17 dagar til jóla.......
7.12.2009 | 08:44
........ og ný vinnuvika framundan. Sem mun fljúga áfram - eins og allar aðrar vikur. Prófin byrjuð hjá börnunum - verður gott þegar þeim lýkur.
Set að sjálfsögðu inn eitt lag í tilefni dagsins, svo sem nóg af jólalögum til að velja úr - en getur stundum verið vandasamt að velja eitthvað sem manni líkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18 dagar til jóla......
6.12.2009 | 15:50
...og annar sunnudagur í aðventu. Jólin eru rétt handan við hornið. Eiki mágur minn á afmæli í dag - innilega til hamingju með það. Í dag eru sömuleiðis 103 ár síðan amma mín fæddist. Ég átti að vera 60 ára afmælisgjöfinn hennar..... en það klikkaði aðeins.
Er að fara á jólahlaðborð með Inga vinnu á eftir - það verður ósköp ljúft - og heimilið er að verða agalega jólalegt.
Ég smelli að sjálfsögðu inn einu lagi í tilefni dagsins.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19 dagar til jóla.....
5.12.2009 | 11:12
Verð að halda uppteknum hætti og setja inn 1 lag í tilefni dagsins.
Annars þá erum við hress hérna megin, jólafiðringur kominn í mann, hlakka til að skreyta aðeins meira - kannski maður baki eitthvað aðeins þessa helgi. Hitaði í morgun kakó fyrir Erlu perlu - og fannst henni það ægilega notalegt....... Vakti síðan strákana - og færði þeim kakó - Tanja mín svaf hjá vinkonu sinni í nótt þannig að hún missti af því.
Set inn lag með Chris de Burgh.... veit svo sem ekki hvort það sé í raun jólalag, en það var á jólaplötu einhverntíman og minnir mig því aðeins á jólatímann - fínt lag......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20 dagar til jóla........
4.12.2009 | 09:28
.... og kominn föstudagur......... vika í afmælið mitt - og að kvöldi þess dags getur Erla sett skóinn út í glugga..... spennó ... systkini hennar græða nú á að eiga litla systur - og fá af og til eitthvað smá í skóinn
Hún hlakkaði mikið til að fara í skólann í dag - skreytingadagur - teikna - lita og mála - hlusta á jólalög og ekki að læra neitt. Sindri á einnig að skreyta í dag - en Tanja sem er í 10 bekk - var frekar fúl - venjulegur skóladagur hjá henni - 10 bekkur átti ekkert að fá að skreyta. Hún fær þá bara að skreyta heima með mér - og að skreyta Smurstöðina - bleik ljós - bleikar kúlur og reykelsi með kanillykt....... vó....... held að mér yrði hent út sem skreytingameistara ef ég stingi upp á því.........
Verð að smella inn einu jólalagi í tilefni þess að aðeins eru 20 dagar í jólin......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21 dagur til jóla.......
3.12.2009 | 10:31
Sjitt hvað tíminn flýgur.......
Erla tilkynnti okkur foreldrunum í gær að við ætlum með henni í bíó um helgina. Síðan ætlar hún að púsla 700 bita púsl með pabba sínum.... eftir bíóferðina - hún reyndi að dobbla pabba sinn í púslið í gær - en hætti síðan við.
Ég er að setja jólaskraut upp í rólegheitunum heima - kemur hægt og sígandi - þarf síðan að fara að finna eitthvað jólaskraut til að taka í vinnuna hans Inga og skreyta þar.....
Í tilefni dagsins ætla ég að setja inn stórskemmtilegt jólalag - ekki eins hátíðlegt og lagið sem ég setti inn í gær - en ég er afskaplega skotin í þessu lagi, með Pouges og Kirsty McCall - heitir Fairytal of New York.
Þess má geta að söngkonan lést rétt fyrir jól árið 2000 í sjóslysi í Mexíkó þar sem hún var í fríi með fjölskyldu sinni. Hraðbátur kom á mikilli ferð og lenti á bátnum sem hún var á. Hún náði að bjarga syni sínum áður en hraðbáturinn lenti á þeim - hins vegar lést hún samstundis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22 dagar til jóla........
2.12.2009 | 10:08
....sem sagt jólin verða komin áður en maður veit af.......
Ekkert stress í gangi - þetta smellur allt saman á endanum..... hins vegar þætti mér að grunnskólarnir mættu hafa próf á öðrum tíma en í desember - afhverju er ekki hægt að hafa próf í nóvember eða í janúar. Desember er það skemmtilegur mánuður - og mun skemmtilegra að dúllast eitthvað með börnunum - heldur en að sitja yfir þeim fyrir próflestur - hlýða þeim yfir o.þ.h.
Ingi og Erla áttu afmæli síðasta laugardag litla músin orðin 7 ára - Ingi nokkrum árum eldri Fjölskylduafmæli var á laugardag og bekkurinn var á sunnudag. Vel var mætt í fjölskylduafmælið - og var á tímabili eins og maður væri í fuglabjargi - fólk og börn í hverjum krók og kima að spjalla - bara frábært. Veitingum voru gerð góð skil - sem var frábært.... nokkrar nýjungar voru á boðstólum - eins og "chilli-frómas-terta" - Ingi var ekki alveg viss með hana - né börnin - en hún bragðaðist mjög vel! Erla var afar sátt eftir þessa helgi - búin að telja niður í afmælið allan nóvember - og á sunnudagskvöld þegar allt var yfirstaðið - kom hún til mín og sagði: Mamma, hvað er margir dagar þar til jólin koma?
Tanja mín tognaði í leikfimi á mánudag - og er heima í dag - að drepast í fætinum - en hún jafnar sig þessi elska... alltof kappsfull í boltanum þessi elska.
Ég ætla að smella inn einu jólalagi - e.t.v. aðeins of hátíðlegt - en varð að setja þetta inn fyrir hann Inga minn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ljóskur
26.11.2009 | 11:09
Vona að þið hafið gaman af þessari lesningu....
Rosaleg ljóska lenti í spurningakeppni sem var nokkurs konar krossapróf.
Viðbrögð hennar við spurningunum komu ekki á óvart.
1. Hversu lengi stóð 100-ára stríðið?
* 116 ár
* 99 ár
* 100 ár
* 150 ár
Ljóskan svaraði "pass".
2. Frá hvaða landi kom Panama-hatturinn upphaflega?
* Brasilíu
* Chile
* Panama
* Ecuador
Ljóskan bað um hjálp úr sal.
3. Í hvaða mánuði varð Októberbytlingin í Rússlandi?
* Janúar
* September
* Október
* Nóvember
Ljóskan ákvað að hringja í vin. Sem var önnur ljóska.
4. Hvað hér Georg konungur fjórði (Georg IV)?
* Albert
* George
* Edward
* Jónas
Ljóskan ákvað að nýta heimild til að leita svarsins á netinu, það gekk ekki.
5. Eftir hvaða dýri eru Kanaríeyjar nefndar?
* Kanarífuglinum
* Kengúrunni
* Rottunni
* Selnum
Nú var ljóskan búin með möguleikana, gat ekki svarað og datt út úr keppninni.
Skrollaðu áfram niður.....
skrollaðu áfram niður..... skrollaðu áfram niður......
p.s.
Ef þú hlóst þegar þú last ofangreint, hafðu þá eftirfarandi í huga:
1. 100 ára stríðið stóð í 116 ár (1337-1453).
2. Panama-hatturinn kom upphaflega frá Ecuador.
3. Októberbyltingin var háð í nóvember.
4. George IV hét Albert.
5. Kanaríeyjar eru nefndar eftir selnum. Á latínu þýðir Canaria "augu selanna".
Hvað varst þú með mörg rétt svör?
Eigum við kannski að láta ljóskurnar í friði hér eftir?
Bústaðavegur.......
26.11.2009 | 08:36
Í gærkvöldi eftir skúringar - þá skutlaði ég Andra á Valsleik - fór Bústaðaveg í bakaleiðinni - Erla situr í sætinu sínu - og segir allt í einu "Mamma - eru margir sumarbústaðir við þessa götu?"
Bústaðavegur - skýrir sig sjálft !
Hún er bara krútt þessi stelpa...... á afmæli eftir 2 daga - og þvílíkur spenningur í gangi - var afar spennt að taka aðeins til með mér í gær - öskraði hún síðan á systur sína - hvers vegna hún tæki ekki til í herberginu sínu - hún ætli ekki að halda afmæli með Tönju herbergi á hvolfi !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öðruvísi skinkusalat.......
28.10.2009 | 14:08
Ef þið eruð orðin þreytt á þessum venjulegu skinkubrauðtertum - þá er hér ógeðslega góð uppskrift af skinkusalati.
Fyrir eitt af afmælum barnanna - setti ég þessa uppskrift saman - og hún klikkar aldrei - brauðterta með þessu salati klárast alltaf !
300 gr. majones
1 dós sýrður rjómi
1/2 - 1/4 krukka Mango chutney
2 tsk Tandoori krydd (mér finnst best frá Rajah / fæst t.d. í Hagkaup og Nóatún - annars frá Pottagöldrum)
1 stór pakki af skinku
1 lítil dós grænn aspas
8 harðsoðin egg
slatti af rauðum vínberjum (skorin til helminga)
En að sjálfsögðu smakkið þið þetta til eftir ykkar smekk.
Góður forréttur
28.10.2009 | 12:24
Þessi forréttur er ótrúlega góður - útbjó þennan fyrir Andra afmæli. Piparmix var hins vegar hvergi til - notaði í staðinn "Argentínu nautakrydd - og jók við piparinn (grænn-rauður-svartur og hvítur) - var mjög gott. Við létum kjötið standa í rúman hálfan sólarhring í stofuhita - börnin mín eru brjáluð í þetta - sem og við hjón. Ég hef útbúið nautacarpaccio - einstöku sinnum - sem mér finnst alveg hrikalega gott - ins vegar tekur talsvert lengri tíma að útbúa það - prófið þetta endilega. Ef ykkur finnst þetta of sterkt - þá er hægt að skafa kryddið af áður en þið skerið í sneiðar.
Grafinn nautavöðvi Guðmundar 2002 | ||||||||||||
(Rétturinn sem sló í gegn á sýningunni Matur 2002.)
Vöðvinn er skolaður og hreinsaður vel. Síðan er hann skorin í þrjár lengjur eftir endilöngu, þá minna ræmurnar hvað stærð og lögun varðar á lambafille. Kryddinu er blandað saman í skál. Vöðvinn hjúpaður kryddblöndunni og saltinu stráð yfir hann að síðustu. Vefjið vöðvann í plast og látið standa í kæli í 3 daga fyrir neyslu. En....ef tíminn er naumur er kjörið að krydda vöðvann og láta hann vera á eldhúsbekknum næturlangt, setja hann síðan í ísskápinn og hafa hann þar til kvölds, eða næsta dags. Ef kjötið er við stofuhita gengur kryddið mun hraðar inn í vöðvann en ef hann er kaldur. Passið að skera vöðvann í þunnar sneiðar sem fara vel í munni. Þessi stendur fyrir sínu einn og sér án nokkurs meðlætis. En....auðvitað má bera með brauð, salat og sósu. Til dæmis, sinnepssósu, hvítlaukssósu eða jógúrtsósu. |