Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Gærkvöldið..... og fleira

Við Ingi skelltum okkur í bíó í gærkvöldi, sáum "Loftkastalinn sem hrundi", við vorum búin að sjá 2 fyrri myndirnar og urðum við engan vegin fyrir vonbrigðum með þessa.  Fórum í "lúxus-sal" - bjóst ég svo sem alveg eins við að hrjóta - í þessum þægilegu sætum LoL  .....það gerðist þó ekki.  Öskraði ég alveg upp yfir mig í einu atriðinu.......... held ég þó að öllum hafi brugðið á því andartaki - yfir myndinni - ekki mér Joyful  Ég væri þó til í að geta keypt kaffi í bíóhúsunum - fæst e.t.v. á barnum - tékkaði ég það ekki.   ....en það væri ósköp ljúft að sitja með gott kaffi og njóta myndarinnar.

Allt er að smella saman fyrir sunnudaginn - ég er sallaróleg yfir þessu öllu saman - sem og rest af fjölskyldu - ég er ekki þessi stressaða týpa - þetta reddast alltaf - og yfirleitt með stæl - borgar sig ekki að fara yfirum af stressi - og smita alla í kringum í sig Kissing  ....þá kemur maður engu í verk.  Ég fór í klippingu og litun í gær - ótrúleg ánægð - mjög stutthærð - og fíla það gríðarlega vel - öll  börnin mín eru einnig búin að fara í fermingarklippingu - sem og Ingi - fáránlegur unglingur þar á ferð - varla kominn með eitt grátt hár........ Smile  ......annað en ég - gamlan hans.... hmmmm.

Ég ætla að vera í fríi á föstudag og mánudag í vinnunni - klára það sem þarf að klára - og eiga mánudaginn í leti - verður ljúft.   

Ágætisvinnutörn er síðan framundan hjá mér - breytingar í vinnunni - og mikil vinna hjá okkur skvísum samhliða því - en það verður bara gaman.

Ætla að setja inn mynd af fermingarstráknum mínum yndislega - hann er afar rólegur yfir þessu - en þó mjög spenntur - með ákveðnar hugmyndir - góðan smekk og álit á þessu öllu saman.

Sindri fermingarstrákur


Sindra ferming og ljóð..... um list

Tíminn flýgur, og það er heldur betur farið að styttast í ferminguna hans Sindra.  Allt er að skríða saman.  Þetta reddast allt.  Eitt og annað er þó eftir - en ekkert stress í gangi - hann er nú líka ofurrólegur yfir þessu hann Sindri minn.

Ég fer bráðum að flytja aftur á minn gamla vinnustað - úr Urðarhvarfi og aftur niður í Borgartún - ég verð að segja að ég hlakka til að fara aftur í Borgartúnið, þó svo að sé styttra í dag í vinnuna - þá er svo margt annað sem mér finnst jákvæðara við að flytja Smile

Ég var að taka til í skúffunni minni í morgun - henda gömlum og úreltum upplýsingum, rakst á blað sem gefið var út fyrir 3 árum, í því var ljóð eftir einn starfsmann sem heitir Pétur Arnar Kristinsson, var hann starfsmaður á lager, en stundar nú nám við arkitektúr í París.  Þetta er fínt ljóð hjá þesum strák og ákvað ég að smella því hér inn.  Hann samdi það á sínum tíma þegar var þemavika hjá okkur og þemað var "list" - og ljóðið heitir því fumlega nafni "List".

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

List er leit að sjálfum sér

List er leit að svörum

List getur verið alls óþekkt

- eða á allra vörum

-

List getur verið litaklessa

List getur birst í ljóði

List getur verið lagasmíð

sem sungin er í hljóði

-

List er að vita hvað skal segja

- list er málglöðum að þegja

List er fósturlandsins Freyja

list er að lifa - list er að deyja

-

List er það að segja til

um hvað sé list - ég reyna vil

þó lítið viti víst ég skil

að það er list að vera til

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Er ekki allt lífið list - allavega fannst mér þetta ljóð vera fínt hjá honum.

Læt þetta duga núna - best að halda áfram að vinna Halo


Gamlir menn eru svo krúttlegir........

Erla mín kom með þessa tilkynningu í gær, ég skaust með hana inn í Skólavörubúðina áður en ég fór að skúra..... þegar við förum út - situr gamall maður í bíl beint fyrir utan..... hún vinkar honum - snýr sér síðan að mér og segir:  Mér finnst gamlir menn svo krúttlegir - með svona strik í andlitinu - og líka gamlar konur......

Æ.... hún er eitthvað svo skemmtileg þessi stelpa InLove

Nýjasta gæluorð hennar - um okkur foreldrana - er að við erum "svínagrísir" - þú ert svo mikill svínagrís - segir hún - tekur utan um mann og knúsar.......   hugmyndaflugið í henni er ansi auðugt... vona að það haldist þannig....... út lífið. 

Hún er farin að syngja í kór - 6-7 ára barna í kirkjunni - hún og Hrefna vinkona hennar vildu prófa - og finnst þeim voða gaman.  Eiga að syngja í messu næsta sunnudag í Borgarskóla.  Allar fengu þær kjóla á síðustu æfingu - og tilhlökkun hjá dömunni.

Smurstöðin (Smurstöðin Stórahjalla) -  er loksins að flytja, síðasti dagur í dag er á gamla staðnum - sem er nú dálítið skrítið - hafa verið á sama stað í 34 ár.  

Nýi staðurinn er á Dalvegi 16a - við hlið hinnar geysivinsælu heimilisvöruverslunar "Amor" LoL - beint á móti Europris - og hinumegin við Dalveginn er Sorpa...... stöðin er ekkert smá flott hjá þessum elskum - opnunarhátíð verður hjá þeim á morgun - þannig að nóg verður að gera hjá þeim - að klára að flytja og "sjæna" allt saman.  Vona að verði brjálað að gera hjá þeim - enda fara þeir að taka aðeins meira en þeir gerðu...... smærri viðgerðir.

Læt þetta duga í þetta skiptið Smile

 


Tanja Sif orðin 15 ára.....

Til hamingju með afmælið elsku fallega og yndislega stelpan mín Heart

Mér finnst nú ekki vera komin 15 ár síðan þú komst í heiminn.

Tanja

Set sömuleiðis inn tvær gamlar af þeim systkinum...

Scan10005

Scan10007

 

 


Þú ert svo mikið rassgat - og kynfræðsla

Erla segir við okkur foreldra sína í tíma og ótíma "þú ert svo mikið rassgat" - getur verið frekar vandræðalegt í margmenni í Kringlunni Smile - reyndi á það s.l. helgi - Tanja var að líta eftir afmælisgjöf fyrir sig frá ömmu sinni og afa - ég stóð inni í verslun - þegar Erla lyftir upp kápunni minni - leggur lófana á rassinn - og segir upphátt......."þú ert svo mikið rassgat" .......ég glotti nú barasta þegar ég tók eftir að rétt við hlið okkar stóð maður að fylgjast með þessu hátterni dóttur minnar LoL  - æ hún er svo mikill kjáni...... yndislegur kjáni InLove

 .....kynfræðsla......

Var að heyra ansi skemmtilega sögu hjá vinnufélaga - hvort hún er sönn eður ei - skiptir ekki máli - hún er bara fyndin !

Vinkona hennar fékk "kynfræðslu" frá mömmu sinni þegar hún var orðin 19 ára - kellingin hefur sennilega ekki kunnað við að bíða lengur með að fræða dóttur sína um alvöru lífsins.......

.......hún fór afar fljótlega og ónákvæmt yfir þessa hluti með dótturinni - en endaði á að segja við hana........ passaðu þig á að fá aldrei fullnægingu - þú verður feit af henni !

 Algjör snilld Kissing


Erla búin að ákveða hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór.....

..... hún tilkynnti mér það í dag.  Ekki búðarkona, ekki snyrtidama, ekki læknir eða lögfræðingur - nebb - hún ætlar að vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur!   ......ég er ekki að grínast Smile

Hún ætlar nefnilega að vera í mjög þægilegri og stuttri vinnu - og ímyndar sér að þessi vinna sé þannig - hún ætlar nefnilega að mæta alltaf í vinnuna - slökkva - eða kveikja á öllum ljósastaurunum - og fara síðan aftur heim....... Joyful

.....ekki veit ég afhverju hún fékk þessa hugdettu - en hún er svo fyndin og yndisleg - þessi litla skotta....... Heart


Elskurnar mínar eiga afmæli í dag.......

Ingi og Erla eru afmælisbörn dagsins - þessar elskur.

Erla átti nú dálítið erfitt með að fara að sofa í gærkvöldi - var frekar spennt, bæði yfir sínum afmælisdegi - vitandi af pakka sem hún mætti opna þegar hún færi á fætur - en einnig var hún afar spennt yfir pakkanum sem hún ætlaði að rétta pabba sínum í morgun.

Afmælisbörnin yndislegu

Til hamingu með daginn yndislegu elskurnar mínar InLove

 Fyrir utan það að Erla fæddist á afmælisdegi Inga, þá trúlofuðum við Ingi okkur á þessum degi 1986 og Andri var sömuleiðis skírður á þessum degi fyrir 16 árum.

 


Blogglata frúin

jamm... ég er víst búin að vera óttalega löt að blogga að ráði síðustu vikur - en þetta kemur allt saman. 

Ég kíkti að gamni inn á eldri bloggfærslur mínar - en skrítið hvað er stutt síðan ég var nú samt að skrifa þær - þó svo séu liðin nærri 2 ár frá fyrstu færslu. 

Þetta er svo sem hálfgerð dagbók hjá manni - að hluta til - að sjálfsögðu er hún ekki tæmandi - enda held ég vinir fjölskylda séu ekkert áfjáð í að lesa allt sem flýgur í gegnum hugann minn - gæti að sjálfsögðu verið afar krassandi lesning  Kissing ...... en læt þetta haldast áfram eins og hefur verið.

Sumarfríið var á rólegri nótunum - enda tók Ingi upp á að fá lungnabólgu.  Ég var nú farin að halda að hann væri kominn með ofnæmi fyrir mér - að vera of mikið með mér - en eftir 4 heimsóknir  til lækna - fékk hann úr því skorið að hann væri með lungnabólgu.....  En við eyddum talsverðum tíma í sumarbústaðnum og nutum þess að gera svo sem ekki neitt nema dinglast saman - spila - fara í heita pottinn, lesa fara í sólbað.....  já bara afslöppun og nutum lífsins.  Enda komum við ósköp úthvíld eftir þetta frí.  Engar skoðunarferðir - eða langkeyrslur.

Síðan fór ég á ættarmót út frá mömmu ætt í lok júlí.  Ingi og Andri voru heima en ég tók hin 3 börnin með mér.  Fékk húsbílinn lánaðan hjá tengdó - sem eru bara BEST Wink - og vorum við ekkert smá fegin að mæta seint á föstudagskvöldi í roki og rigningu - og þurfa ekki að tjalda.  Gaman að hita ættingjana - og meira að segja er einn vinnufélagi frændi minn (hann er afskaplega fínn - þannig að ég er ekkert hissa að hann skuli vera frændi minn.....LoL ).

Við vorum á tjaldstæðinu á Kirkjubæjarklaustri - sem er afskaplega fínt - góð aðstaða til alls.  Við grilluðum saman á laugardagskvöldinu - börnin voru í fótbolta en þau 3 yngstu voru í Bratz leik - lögðu tjaldið hjá Öddu og Emil undir sig í leikinn.  Mjög fínt veður á laugardeginum en blautt á sunnudeginum þegar verið var að taka saman - þannig að öll börnin sér morgunmat hjá okkur og horfðu síðan á DVD mynd meðan foreldrar tukur niður blaut tjöld.

Síðan tók vinnan aftur við - lífið fer í sínar skorður alltaf á endanum - er allavega heppin að vera ánægð í vinnunni og í raun hlakka til að mæta í hana á hverjum degi - góður starfsmórall - og öll aðstaða til fyrirmyndar, kannski er stundum aðeins of mikið að gera - en dagurinn er nú líka afar fljótur að líða, en þegar eru sumarfrí - þá gengur maður aðeins inn í störf annara - sem er bara hið besta mál.

Skólarnir byrja í næstu viku - OMG....... hvað er stutt þangað til Shocking - síðustu skólaslit voru í síðustu viku (hér um bil)   ..... Erla hlakkar að sjálfsögðu til að byrja í skólanum - búin að fá skólatösku og pennaveski - bleikt að lit - prinsessan mín.

Jæja - verð að gera eitthvað hérna megin - Erla vill komast í bað með dúkkuna sína - best að láta það eftir þessari elsku.

 


Myndir

Var að setja inn myndir frá helginni...Grin

 


Vinnustaðahrekkir.......

......... þeir geta verið af ýmsum toga...... misalvarlegir þó......

 Einhverju sinni gekk Ingi um sinn vinnustað með helblátt eyra..... þá voru til stimpilpúðar og gráir símar (hver kannast ekki við þá??)  - vinnufélagarnir þrýstu símtólinu ofan í stimpilpúðann og kölluðu á hann í símann......... og viti menn - hann uppskar blátt eyra....... í nokkra daga....

Vinnufélagi Inga notar mjööög mikinn sykur í kaffið....... einhverju sinni skiptu þeir sykri út fyrir salt...... en þeir fengu ekki blítt bros frá honum þegar hann fékk sér morgunsopann sinn einn kaldan vetrarmorgunn......... (sennilega kannast margir við þetta)

Ingi setti eitt skipti tissjú inn í samloku vinnufélaga síns, hann smjattaði á henni ...... fannst hún eitthvað öðruvísi........ tók þá eftir grunsamlegum vinnufélögum....... sem höfðu fylgst með honum smjatta á þessu.....

Síðan settu þeir koppafeiti inn í samloku hjá honum nokkrum dögum síðar.... það var líka hálf ógeðslegt - slímug samloka.... jukk........ eftir það hætti hann að mæta með samlokur í vinnuna.....

Síðan fór vinnufélagi Inga að gera morgunverkin sín á klósettinu - þegar hinir tóku sig til - sóttu afar skítuga loftsíu og loftbyssuna........ þrýstu síunni neðst við klósetthurðina - og hreinsuðu úr síunni inn á klósettið..... hóst... hóst..... - síðan braust hann fram kolgrár og rykugur í hóstakasti - hinir lágu hins vegar í hláturskasti yfir þessu.....   ....skepnur Tounge

Nýr starfsmaður lendir í árekstri á fyrirtækisbílnum, hann fór yfir á rauðu ljósi og fékk annan inn í sig - slasaðist þó ekki, eftir skýrslutöku tekur hans yfirmaður á móti hinum með reikning stílaðan á hann upp á 1,4 milljón + VSK...... og skýring er "Citroen"........ kemur í ljós á morgun hvort hann hafi sagt upp.......... eða fengið kvíðakast..... Errm

Þegar "leynivinavika" var einhverju sinni í vinnunni minni - mætti einn starfsmaður á sitt vinnusvæði um morguninn - þá var búið að grenigreina-klæða allt hans svæði - mjög skondin sjón..... hann tók þessu létt - nema þegar hann settist í sætið sitt og greninálar stungust upp í rassinn hans...... Wink  ræstingafólkið var hins vegar ekki mjög glatt yfir þessu.

Þegar starfsmaður kom úr sumarfríi var búið að klæða allt hans vinnusvæði með álpappír - pennar - reiknivél - lyklaborð - post-it miðar - sími - headsettið - allt nema bréfaklemmurnar....   .... það tók hann dágóða stund að afklæða sitt svæði.....

Þegar ég var 16 ára var ég að vinna á símanum í vinnunni með pabba, ég hringdi í "Orð dagsins" og gaf símann á starfsmann - sagði að merkur maður  vildi ná tali af honum...... hann þaut inn til sín...... "blessaður..." heyrðist í honum..... síðan kom hann fram til mín..... brosandi - fannst þetta bara fyndið.... (Rauða torgið var ekki komið í þá daga.......) Joyful   ..... hann hefði þá sennilega læst að sér og komið fram dágóðri stund síðar.........Grin

Ef einhverjir hafa skemmtilegar "vinnustaða-hrekkjasögur" þá væri gaman að heyra af þeim......

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband