Færsluflokkur: Tónlist

Söngtextar

Já - nú get ég sko farið að gleðja mína nánustu - fann síðu sem inniheldur texta við mööööörg lög -

slóðin er....... http://www.lyricstime.com

algjör snilld


Er þetta snilld eða SNILLD - verðið að hlusta......

Minnir mig á Þýskaland....... og Benz Sprinter extra langan.....

Þetta er yndisleg snilld LoL


Lover in the dark.......

Nýtt lag með Berndsen - mjög fínt lag - fékk smá OMD fíling þegar ég hlustaði á það -

Foreldrar tónlistarmannsins eru að vinna með mér - bæði tvö eru þau alveg yndislegar manneskjur - ef strákurinn hefur erft "genin" þeirra - þá vil ég gjarnan fá hann sem tengdason........ ég segi nú bara svona Smile


Flott lag

Jamm....... einhver sammála ?


Verslunarmannahelgin

Eyddum henni í bænum.  Skúraði stöðina í gær og tók bílinn gjörsamlega í gegn!  Lá við að ég færi með eyrnapinna á hann - enda er hann orðinn þvílíkt hreinn og fínn !  Húrra fyrir mér !  Á meðan ég dundaði mér við  þessi þrif - tók Ingi lagerinn í gegn..... enda var orðin þörf á því.

Ingi tók alla gríslingana okkar á leikinn áðan Valur - KR - en þau eru ekki mikil lukkudýr - þessar elskur og tapaði Valur......

Ég dundaði mér við að elda oní svangt liðið á meðan - veislumat að sjálfsögðu.... og ákváðum við hjónin að opna 1 rauðvínsflösku svona til tilbreytingar.  Ég setti "playlista" á í tölvunni - og langar mig til að setja 1 lag hingað inn.... reyndar mun fleiri - en þetta lag heyrði ég fyrst þegar við Ingi vorum að byrja saman...... og hreifst ég strax af því.... hef ekki heyrt það lengi - en það er alltaf jafn indælt.

 

 


Sindri sæti..... strákurinn minn....

sem á afmæli í dag - orðinn 12 ÁRA þessi elska...... til hamingju með daginn elsku yndislegi strákurinn minn........ Heart

 IMG_4646

 

...ég verð líka að setja inn lag... með Gary Jules sem heitir Mad World..... það var áðan í auglýsingu - ég hef alltaf verið að reyna að muna hver syngi það - og Andri snilli - mundi um leið og ég spurði hver syngi þetta..... þannig að ég verð að smella því inn...


Lag dagsins.......

er með Cure, frábært lag sem allir eiga að syngja á "föstudögum"  "Friday I´m in love.....


Annað lag..... gat ekki annað en sett það inn.......

Þegar ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti á sínum tíma, labbaði ég úr vinnunni - út í næstu plötubúð - og keypti "kassettuna" - til að ná að heyra þetta lag "STRAX" aftur - varð gjörsamlega heilluð af þessu lagi.  (Vann hjá pabba - og plötubúð var í næsta húsi).

Hef kíkt eftir þessu á YouTube af og til án árangurs - fyrr en núna - Lagið heitir "La femme accident" og er með OMD, já mér finnst þetta lag ennþá mjög flott Joyful


Varð að setja þetta lag inn....

.... þið skiljið ef þið lesið færsluna hans Emils........ þetta er nú líka afskaplega flott lag.

Lagið heitir "The Model" - og er með hljómsveitinni "Kraftwerk".

 Annars þarf ég að fara að blogga smá eftir sumarfrí, var að koma af ættarmóti - og er  ekki í miklu bloggstuði akkúrat núna  -  þið skiljið Joyful     ...ætla að leggjast í leti fyrir framan sjónvarpið og horfa á tónleika með hljómsveitinni "Scissor Sisters" - þau eru flott!

 


Yndisleg hljómsveit......

... hreint út sagt. 

Mun að sjálfsögðu mæta á myndina þegar hún kemur í bíóhúsin hérlendis.

Fór á ABBA söngleikinn "Mamma Mia" í London fyrir tæpum 2 árum - og skemmti mér óskaplega vel.  Einnig var mjög gaman að sjá hversu ólíkir einstaklingar voru á þessum söngleik - á öllum aldri og allir virtust skemmta sér mjög vel.

Lengi lifi ABBA   !!!!!!!

 


mbl.is Abba sameinast í eina kvöldstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband