Fermingin afstaðin
4.4.2008 | 20:37
Já, Tanja Sif stóra skvísan mín fermdist sem sagt um síðustu helgi. Þetta tókst allt með glæsibrag og skvísan alsæl eftir daginn, hún var afar róleg og yfirveguð - ekkert stress í gangi - enda veit hún að mamma hennar klikkar ekki á smáatriðunum.....
Ég veit ekki hvort Tanja eða Erla voru spenntari að opna gjafirnar eftir veisuna, en Erla var afar dugleg að hjálpa henni - kannski of dugleg........
Heilmiklar pælingar voru hjá gestunum hver það væri sem sat við hlið Tönju Sifjar, þetta var vinkona hennar sem heitir Álfdís - já hún er afar strákaleg - en þær eru góðar vinkonur - þetta var ekki tilvonandi tengdasonur - eins og einhverjir voru að spá í - æ bara gaman að þessu.
Daman fékk ýmsar góðar gjafir - og afar ánægð með þær allar, vill engu skila eða skipta - allt saman "perfect".
Andri var að koma inn með Erlu - en hann hafði lofað henni að fara með hana út að hjóla - hann fór með hana nokkra hringi - þau voru að koma inn - og eru kinnarnar á þeim eins og klakastykki - fj... kuldi.
Ég ætla að fara að hita kaffi og athuga hvort eitthvað sé í TV sem hægt er að gleyma sér yfir. Tanja var að hlaupa yfir til vinkonu sinnar - og Róbert var að koma til Sindra - þeir ætla að gista - vinirnir.
Annars þá hringdi ég áðan í Gústa, systurson minn, en dóttir hans og Erla voru hinar bestu vinkonur í fermingunni og ætla þau að koma í heimsókn á sunnudag. Erla vildi nú helst fá hana í heimsókn strax - en hún ætlar sko að baka köku áður en vinkona hennar kemur - yndislegt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Helú - allir
4.4.2008 | 15:56
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var að setja inn...
10.3.2008 | 21:49
... gamlar myndir - hætt í bili þar sem ég er að baka köku fyrir Sindra - en á morgunn er bekkjarkvöld hjá honum - og kom aðeins eitt til greina hjá honum - til að setja á hlaðborð - uppfyllir maður ekki óskir barnanna - svo framarlega sem þær eru innan skynsamlegra marka
Í fyrramálið ætlar Erla að bjóða í morgunkaffi í leikskólanum..... ef þið viljið kíkja á leikskólann hennar þá er þetta slóðin.... (reyndar fer þetta beint á mynd af henni - en þær eru nokkrar af henni á leikskóla síðunni)
http://korpukot.is/gallery2/v/skolahopur07/sk_lah_pur+027.jpg.html
.... best að drífa sig í kökusamsetningu - set fleiri gamlar myndir inn við tækifæri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef ykkur leiðist.......
7.3.2008 | 21:41
.... þá er hér ágætis afþreying.
Var að skemmta mér við að athugahvaða stjörnum fjölskyldumeðlimirnir líkjast - og komu niður stöður dálítið á óvart,
Díana prinsessa, Angelina Jolie, Brad Pitt, Tom Cruise, Rutger Hauer, Alicia Silverstone, John Travolta
Það skiptir ansi miklu máli hvaða mynd er send, sama manneskja getur líkst afskaplega ólíku fólki.
Hér er slóðin - þið þurfið aðeins að setja inn mynd af ykkur og þá "match-ar" vélin ykkur saman við fræga manneskju......... hverjum líkist þú... ???
http://www.myheritage.com/celebrity-face-recognition?collage=1
Það er alveg hægt að gleyma sér í þessu - Góða skemmtun.
p.s. Sindri kom út sem Angelina Jolie og Erla kom út sem Brad Pitt - Ingi kom út sem Tommi Krús - ég er að sjálfsögðu "Díana aðalkona" - Andri var Rutger Hauer og Tanja sem Alicia Silverstone
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Til umhugsunar...
14.2.2008 | 21:31
Ég fékk þetta sent til mín í dag - og vekur mann aðeins til umhugsunar:
Að hugsa um börn eins og snjókorn
Lítið snjókorn fellur á jörðina.
Annað snjókorn fellur við hlið þess.
Enn eitt fellur og mörg fylgja á eftir.S
érhvert er frábrugðið, hefur sína eigin lögun og stærð,
en hvílík fegurð í hverju og einu!
Þau fela í sér svo mikla dulúð.
Við verðum að gæta þess að hvert og eitt nái að glitra.
Eitt er ekki fallegra en annaðÞau eru öll einstök, sérstök og stórfengleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Goldfrapp...
2.2.2008 | 09:19
.... var að setja inn lag á lagalistann minn - með Goldfrapp - hlustið endilega á það - ok... mér finnst það mjög flott.... lagið heitir Lovely head...
Annars þá var mágur minn í aðgerð á hné í vikunni - og vorum við að tala um það í bílnum í gær, börnin spurðu hvers vegna hann hefði þurft að fara í þessa aðgerð - við sögðum þeim að annað hnéð á honum hefði alltaf snúið vitlaust.......... - það kom frekar fyndinn svipur á þau... gæti samt verið fyndið atriði í bíómynd - hvernig ætli þannig manneskju gangi að hljóla..... ef annað hnéð snéri vitlaust - áfram - bremsa - áfram - bremsa... hahaha.... bara að pæla...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún á afmæli í dag........
1.2.2008 | 10:35
.... Tanja Sif "stóra stelpan" mín er 14. ára í dag
Til hamingju með daginn elsku fallega og yndislega stelpan mín....
Hún ætlar síðan að halda afmælispartý fyrir vinina á morgunn - stanslaust stuð fyrir þau...... hmmm kannski ekki gömlu hjúin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sit núna.....
24.1.2008 | 22:26
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ef ykkur leiðist..........
24.1.2008 | 10:47
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Var að setja inn nokkrar myndir.....
23.1.2008 | 21:18
..... og er að bíða eftir kaffinu sem ég var að setja af stað - fínt fyrir svefninn - því sterkara - því betra - sef eins og ungabarn eftir góðan kaffibolla - kannski er ég skrítin - en þetta er bara svo fj.... gott.
Annars þá er allt gott af okkur að frétta, ég er þó eins og undin tuska eftir leikfimina - en það er þó gott að vita að þetta er að hafa áhrif. Afskaplega lítill hópur sem ég er í - aðeins 5 - með mér - þannig að maður fær alla þá athygli frá þjálfaranum sem hægt er - brilljant.
Fór til mömmu beint eftir vinnu og hjálpaði henni að þvo henni um hárið, stoppaði í kjafti og kaffibolla - hún hefði helst viljað hafa mig lengur - var farin að lesa ástarljóð fyrir mig - þegar ég varð að rjúka - sagðist myndi eyða lengri tíma hjá henni í næsta skipti.
Hugsa sér að vera orðinn þetta mikið ein - eiginmaður til margra ára nýdáinn - og eftir situr hún með hugsanir - og upprifjanir um gamla daga og ljúfar stundir - alla daga - enda fannst mér hún aðeins klökkna þegar hún las eitt ljóð fyrir mig - sem henni fannst svo fallegt - hefur kannski minnt hana á ástarfund hennar og pabba - eða þá að pabbi hafi lesið þetta ljóð fyrir hana - en hann var alltaf vanur að lesa eitthvað fyrir hana á kvöldin þegar þau voru komin í rúmið - hvort það voru ástarljóð - eða Bör Börsson - fjölbreytnin var allavega þó nokkur.
Ég var að setja inn eitthvað af myndum rétt áðan. Frá síðasta laugardagskvöldi - en þá hittumst við systur. Tanja fór með mér og Stefanía með Öddu, en Hákon og Hinrik voru heima hjá sér - þannig að þau léku sér eitthvað saman
Við systur hittumst hjá Hröbbu síðasta laugardagskvöld, ég var komin um kl. 17:00 og vorum við hjá henni fram yfir miðnætti. Ýmislegt spjallað um heima og geyma - eins og systur gera sjálfsagt þegar þær hittast. Kampavín og kavíar, krabbasalat - hvítvín - ostar vínber - kaffi og afgangur af jólakonfektinu.
Já, ég er þá búin með kaffibollann minn - og nóg komið af bloggi í bili. Annars þá kom póstkort frá Afríkufaranum okkar í dag - henni Erlu Ósk - prinsessunni - hún er búin að baða sig í fljóti og "kúka" í holu - - Valli var nú búin að hrella hana dálítið - að öll heimsins SKORKVIKINDI byggju í Afríku - hún nefndi þau nú reyndar ekki í póstkortinu - aðeins að hún væri brunninn (sæta blondínan mín ) - með 1000 freknur sem heimamönnum þætti ofur fyndið..........
Nú er ég hætt - góða nótt - dreymi ykkur fallega.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)