Erla er farin að plana.......

..... afmælisveisluna sína.  Þó ennþá séu þó nokkrir dagar í afmælið - eða þann 28. nóvember.   Hún er búin að biðja mig um að baka 4 afmæliskökur - 2 stráka- og 2 stelpukökur.  Súperman, Batman, Bratz og Barbí... Grin   - týpískar kökur.  Ég reyni að snúa henni - og gera einhverja eina skemmtilega.  Kannski "rúmköku" - þó ekki alveg eins djarfa og ég gerði fyrir Möttu og Eika..... Grin

Ég er svo sem ekki búin að samykkja þetta - en hún hefur tröllatrú á "bökunarsnilld" mömmu sinnar - þannig að ég þarf að fara að skoða bækur með henni og "snúa" henni frá þessum "4" kökum.

Eins og þið vitið flest þá á hún sama afmælisdag og pabbi sinn (hann fékk nefnilega einstaklega veglega gjöf það árið......) en hún er ekkert æst í að láta pabba sinn eiga of mikið í þessum degi - hann á að snúast um hana.... enda nær hún að snúa pabba sínum um fingur sér - endalaust Smile

Hún er með það á hreinu að hún á afmæli á undan jólunum og finnst hálf asnalegt að vera farin að sjá jóla- þetta og hitt - og hún er ekki búin að eiga afmæli !

Hún er ekki farin að biðja um neitt í afmælisgjöf - aðeins að fá þessar afmæliskökur - af því hún ætlar að bjóða vinum sínum af leikskólanum heim í afmælisveislu....... kemur í ljós hvað verður..... kannski endar þetta á því að hún nær að snúa mömmu sinni um fingur sér.... InLove

 


Kannast einhver við úr hvaða.....

..... auglýsingu þetta lag er???????

Það heur einnig verið spilað í "Cold case" þáttunum og "Life on Mars" þáttum - sem ég horfði á í síðustu viku.

Ég er virkilega skotin í þessu lagi - og ef þið fáið það "á heilann" - þá skil ég ykkur  Whistling

Söngvarinn heitir Israel Kamakawiwo'ole - er frá Hawai - dó árið 1997 - og var í þokkalegri yfirvikt.

http://youtube.com/watch?v=Pe5p1BXNCQM

 p.s.  þeir sem fá þetta á heilann..... geta setið yfir þessu á "youtube" - enda fylgir textinn með... Smile

 


Dó hann bara allsber.....

.... já, Erla sat hjá okkur í gærkvöldi í sófanum, að horfa á sjónvarpið.  Horfði á mann fara í líkhús til að bera kennsl á lík - sem var ekki í neinum fötum - og þá sagði hún alveg grafalvarlega við okkur "Dó hann bara allsber?"  - Þetta var svo yndislega fyndið og sætt hjá henni - hann hlaut að hafa dáið allsber fyrst hann var ekki í neinum fötum....... segir það sig ekki sjálft???????

 


Yndislegi - stóri strákurinn minn.....

..... hann Andri á afmæli í dag...... skrítið hvað tíminn líður fljótt - en hann er orðinn 15 ára Smile

 Til hamingju með daginn elsku Andri minn !!! Kissing


1 stk. lag.....

Bara að skella inn einu lagi..... njótið.... Smile

 

http://youtube.com/watch?v=5eBkrs4YpzI


Fjölskyldan hlær að mér.....

....jamm - ég fór á Læknavaktina áðan - þegar ég kom heim og sagði liðinu hvað væri að mér - horfðu þau á mig og skelltu síðan upp úr Frown  -  svo segjast þau elska mig GetLost

Jæja - ok ég skil þau alveg - en það er frekar fáránlegt að vera með frunsu í auganu!!!!!!   réttara sagt augnlokinu..... og jú - það er nú frekar fyndið - en ekki mjög þægilegt.  

Ég er frekar pirruð með þetta - fékk þó krem til að setja í augun og einhverjar töflur sem eiga að drepa þetta niður.

 

 


Ótrúlega skemmtileg mynd....

.... í gærkvöldi lá ég í algjörri leti og horfði á DVD mynd - myndin heitir "Hot Fuzz" - er frá leikstjóra og handritshöfundum myndarinnar "Shaun of the Dead".

Þessi mynd er alveg ótrúlega skemmtileg - enda er myndinni lýst sem "kolsvartri hasargamanmynd - uppfullri af klassískum breskum húmor"  -  þessi mynd er eiginlega algjört must að sjá - þ.e.a.s. ef þið eruð með góðan húmor... Grin

http://youtube.com/watch?v=CyaOHriSv-Q&mode=related&search=Hot%20Fuzz%20shaun%20of%20the%20dead%20Police%20Nick%20frost%20Simon%20Pegg%20Edgar%20Wright

 

Þeir sem ætla að leigja mynd í kvöld - ættu ekki að láta þessa fram hjá sér fara, - hún er reyndar bönnuð innan 16 - þannig að þetta er ekki ljúf og sæt fjölskyldumynd.....

 


Lög..... fyrir svefninn....

Teardrop - Massive attack

http://youtube.com/watch?v=T6iUBd2D38E

 

The one - Trabant

http://youtube.com/watch?v=0C9aVJYVtSQ

 

Kiddi rokk kemur aldrei til með að tala illa um Trabant bifreiðar - eftir að hafa flutt allt plötusafnið sitt í þeirri "ofurbifreið" á sínum tíma   Smile

You and me - Alice Cooper

 http://youtube.com/watch?v=LCpj4WLesVA&mode=related&search=

 

 


Ljósmyndanámskeið...

Fór á ljósmyndanámskeið í kvöld - en það var haldið niðri í vinnu.  Við vorum milli 20 og 30 - en við vorum tilraunadýr - það á að fara að halda námskeið fyrir þá sem kaupa myndavélar - þannig að þetta var hálfgerð "general-prufa"...Wink

Þetta var fínt - allavega lærði ég eitthvað um stillingar á vélinni - farið var á hálfgerðum handahlaupum í gegnum þetta -  en þá er bara að fara að æfa sig og prófa sig áfram.... ýmislegt sem er hægt að gera með vélinni - ýmsir möguleikar og hugmyndir..... þannig að málið er að vera dugleg að æfa sig og hugmyndarík......Smile 

 Þegar ég kom heim með Erlu eftir vinnu - til að skilja hana eftir hjá eldri börnunum - þar sem námskeiðið byrjaði kl. 17:30 - var fullt hús af börnum  - í eldhúsinu voru 7 stykki börn að baka skúffuköku GetLost  - og virtist vera mjöööög gaman hjá þeim - þetta var Tanja og bekkjarfélagar hennar - 3 strákar og 4 stelpur - Sindri og Robbi voru að sjálfsögðu saman - en voru að fara út í fótbolta þegar ég kom heim - Margeir var ekki með í þetta skipti - þar sem hann fótbrotnaði í skólanum í dag - steig á bolta - og - já það þurfti ekki meir........ stórhættuleg íþrótt !!!!! LoL - en  Andri var að klára að læra.....

Jæja - ég ætla að láta þetta duga í þetta skipti   - góða nótt allir saman.....Sleeping

 

 

 


Ég kíkti áðan til mömmu....

... sem er svo sem ekkert fréttnæmt Tounge - en hún sagði mér áhugaverða hluti.

Eins og þeir sem þekkja mig vita að mamma er listmálari - en í raun ósköp óþekkt nafn hér á landi - en er frábær listakona - en hefur ekki kunnað að markaðssetja sig.

Í dag hringdi í hana kona - sem var nýbúin að kaupa litla olíumynd eftir hana (fuglamynd) af eldri manni - borgaði 200 þús. fyrir myndina, og var hún  forvitin að vita hvort listamaðurinn væri á lífi.  Þær spjölluðu heillengi saman - báðar nýbúnar að missa mennina sína - og náðu bara vel saman.  Hún vildi endilega fá að koma í heimsókn til mömmu - en mamma var nú ekki alveg til í það GetLost.

Síðan fór mamma að segja mér af vinafólki þeirra pabba, en þau keyptu mynd af mömmu fyrir mörgum árum.  Þau ráku gistihús hér í Reykjavík og fyrir 2 árum komu Ítalir til þeirra - sem heilluðust svo af þessari mynd - að þau buðu í hana.  (Veit þó ekki á hvað myndin fór).   

Þessir Ítalir reka víst gistihús á Ítalíu - þannig að núna er mynd eftir mömmu á gistihúsi á Ítalíu.  Mamma mundi þó ekki hvar á Ítalíu þetta gistihús var.  Ég þarf að hringja í fólkið og forvitnast - hvar á Ítalíu myndin er staðsett - og er síðan ekki bara málið að skella sér þangað..... Cool 

Maður fær kannski góðan "díl" á gistingu þegar fólkið veit hverra manna maður er.... (gista frítt í mánuð - hahaha...... - við 4 systur með familíurnar okkar...)

Annars eru myndir eftir mömmu á hinum ýmsu stöðum, Danmörku, Svíþjóð, Ítalíu, Bretland, Bandaríkjunum og fyrir mörgum árum hurfu nokkrar myndir sem mamma hafði sent á sýningu til Frakklands. 

Annars þá hefur mamma  fengið gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir myndirnar sínar í Frakklandi, Belgíu og Mexíco - en hér á landi er hún ekki mjög þekkt nafn!

Í gær kom frænka okkar í heimsókn til mömmu - þær spjölluðu saman í eldhúsinu - þegar frænkan rak augun í litla mynd sem stóð á borðstofugólfinu - hún dró andann djúpt og spurði síðan "eftir hvaða listamann er þessi mynd" - er þetta eftir einhvern af gömlu "impressjonistunum"????  Er þetta mynd eftir Monet?????  -  Mamma starði á hana - áreiðanlega með hökuna niður á bringu - og augun á stærð við undirskálar - segir síðan "ég hef verið að vinna í þessari mynd".

Jamm, mér fannst þetta bara dálítið áhugavert - og langaði að koma þessu frá mér....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband