf allan thridjudaginn. Med hita og afskaplega slopp. Bornin busludu i lauginni og vid satum a laugarbakkanum med sitt hvora bokina og nutum verdursins. Litlar edlur voru i eltingarleik i kringum okkur Inga sem vara bara gaman, en thegar kom hlussu geitungur stod okkur ekki a sama. Erla er alveg sjuklega hraedd vid flugur. Hun aetladi ad skutla ser oskrandi ut i laug thegar hun sa eina flugu. Alveg yndislega smeyk vid thessi kvikyndi.
Umhverfid er afskaplega natturulegt herna, laukur, kal, hindber, vinvidur, kartoflur og fleira er raektad her - og megum vid ganga i tad eins og vid viljum - berin eru aedisleg. Herna eru litlar edlur hlaupandi her og thar og talsverd flora af poddum.
Ingi drap 3 sentimetra geitung adan - en vid verdum sennilega ad sofa uti a eftir midad vid eitrid sem hann daeldi ur brusanum a kvikindid. Vid tokum mynd af glaesilegum sigri veidimannsins a dyrinu, med vinstri fot a skepnunni og haegri hondi - sigri hrosandi a brjostinu. hahaha
Forum til Pisa i dag midvikudag, Sindra hefur dreymt um ad sja skakka turninn i langan tima, thannig ad vid letum verda af thvi ad fara thangad. Hann var afskaplega anaegdur - en fannst eins og ad turninn aetti ad vera mun staerri en hann er. (Likt og Tom Cruise). Mjog gaman ad koma thangad og var hann myndadur i bak og fyrir. Hittum fullt af islendingum - en Stulknakor Reykjavikur var a ferd tharna.
Tharna er lika ogrynni af solumonnum ad selja "dyrindis" Rolex ur - "special price for you my friend", D&G belti, Guess toskur og fleira - their geta verid frekar uppathrengjandi. En svona solumenn virdast safnast saman a fraegum turistastodum, talsvert var af theim einnig hja Eiffel turninum.
Forum heim og attum goda stund - eldudum pasta ofan i lidid. Hrabba fekk laekni til sin i dag og er med halsbolgu og sykingu i halsi og er ad brydja toflur til ad na thessu ur ser.
Bornin njota sin afskaplega vel herna - eru i sundlauginni hvenaer sem faeri gefst - og eru farin ad skipuleggja ferdir hingad naestu arin. Tanja er m.a.s. farin ad spa i hvort ekki se haegt ad flytja til Italiu i 1 ar eda svo.
Ingi, Andri og Hilmar fylgdust vel med leik Vals og Vikings a netinu i kvold og voru afskaplega sattir med urslit thess leiks.
Blogga meira sidar - allir bidja ad heilsa
Lauja og co.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lucca
13.6.2007 | 22:12
Vid forum a faetur um kl. 9:00 thar sem a ad fara til Lucca. Eftir morgunmat var lagt af stad - bornin foru reyndar adeins i laugina fyrst - en vid akvadum ad hittast a vinbar kl. 14:00.
Madur er alltaf jafn hrifinn af thvi ad keyra um Italiu, sama hvert madur fer - umhverfid er alltaf jafn heillandi - hvar sem madur er.
Hittum Hrobbu, Hilmar og strakana um leid og vid logdum bilnum thannig ad vid roltum saman inn a fraegasta torg baejarin. Thad var miklu minna en madur helt en mjog skemmtilegt. Forum sidan ad leita ad besta is baejarins - sa stadur fannst tho ekki og keyptum vid okkur is i venjulegri isbud. Thar inni var frakki sem for afskaplega i taugarnar a Inga og Hilmari - hann helt ad hann aetti heiminn ut af fyrir sig, med barnastol a bakinu og snerist tharna inni og rakst utan i allt og alla - grrrrr.
Vid Ingi akvadum ad elda ofan i lidid i kvold og komum vid i stormarkadnum, keyptum kjuklingabringur a innan vid 500 kr. isl kiloid - sem er bara brandari. Raudvin er a allt nidur i 200 kr. islenskar fyrir thokkalegustu vin, Breezer afengur drykkur er a kr. 100 islenskar, parmesanostur kostar ekkert og svona maetti lengi telja.
Nutum matarins og kvoldsins og akvadum ad slappa af daginn eftir.
Vil taka fram ad eg set ekki fleiri myndir inn a barnalandssiduna hennar Erlu fyrr en vid komum heim ur ferdinni, thar sem vid erum a tolvunni sem fylgir husinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin a leidarenda
13.6.2007 | 21:57
Thar sem eg er ekki med islenskt lyklabord verdid thid ad lesa ur thessu. Sma thraut gaman gaman. Hrabba og co toku a moti okkur med kjotbollum og lauksosu algjort nammi og var vel tekid til matar sins. Husid er bara aedislegt, sundlaugin er reyndar afskaplega kold en vid venjumst henni. Thetta er lifid.
A sunnudag forum vid ad skoda markad innfaeddra a afurdum sinum og voru a theim markadi Swarowski skartgripir og landbunadargraejur hmm.... en vid forum sidan i gongu upp a gamalt virki sem var endurbyggt arid ellefuhundrud og eitthvad - agaetis fjallganga reyndi a lungu og limi - og grenjandi rigning a okkur asamt thrumum i meira lagi - eftirminnilegt. Vid klikkudum tho ekki a regnhlifunum - th.e.a.s. Hrabba. Vid forum a pizzeriu um kvoldid, margaritu pizza var a 3 EUR - sem er bara brandari og er thvilikt god.
A sunnudagskvold var sidan farid frekar snemma i rumid thar sem a ad fara til Lucca naesta dag.
Thad er erfitt ad vera ekki med islenskt lyklabord -er talsvert seinni ad pikka fyrir vikid. En thid skiljid thad.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ferðin suður á bóginn
8.6.2007 | 20:58
Já, húrra - á 2gja * hótelinu er þráðlaus nettenging - þvílík krummaskuð sem okkur fannst þetta vera þegar við vorum á leiðinni - vorum viss um að vera að fara í einhverja agalega afdali - en svo fann Andri hótelið fyrir okkur.
Á leiðinni upp þessa kræklóttu bíla"stíga" varla hægt að kalla þetta götu - fékk Ingi hláturskast - þá fór hann að hugsa um að það hefði ekki verið sniðugt að panta þetta hótel í fyrra - þegar við vorum á extra löngum Benz Sprinter trukk - það hef ði verið afar skrautlegt að sjá okkur reyna að taka beygjurnar á honum, bakka - leggja á hann - aðeins áfram - bakka og alltaf að djöflast á kúplingunni. Íbúarnir hér á svæðinu hefðu þá álitið okkur "klikkaða túrista"
Bílaleigubíllinn sem við fengum er Chrysler Voyager - þessi bíll er æðislegur, sjálfskiptur - fjarstýrðar hliðarhurðir - maður þarf ekki einu sinni að opna eða loka hurðunum allt fjarstýrt, DVD spilari - leðursæti, gott pláss fyrir farangur - bara frábær. Og erum við í sæluvímu með hann. Liggur við að maður strjúki honum og kyssi góða nótt - hann er það frábær. (e.t.v. eins og í eldgamalli "Austin Mini" auglýsingu fyrir ca. 30 árum - ef einhver man eftir henni - - SMÁ UPPRYFJUM FYRIR ÞÁ ÞÁ GLEYMNU: Maður kemur heim úr vinnunni - konan kemur hlaupandi á móti honum - fer framhjá honum í slow motion hrópandi "ástin mín - í " og maðurinn stendur eftir afar hissa sjá konum klappa og kyssa ástin míní bílinn. haha!
Börnin létu 2 DVD myndir rúlla á leiðinni niður eftir þannig að tíminn var ósköp þægilegur fyrir þau, við Ingi skiptum akstrinum bróðurlega á milli okkar - þannig að við náðum bæði að sjá aðeins umhverfið.
Hótelið sem við erum á er snyrtilegt - en enginn lúxus - enda erum við bara að borga fyrir 2 x 3 manna herberi EUR 110 - sem er ekki neitt. En við erum sem sagt með nettenginu og sér baðherbergi með sturtu - og við hliðina á okkur er bakarí - þannig að við förum þangað í fyrramálið.
Ég heyrði aðeins í Hröbbu áðan - og allt hefur gengið vel hjá þeim - hún er meira að segja búin að fá vinnu og byrjar í henni þann 18. júní n.k. þannig að það var eins gott að þau fóru í frí núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lokaorð um París
8.6.2007 | 20:36
París var eins og í lygasögu. Allt gekk fullkomlega upp, leigumiðlunin á húsinu http://www.vacationinparis.com/ og fyrirtækið sem sá um flutningana á okkur frá flugvelli og inn í borgina og frá íbúð og að bílaleigunni http://www.greyshuttle.com/ einna ódýrasta bílaþjónustan og allt stóðst 100 % hjá þeim. Þannig að við getum mælt með þessum þjónustum.
Hver dagur var eins og að vakna upp í bíómynd, fegurð borgarinnar er einstök, 2gja mínútna gangur er út í frægustu markaðsgötuna, gatan heitir Rue Mouffetard (held að það sé skrifað svona). Hægt er að kaupa þar kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, brauð o.m.fl.
Yndislegt að slæpast um, fínn hiti og alltaf gola - engin molla. Maður vildi gjarnan eyða fleiri dögum hérna næst.
Við tókum bílaleigubílinn inni í París Þannig að ég ákvað að leggja í það að keyra út úr París og það gekk eins og í lygasögu.
Ég á eftir að setja meira í lokaorð um París síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mona Lisa
7.6.2007 | 22:34
Í dag var fínt veður, skýjað en um 20°hiti. Við fórum á markaðsgötuna hér við hliðina í morgun og keyptum ávexti af bændum - nýbakað brauð og croissant, kaffi o.fl.
Fórum síðan í Louvre safnið - en Sindra er búið að langa mikið til að sjá Mónu Lisu. Þegar við vorum alveg að koma upp að henni - kom vörður og dró Sindra fram fyrir alla þá fullorðnu og lét hann standa beint fyrir framan myndina. Hann var frekar ánægður með það - sem og við hin fyrir hans hönd. Hann sem er 10 ára gengur með ýmsa drauma í maganum - og hlakkar til að skoða og sjá ýmislegt í heiminum - sem mér finnst mjög gaman að. Hann var frekar svekktur í fyrra þegar við náðum ekki að sjá skakka turninn í Pisa - en hann fær að sjá hann þetta árið.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra í þetta skiptið, þar sem við ætlum að fara að skriða í rúmið - vorum að klára að pakka saman, en við leggjum af stað snemma í fyrramálið, gistum í s-Frakklandi á morgun - rétt hjá Mont Blanc. Þannig að ég blogga ekkert fyrr en á laugardag - þegar við erum komin í húsið á Ítalíu - þ.e.a.s. ef nettenging virkar þar.
En við höfum það öll mjög gott - biðjum að heilsa öllum - Lauja og co.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fréttir af pabba
7.6.2007 | 00:38
Matta sendi mér SMS en pabbi er sem sagt að hressast. Tekið var vefjasýni úr lungunum á honum s.l. föstudag - en ekkert kom út úr því sem er gott. Hann er kominn á 2 manna stofu - og steig í fæturna í gær - eitthvað sem hann hefur ekki gert í þónokkurn tíma. Þetta voru allavega góðar fréttir - en hann er samt talsvert ruglaður. Var farinn að halda að Hrabba og Adda væru báðar búnar að skipta um nafn og farnar í læknisfræði - hann bað mig að kanna málið nánar.
En það er bara dagamunur á honum, hann þekkir okkur og allt hans nánasta - en virðist vera að upplifa gamla atburði - og ruglar þeim dálítið saman við það sem er að gerast í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sól og 25° hiti
6.6.2007 | 21:48
Veðrið leikur við okkur hér í París, sól og 25 stiga hiti - fín gola - þannig að okkur líður mjög vel hérna.
Fórum í Lúxembúrgargarðinn í dag til að njóta lísins, keyptum okkur brauð, croissant - bjór og gos - sátum á stólum og nutum lísins. Andri og Erla fóru aðeins og settust upp í grasbrekku sem var á bak við okkur - en eftir stutta stund komu 2 lögregluþjónar og bentu á að þetta væri ekki æskilegt. Andri spurði hvað löggan hefði gert ef hann hefði neitað að færa sig - "Ég sagði að þeir sem færu ekki eftir lögum og reglum í París væru bara skotnir" - hann trúði ekki mömmu sinni - hún bullar stundum dálítið í honum.
Við röltum um garðinn - Erla var nú orðin frekar þreytt á heimleiðinni - en við sáum skemmtilega búð sem selur Barbapapa vöru - og lofuðum við henni að kíkja í hana á morgun og kaupa eitthvað pínu fyrir hana þar.
Við fórum út að borða í kvöld á afskaplega fallegan stað, hann er frá árinu 1906 - og er í Art Nouveau stíl - og er í dag skráður sem sögulegur minnisvarði. Forréttir og eftirréttir voru hreint út sagt frábærir, nautasteikin var góð - þó ekki stórkostleg, ég fékk mér reyndar nautalund með gæsalifur í búrgundarsósu - hún var mjög góð. Þessi staður var með þeim fallegri sem við höfum farið inn á. Kvöldið var yndislegt. Ég set hér inn slóðina á staðinn : http://www.bouillon-racine.com/en/home/index.html
Ég makaði sólavörn á Erlu áður en við fórum af stað í dag - en gleymdi öðrum - þannig að við Tanja erum aðeins rauðar - en þá er bara að maka á sig After sun og Aloe vera geli. Sindri er strax farinn að taka lit - hann er bara ótrúlegur - um leið og sólin fer að skína þá er hann búinn að taka lit.
Hann er svo ólíkur okkur hinum með svo margt - algjörlega aðdáunarverður í svo mörgu. Ef hann er saddur - þá er hann saddur - þá stoppar hann að borða sama hversu gott það er. Hann er meira að segja farinn að biðja um grænmeti á diskinn sinn!! Ingi hefur nú stundum efast um að hann eigi eitthvað í þessu barni - sérstaklega þegar hann kom með yfirlýsinguna "ÉG HATA KJÖT" - þá vildi Ingi nú bara senda hann í DNA próf !!
Við erum búin að ná góðum tökum á GPS tækinu - og er sú græja að verða góður fjölskylduvinur. Eins gott að passa sig á að stilla á tækinu að maður sé fótgangandi en ekki keyrandi - út af einstefnugötum - það er bara snilld ef maður gleymir að skrá að maður sé fótgangandi - þá eru alls konar einstefnugötur sem tækir segir manni að taka aukakrók út af. Ég hefði ekki fattað það ... enda er Ingi kominn með græjupróf á það.
Núna sitja börnin og spila Yatzy - nema Erla liggur á gólfinu að teikna og lita - hún er reyndar að biðja um að fara í bað - Ingi reddar því.
Við vorum ekki búin að keyra inn í tölvuna disk til að geta keyrt inn myndir úr stóru myndavélinni - þannig að við keyrum bara inn myndir úr litlu vélinni - en það sleppur.
Ég ætla að fara og setja inn nokkrar myndir núna á barnalandssíðuna hennar Erlu.
Heyrði aðeins í Hröbbu áðan - þau eru komin á leiðarenda þreytt og voru að fara að fá sér pizzu.
Sólskinskveðjur til ykkar allra frá ferðafólkinu í París
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekta túristar í París
5.6.2007 | 22:58
Já, við vorum ekta túristar í París í dag. Fórum í bátserð á Signu og upp í Eiffel turninn - alla leið upp í topp. Ég er nú bara hissa á sjálri mér að guggna ekki á því á síðustu stundu - enda er ég afskaplega lofthrædd - miklu meira en í meðallagi - við biðum í röð í einn klukkutíma. Mistur var yfir borginni - en ótrúlegt að horfa yfir. Þvílíkt útsýni.
Á Signu sigldum við - og á bökkum Signu situr fólk hér hér og þar í innilegum faðmlögum og kyssist ofur lengi - fólk á öllum aldri - sem mér fannst gaman að sjá - ekki bara unga fólkið - París er sem sagt borg allra elskenda - ekki bara ungra.
En á einum bakkanum sátu nokkrir karlar saman að drykkju - og síðan vildi svo skemmtilega til að einn þeirra girti niður um sig brókina og dillaði "rassinum" framan í túristana - það lífgaði nú bara upp á - verst að börnin misstu af þessu.
Veður var ótrúlega gott í dag, sól og 27°C hiti - þannig að við vorum léttklædd. Golan í þessari borg bjargar Inga algjörlega - þó svo að þessi hiti sé - þá er ágætis gola og manni líður vel í þessum hita.
Við erum orðin svolítið þreytt eftir daginn, börnin eru að skipta sér í sturtu - síðan í rúmið.
Ingi fór út í markaðsgötuna við hliðina áðan með 3 eldri börnin og þau komu heim með kebab í kvöldmatinn - sem var afskaplega gott.
Á morgun er ætlunin að vakna snemma og nýta daginn, fara og skoða Monu Lisu - og svo ræður bara skapið og veðrið ferðinni.
En við biðjum að heilsa ykkur öllum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)