Bara aðeins.......

.... þá eru jólin búin.  Skólinn kominn af stað og allt að fara í réttar skorður. 

Í gærkvöldi þá fórum við upp að Hafravatni með Kidda og fjölskyldu og kláruðum að skjóta upp frá gamlárskvöldi, frekar kalt - en þetta var þó ekki mikið magn - en maður kann ekki við að skjóta þessu út í bænum. 

Erla heimsótti vinkonu sína í gær og var afskaplega gaman hjá þeim.  Margeir vinur Sindra var hjá honum í gær, fóru þeir í bíó, síðan með okkur að sprengja - og að lokum gistu þeir. 

Tanja var með 6 skólafélaga hjá sér í gær - voru þau að horfa á hryllingsmynd, við gerðumst púkar og hringdum heim í þau (meðan við vorum að sprengja)  - og lögðum á - 3 x híhí..... og þegar við komum heim - lögðumst strákarnir á útidyrahurðina og börðu á hana - og skrækirnir sem heyrðust í þeim - var óborganlegur........ segið svo að myndir hafi ekki áhrif á mann. 

Ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra í þetta skiptið - Erla er orðin frekar spennt að fá að fara í tölvuna - í´"kúluleikinn".

 


Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla....

Þá er enn eitt árið liðið.  Alveg með ólíkindum hvað þessi ár fljúga fram hjá manni - kannski ágætt - manni er þá ekki að leiðast.

En á gamlársdag var Ingi að vesenast með Kidda í flugeldunum langt fram eftir degi, Andri og Tanja voru með þeim en ég var heima með Sindra og Erlu - að hafa matinn til, leggja á borðið, og þess háttar.  Matta og Þórdís komu aðeins í heimsókn að sækja eitt stykki tertu - og voru skvísurnar voða glaðar að hittast. 

Eftir matinn fórum við yfir til Kidda og Möggu, enda var ætlunin að skjóta upp hjá þeim í þetta skiptið.  Ég byrjaði á að kíkja til mömmu - í kaffi, síðan komu Tanja og Erla yfir, spjölluðum við saman í dágóða stund, en fórum síðan yfir um kl. 22:00. 

Spregjubræðurnir voru búnir að setja eitthvað á loft - horfðum saman á skaupið - og eftir það var aftur farið út að skjóta.  Talsverður vindur var - eins og hægt er að sjá á myndunum sem ég tók.

Við fórum síðan aðeins yfir til mömmu að óska henni gleðilegs nýs árs, en hún var orðin svo þreytt þannig að við drifum okkur heim.  Ingi var orðinn hálf tuskulegur - og var kominn með 39 stiga hita.

Nýársdegi var eytt í algjörri leti - ekki farið á fætur fyrr en að nálgast hádegi, sem var ósköp ljúft.  Eftir hádegi lagðist ég í rúmið með Erlu og las ég bók fyrir hana.  Nóg var eftir af mat frá gamlársdegi, þannig að hann var hitaður upp - ágætt að þurfa ekki að elda Wink - lágum síðan í leti yfir TV.  Ingi var ennþá drulluslappur...... þannig að hann verður bara að taka því róleg og ná þessu úr sér.

 


Jæja, þá er fríið búið í bili........

...... en ósköp stutt vinnuvika.  En mikið djö... var ég eitthvað tuskuleg í morgun þegar ég fór á fætur - hefði svo sannarleg verið til í að skríða upp í rúm aftur.... en það gengur víst ekki Crying  maður er heldur ekki alveg í sínu besta formi eftir allan þennan jólamat - eftirrétti - jólaöl og allt hitt sem jólunum fylgir..... maður er smátíma að ná sér eftir þetta allt saman...... GetLost

Ingi "bomba" fór á stúfana með Kidda og pabba sínum áðan að skoða hvað þeir ætla að dunda sér við um áramótin - Andri fékk að fara með þeim "sprengjuglöðu" - aðeins að reyna að halda aftur af þeim..... ehemm...... ef það er þá hægt.

Annars þá var planið hjá mér að skríðast snemma í rúmið - með bók - en hérna sit ég "nátthrafninn" að dinglast í tölvunni.......

Ég fékk 3 bækur í jólagjöf "Landsliðsrétti Hagkaupa" - frá Möttu - sennilega er hún að bíða eftir að ég bjóði henni í mat - það kemur að því Wink  -  síðan fékk ég "Sælkeraferð um Frakkland" - þannig að á næstunni verða franskir réttir í hávegum hafðir á þessu heimili - Ingi hefur miklar áhyggjur af því hvort sé ekki alveg áreiðanlega kjötuppskriftir í þessari góðu bók - ójú - það eru... nokkrar!!

Síðan fékk ég bók, sem ég hef ekkert heyrt um - hún heitir "Yacoubian Byggingin" - og skv. The Guardian er hún talin vera:  Besta bók ársins  /  Dásamleg - innileg og skemmtileg.  Það verður gaman að lesa hana.   Aftan á henni kemur fram:  Töfrandi saga um völd, kynlíf, peninga, kynlíf, stjórnmál, kynlíf, trú, kynlíf, ást og kynlíf......  - nú skiljið þið afhverju ég bara VERÐ..... að lesa hana!!  Kannski að þetta orð sem er margtekið fram - hafi bara komið fram einu sinni á bókarkápunni - þið verðið bara að finna út úr því sjálf..... Tounge

Jæja, hinir sprengjuóðu fara að koma heim - ég ætla að hita mér kaffi - áður en ég fer í rúmið - þá sofna ég betur....... Joyful

 

 


Gleðileg jól - allir

Mig langar til að óska öllum gleðilegra jóla - vonandi eru allir búnir að hafa það gott.

Ég hafði víst aðeins of mikið að gera þessa síðustu daga - þannig að ég hef ekki verið mjög dugleg í blogginu. 

Við erum búin að hafa það mjög gott, íbúðin mikið skreytt - einstaklega fallegt jólatré (valið af miklum snillingum) - annars þá fannst Erlu ég ekki skreyta alveg nóg - vildi hafa þetta aðeins meira !

Í gærkvöldi vorum við systur 4 ásamt okkar fjölskyldum hjá mömmu - hún þurfti ekki að hafa fyrir einu eða neinu - eldamennskan - eftirréttir - uppvask og annað var í okkar höndum.  Börn okkar systra 9 stk. voru meira að segja ótrúlega róleg yfir þessu öllu saman, enda öll af góðu fólki komin Wink

Síðan voru pakkar opnaðir eftir matinn - en þó aðeins pakkarnir "okkar á milli".  Enda hefði ég ekki nennt að þvælast með allt yfir til mömmu - og opna þar.  Við vorum hjá mömmu til kl. 22:00 - en þá var farið í annað pakkaflóð heima hjá okkur - voru þau öll mjög ánægð með það sem þau fengu - ýmislegt kom þeim skemmtilega á óvart - en eiga ekki pakkar að vera þannig - þeir óvæntustu eru oft þeir skemmtilegustu Tounge

Erla fékk Barbí dót - ég held stundum að það sé lengur verið að pakka því heldur en að framleiða dótið sjálft - hún fékk einnig föndursett - enda mikil listakona eins og amma - þannig að ég var í gærkvöldi að leira með henni.  Mig langaði þó mun meira til að lesa - en maður verður að sinna þessum krílum sínum - þau verða allt of fljótt of gömul og sjálfstæð.

Í dag kíkti ég aðeins til mömmu - í ófærðinni.  Stoppaði í einum kaffibolla hjá henni.  Hrabba og Hilmar voru þar einnig með strákana.  Þegar ég kom heim höfðum við okkur til en við vorum að fara yfir til tengdó í hangikjöt.  Guðbjörg, Ingó og börn voru einnig hjá þeim.  Góður matur og var að sjálfsögðu borðað aðeins of mikið - en jólin eru ekki á hverjum degi - þannig að allt er leyfilegt - ekki satt Blush

Á morgun förum við til Kidda og Möggu - en jólaboðið verður hjá þeim - þetta árið.  Erum þó hætt eins mikilli tilraunastarfsemi á þessum degi eins og við gerðum alltaf. 

Einhverju sinni höfðum við dádýr og lambakjöt sem Ingi grillaði úti - þegar hann kom inn og ætlaði að fá sér grillaða lambið - var það búið !!!!!!!!  Þá eiginlega var ákveðið að fara að hætta svona tilraunastarfsemi !  

Ætli ég láti þetta ekki duga í bili, kannski ég fari og gerist ofurbloggari - og bloggi meir á morgunn LoL

Annars þá finnst mér gaman að sjá hverjir kíkja hér inn - og kvitta í gestabókina.  Sá að hálfbróðir minn hefur kíkt og skilið eftir kveðju - takk fyrir það - og hafið það gott sömuleiðis yfir jólin.

 

 


11 dagar.....

 Söngkonan sem syngur þetta lag tók þátt í Eurovision fyrir nokkrum árum - ehemm nokkuð mörgum... - ekki vissi ég að hún hefði sungið jólalag - en svona er maður ófróður.....  

http://www.youtube.com/watch?v=yAzg72IJn74&feature=related

 Hins vegar ætla ég að skella laginu sem hún söng í Eurovision á sínum tíma hér inn - reyndar í flutningi söngkonunnar Sinead O´Connors ásamt söngvara sem heitir Terry Hall.. 

Ég hef nú alltaf verið dálítið hrifin af henni.... þá meina ég sem söngkonu.... svo maðurinn minn og hans bróðir fari nú ekki að halda að ég sé að snúast....... Tounge

http://www.youtube.com/watch?v=s8oqKyVW978&feature=related


13 dagar til jóla.... og í kvöld....

..... fer skórinn út í glugga - svona ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum...

Annars þá er í dag nákvæmlega 41 ár síðan lítil prinsessa kom í heiminn - undurfögur og æðisleg - varð síðan hálfgerður villingur en róaðist nokkuð um 18 ára aldur - þegar gæi að nafni Ingi náði að heilla hana - hún hætti að reykja - minnkaði drykkjuna..... en blótar enn.... Woundering

Í dag... kom lítil prinsessa í heiminn - - - Oddný - Einar - Auður og Róbert  -  innilega til hamingju með litlu prinsessuna- við Tanja vorum nú búin að segja að hún myndi koma í heiminn í dag - það væri hægt að halda að við værum skyggnar.......  Oddný átti ekki til orð yfir þetta þegar ég kíkti á hana s.l. sunnudag - hafði aldrei áður þurft að ganga með barn framyfir - en "daman" vildi bara sama dag og ég  Smile  - T I L  H A M I N G J U  - - - -    - 10000 Kissing - frá okkur öllum

Erla mín er mikið að spá í jólasveininn þessa dagana, Skyrgámur er fyndnastur - enda sullaði hann skyri út um allt eldhús í fyrra (djö... subba og mikið andsk.... var leiðinlegt að þrífa skyrið eftir hann daginn eftir... sem var allsstaðar.....) - en maður lætur hafa sig í það - enda man hún vel eftir því.

Þegar eldri börnin voru yngri - gerði Skyrgámur það sama og þau muna ennþá eftir subbuskapnum í eldhúsinu.......  -  hann skánar ekkert með árunum Joyful

Ég veit eiginlega ekki hvaða jólalag ég á að setja fyrir daginn í dag... en ég finn eitthvað.

http://www.youtube.com/watch?v=7BVtzu59feY

Var búin að finna "jólalag" með South Park - Jesus VS Santa - eeen ég komst ekki í neitt hátíðarskap á að horfa á það....... en þetta er alltaf ágætt.

Hafið það gott....... 

 

 


14 dagar til jóla....

.... og annað kvöld á að setja skóinn út í glugga.

Annars þá smelli ég þessu lagi inn í dag - sagan segir að "forseti" Bandaríkjanna - hafi á tónleikum vinkað honum - en söngvarinn vinkaði víst ekki á móti - hvers vegna ????? LoL

 http://youtube.com/watch?v=qZ1-duv_zNk

 

 


16 dagar til jóla.......

Jæja þetta styttist óðum, maður verður víst að fara að drífa sig í verslunargír til að fara að kaupa jólagjafirnar.  Í kvöld erum við Ingi að fara á jólahlaðborð með hans vinnu, það verður fínt - börnin hlakka til að losna við okkur og panta sér pizzu og leigja sér einhverja mynd. 

Það er orðið svo þægilegt að skreppa eitthvað nú - þegar eldri börnin eru orðin þetta stór - og við þurfum ekki að redda utanaðkomandi barnapössun.

Annars þá fannst þeim alltaf ægilega gaman þegar Erla Ósk kom að passa þau - þau dýrkuðu hana og dáðu - ok.. ok.. Erla mín - þau gera það enn - voru meira að segja að tala um í gær hvað þú værir ofboðslega falleg - en við hlökkum öll mikið til þegar þú kemur frá útlandinu Wink 

Við Erla vorum  meira að segja að baka uppáhalds smákökutegundina þína - og ætla börnin víst að færa þér svoleiðis þegar þú kemur heim Smile

Ég verð að setja inn eitt jólalag fyrir daginn í dag - vel það vel og vanlega.......

http://www.youtube.com/watch?v=hUJeUAmfr6w

Þegar þetta var vinsælt - var maður nokkrum árum yngri - algjör skvísa - nú er ég bara nokkrum árum eldri - en samt algjör skvísa.....  Tounge Shocking GetLost

 


18 dagar til jóla...

.... já ég ætla að smella inn einu lagi - svona til tilbreytingar Smile

http://www.youtube.com/watch?v=EVP2UuxIGcU

Annars þá er að verða dálítið jólalegt úti, jólaljós og snjór.......

Börnin eru á fullu í prófum þessa daga - og tekur það smá tíma að fara yfir námsefnið með þeim.  Erla átti að fara í kirkju í dag með leikskólanum og mætti hún með jólahúfu í leikskólann - alsæl með lífið og tilveruna.  Þessi tími er svo spennandi og skemmtilegur - ég sat með henni í gærkvöldi að lita í jólalitabók - indælt.

Afmælisdagur ömmu minnar er í dag - og Eiki hennar Möttu á afmæli í dag - til hamingju með daginn. 

 


19 dagar til jóla.......

...... þar sem ég er byrjuð að smella inn 1 lagi hvern dag  til jóla - þá get ég ekki farið að klikka á því.

http://www.youtube.com/watch?v=qX4pp8ifXjU


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband