Færsluflokkur: Bloggar
Vinnan tekin við á ný.......
29.7.2008 | 10:30
... sem er alveg ágætt, auðvitað hefði ég verið til í lengra frí, en ég er búin að hafa það mjög gott í fríinu. Ingi er þó búinn að vera veikur - með lungnabólgu, en er aðeins að skána, sem betur fer. En við erum búin að hafa það mjög gott - í leti í sveitinni.
Í morgun biðu eftir mér í vinnupósthólfinu 350 póstar - sem þarf að kíkja yfir - fór á handahlaupum yfir póstinn - hvort þar væri eitthvað sem þyrfti að sinna í hvelli - staldraði við einn póst - þar sem var verið að tilkynna samstarfsfélagi væri látinn. Hann greindist með krabbamein fyrir um ári síðan, en lést þann 20. júlí s.l. - eftir 2 daga legu á líknardeild. Hann var 3 árum yngri en ég, var í sambúð og áttu þau 3 börn. Við vorum ágætis kunningjar, og stoppaði ég stundum hjá honum að spjalla þegar hann var úti að reykja. Hann ræddi svo sem ekkert um sín veikindi, þó fór ekki milli mála - útlitslega séð hversu veikur hann var. Að sjálfsögðu mun ég sakna hans, enda talsverð samskipti okkar á milli þessi ár sem ég hef unnið hér. Ég hef alltaf séð um að senda út reikninga fyrir hans vinnudeild, og oft þurft að leita til hans með ýmis mál, sem hann leysti alltaf fljótt og vel. - Alltaf erfitt þegar ungt fólk í blóma lífsins fer. En lífið er víst ekki alltaf sanngjarnt.
Ætli ég seti ekki inn nokkrar nýjar myndir í kvöld - ef ég nenni ..... þ.e.a.s. ef Erla vill ekki fá alla mína athygli - hún fór hálfpartinn að skæla í gær þegar hún vissi að ég myndi fara í vinnuna í dag "mamma, ég vil bara hafa þig hjá mér" - sagði hún.......... þessi elska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hundadagar byrja í dag.......
13.7.2008 | 13:19
....... og samkvæmt sögunni eiga næstu 40 dagar að vera eins og dagurinn í dag - veðurfarslega séð....... var ég nú reyndar að vona að í dag væri sól og hiti - bara upp á næstu 40 daga að gera...... en manni verður víst ekki alltaf að óskum sínum
Adda litla systir mín á afmæli í dag - til hamingju með það skvís ...... og þar sem ég er alltaf 25 ára
- þá er hún víst bara 20 ára - skrítið að hún skuli eiga barn sem er 12 ára....... WOW...... hún hefur byrjað snemma
Við erum búin að fara í útilegu og í sumarbústaðinn í fríinu okkar - Ingi náði sér í einhverja pest þannig að nú erum við bara heima að dúllast - annað hvort er hann með ofnæmi fyrir að vera of mikið með mér - nú eða með ofnæmi fyrir sveitalofti - ég hallast nú frekar að þessu síðarnefnda
Í gærkvöldi dældi ég í hann heitu kakói - með rótsterku rommi (Stroh 80%) - rífa þetta úr honum - virkaði ekki alveg í fyrstu tilraun - held því áfram í dag og næstu daga - hann verður sem sagt pissfullur með mér næstu daga - og ægilega ánægður með lífið og tilveruna...
Ég kíkti til mömmu í gær og í fyrradag - hún er ósköp eitthvað tuskuleg - en hressist þegar maður kemur í heimsókn til hennar. Erla var með mér í gær - við fórum saman í bæjarferð - bara við tvær - og réð hún ferðinni - aðeins skoðað það sem henni fannst spennandi - enduðum síðan á að kíkja til mömmu - Erla talaði út í eitt - held nú bara að mamma hafi haft gaman af því.
Við Ingi ætlum á Mamma Mia myndina bráðlega - látum börnin vera heima "komum okkur í gírinn" (eigum þó ekki til ABBA outfit - alveg synd...... við hefðum tekið okkur svoooooo vel út í þannig dressi.... ) .....það verður bara gaman að sjá myndina - sáum söngleikinn fyrir 2 árum í London og var hann afskaplega skemmtilegur - þannig að við hlökkum til að skella okkur og sjá þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Austurríki......
3.7.2008 | 00:10
.... ég hef 2 x verið tekin fyrir of hraðan akstur - í seinna skiptið þegar ég brunaði eins hratt og ég gat í gegnum Austurríki á Bens Sprinter trukk....... komst ekki hraðar en 90 km....... og löggan greip mig glóðvolga....... ég hef ekki ætlað að lenda í neinu í því landi.......
Ótrúlegar fréttir síðustu mánuði frá Austurríki , eins og mér fannst það alltaf heillandi land þegar ég var yngri, reyndar býr Hólmdís gömul vinkona þar með sínum manni og 2 strákum, Gerhard maðurinn hennar er austurrískur - og yndislegur í alla staði - en að sjálfsögðu eru mislitir sauðir í öllum hjörðum - vissi þó ekki að væru þetta margir "mislitir" í Austurríki..........
![]() |
Grunaður um að hafa myrt fjóra fjölskyldumeðlimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndir........
6.6.2008 | 00:06
Sko mína.... var að setja inn nokkrar myndir - já ég á þetta til....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17. maí 1985........
19.5.2008 | 20:45
....... akkúrat þann dag þá byrjuðum við Ingi saman, djö.... hvað maður er orðinn gamall - þó það sé nú ekki að sjá á manni...... tíhí....
Þannig að við héldum nú aðeins upp á daginn.
Ingi fór og keypti nautakjöt í Melabúðinni - bestu kjötbúð bæjarins. Ótrúlega gott kjöt sem við fengum - bráðnaði hreint út sagt upp í manni. Ég eldaði humar í forrétt, sem heppnaðist afar vel - stór og góður og alveg nýr. Maturinn heppnaðist sem sagt einstaklega vel, börnin tóku að sjálfsögðu þátt í þessu með okkur, Erlu fannst nú lyktin af forréttinum ekkert spennandi - og vildi frekar "skyndinúðlur" - hún kann ekki alltaf gott að meta - eins og þið sjáið. Ég útbjó í eftirrétt "tiramisú" - sem er alltaf gott.
Reyndar vorum við Ingi búin að þekkjast í 6 mánuði áður en eitthvað meira varð á milli okkar, við kynntumst í gegnum Biddu vinkonu. Þetta kvöld fyrir 23 árum fór ég á gamla góða "Hellinn" - en þangað gat maður alltaf farið og stólað á að hitta einhvern sem maður þekkti. Og viti menn - Ingi var þarna með vinum sínum þetta kvöld - og settist ég hreint út sagt ofan á hann. Hefur hann ekki losnað við mig síðan... klukkan 3 - þegar allir staðir lokuðu - stungum við af út í nóttina...... hann skilaði mér heim - eins og sannur herramaður - og áttum við stefnumót daginn eftir.
Kvöldið sem við hittumst í fyrsta skipti - vorkenndi hann mér, hélt ég væri fötluð - sama kvöld missteig ég mig svo illilega og haltraði allt kvöldið - ég var að vinna á einhverjum fundi - en þá var kennaraverkfall í gangi - og Bidda hafði smalað vinum sínum á fundinn - þar á meðal var Ingi og vinir hans. Við áttum nú eftir að hittast nokkrum sinnum eftir þetta - detta í það saman - hittast hjá Biddu og borða heimabakaða pizzu - og hittast í kaffi hjá henni. Þannig að við vorum farin að þekkjast ágætlega áður en eitthvað meira varð á milli okkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mig langar í mús....
19.5.2008 | 20:10
.... var Erla að tilkynna mér rétt í þessu - afþví að þær eru svo krúttlegar - gerðu það mamma...... þá ertu best - ég gaf ekki samþykki mitt fyrir því. Við eigum lítinn og sætan páfagauk - og held ég að það dugi í bili.
Síðan spyr Tanja mig - mamma, um hvaða kynsjúkdóm er auðveldast að læra??? -Hei nú varð ég orðlaus!!! Varð eitt stórt spurningamerki í framan - yppti öxlum og sagðist bara ekki hafa grænan grun.
Jamm, spurningar - geta verið af ýmsum toga sem dynja á manni........
Erla var að pæla í lífinu í síðustu viku, saknaði afa síns sem dó í fyrrasumar, vildi fá hann aftur. Ég sagði henni að nú væri hann engill - búinn að hitta mömmu sína og pabba - en hvernig fæddust þau spyr hún þá........ þau áttu mömmu og pabba....... já en hvernig fæddust þá þau???? þau áttu líka mömmu og pabba sagði ég - og svona gekk þetta á milli okkar - þar til hún sagði; Já en þau sem fæddust síðast - hvernig fæddust þá þau??? Fæddust þau bara upp úr grasinu???? - Þau leiða hugann að ýmsum hlutum þessar elskur - bara gaman að því.
Annars þá fannst mér ekkert gaman - þegar hún tók utan um haldlegginn minn og sagði; Mamma, voða ert þú með lina vöðva.......
Ef þið lesið bloggið hans Emils - þá er ég sammála honum með franska lagið - ótrúlega skemmtilegt lag þar á ferð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Saga dagsins
6.5.2008 | 13:45
Með mér vinnur ung gullfalleg og afar skemmtileg stúlka. Hún er í HÍ - og var um daginn að gera ritgerð - vantaði aðeins penna orð yfir hið annars ágæta orð að "ríða" .
Ég stakk upp á að hún gæti notað orðið "samfarir" sem er kannski aðeins penna - sem henni fannst það alveg brilljant, punktaði það á gulan "post it" miða sem hún stakk á góðan stað.
Ég býst nú við að hún hafi farið heim og klárað ritgerðina góðu (sem væri fróðlegt að lesa).
Hún var skiptinemi í fyrra - og var að vinna að gerð ritgerðar í sambandi við dvöl hennar þar - og upplifun hennar á fólkinu þar - og samskiptum kynjanna.
Jæja, ekki meira um ritgerðasmíði hennar.
En um helgina fór hún á djammið með vinkonum sínum, vatt sér upp að barborðinu - pantaði sér ægilega fínan kokteil í sínum fína svarta kjól með sitt ljósa hár, náði í debet kortið og rétti barþjóninum - eeeeeen áfast við debet kortið var þessi líka fíni post it miði - "SAMFARIR" var það eina sem aumingja barþjónninn sá - hann leit að sjálfsögðu undrandi á hana og hálf gapandi - hún brosti sínu blíðasta - þar til hún sá miðann sem var fastur við kortið........ hún varð að halda haus....... úbbs.... sagði hún og tók miðann af kortinu - kvittaði fyrir greiðslunni - og var fljót að láta sig hverfa.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ný - ný - ný - ný -
5.5.2008 | 21:49
já það eru komin ný lög í spilarann hér til hliðar...... héðan og þaðan - - falla kannski ekki í kramið hjá öllum - en ég hef gaman af þeim - að sjálfsögðu er eitt lag með "Aðalstjörnu bæjarins" honum Palla og síðan laumaði ég einni "Radíusflugu" með - pínu dónó.......
Grumpa, ég þarf að fá heimilisfangið þitt - til að koma smá sendingu til þín. Þú getur sent á lauja111266@hotmail.com heimilisfangið þitt
Annars þá horfðí ég á hlustendaverðlaun FM á laugardag - og var búin að gleyma hversu skemmtileg þessi hljómsveit er......
http://youtube.com/watch?v=l6mD2lXV2so&feature=related
http://youtube.com/watch?v=H-Pwk0u4aEo&feature=related
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sindri vinnumaður
5.5.2008 | 20:51
Já, hann er að fara í vinnu í fyrramálið í Húsdýragarðinn að moka skít, gefa dýrunum o.fl. í þeim dúr. Hann er svo sem ekkert hoppandi af gleði yfir þessu - en finnst þetta þó allt í lagi. Bekkurinn fer og verður í vinnu í 4 klukkutíma - þau hafa gott af þessu.
Ég fór áðan af stað til að kaupa á hann stígvél - ekki hægt að senda hann í þessa vinnu í strigaskóm - en að finna stígvél á svona gaur er ekki það auðveldasta í heimi. Í Hagkaup voru Latabæjarstígvél - hann hefði drepið mig með augnaráðinu ef ég hefði splæst í þannig útbúnað fyrir hann..... bekkurinn hefði litið hann hornauga - hann var búinn að fá nóg af búðarflakki með mér áðan - þannig að ég ákvað að halda áfram - en skilaði honum og Erlu heim til Tönju.
Endaði ég síðan á að finna stígvél fyrir hann í Smáralind - plain svört - þegar ég kom hins vegar heim - sagði ég honum að ekkert hefði fengist í hans stærð nema "Bósa ljósár" stígvél - djö... að hafa ekki verið með myndavélina uppi við - svipurinn sem kom á hann - átti hann 11 ára töffari að mæta í "Bósa" stígvélum!!!!!! En þegar hann sá að ég var aðeins að grínast í honum varð léttara yfir andliti hans......
Nóg af þessu helgin var fín - grillið var vel nýtt þessa helgi, indverskt ilmaði í hverfinu á laugardag - kannski að ég fari þó að setja pásu á það - til að familían fái ekki nóg af því - það væri afleitt.
Í gær bakaði ég pönnukökur - og kíkti ég til mömmu með nýbakað pönnsur - en þá átti hún ekki til sykur....... þannig að börnin skutust út í næsta hús og sníktu sykur hjá húsfrúnni þar á bæ - fyllti hún sykurkarið fyrir þau - enda er hún "Bestust" . Andri var að sjálfsögðu að læra þessa helgi - þó með hléum - og í gærkvöldi fór Ingi með hann og Tönju á fótboltaleik - og vann Valur að sjálfsögðu.....
Á meðan var ég heima í leti með Sindra og Erlu - lét þau fara í bað - þau fóru saman - með 2 lítra flösku fulla af ísköldu vatni - þannig að þið getið ímyndað ykkur hvers lags skrækir komu af til frá baðherberginu - en mikið skemmtu þér við það
- algjörir vitleysingar...... Þegar baðið var búið - tók Erla til við að rífa í tætlur 250 bita púsl - eingöngu til að púsla það upp á nýtt.......
Held að þetta sé orðið gott í bili - ætla þó að enda þessu færlsu á að óska tengdapabba til hamingju með afmælið í gær
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Umhugsunarvert....
4.5.2008 | 19:35
Vissir þú.....
.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?
.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?
.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska, sem er sama og 44 í evrópu) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?
....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?
.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar = 42-44 í evrópu)?
.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun?
.... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?
.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna
.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?
.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?
Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.
-Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.
-Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.
-Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarar.
Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)