Vúhúúúú...... það er föstudagur

Það er kominn föstudagur og ég er í svo góðu skapi - ekki það að ég verði að blogga um það - það sé svo sjaldan sem það gerist Smile   

Ég er búin að hlusta á lag í morgun með Moby...... erfitt að sitja kyrr með þetta lag í eyrunum - kann þó ekki við að dilla mér um of hér í stólnum - væri hægt að misskilja....... ehemm....... og stelpurnar hér í kring eru nú alveg "dirty-minded" Tounge   ..... set þetta lag inn - og vona að það hafi jafn skemmtileg áhrif á ykkur - mér finnst þetta lag vera svo dillandi -  mest langar mig til að stökkva upp og dansa !

Eigið góða helgi - og hlustið á góða tónlist...... hún er ómissandi Kissing


Gleðilegt ár.......

Er ekki kominn tími á örlítið blogg - hérna megin. 

Jólin og áramótin liðu alltof hratt að mínu mati, tengdó voru í mat hjá okkur á aðfangadag ásamt Gutta litla - sem var afskaplega spenntur yfir pökkunum, hann var í banastuði að opna sína pakka - og var ekkert á því að fara með "pabba sínum og mömmu" þegar þau voru að fara.... litla krúttið Wink

Á jóladag hittumst við systur og fjölskyldur heima hjá mér - allir komu með eitthvað á hlaðborð - þannig að lítið var haft fyrir því jólaboði - en heppnaðist mjög vel, börnin eru orðin það stór og lítið vesen á þeim - sátu þau mestallan tímann inni í Tönju herbergi og spiluðu "Alias" spilið.  Erla er alveg óskaplega hrifin af því spili - og var það spilað út í eitt þennan tíma - með vinum Sindra og Andra og með vinkonum Tönju - ef við Ingi vorum ekki heima - eða ef við vorum að sýsla eitthvað annað.

Á öðrum í jólum var jólaboð heima hjá Guðbjörgu mágkonu minni - allir Inga megin í fjölskyldunni hittust þar í þrírétta máltíð - og var það afskaplega vel heppnað.

Ég var í vinnu milli jóla og nýárs - nóg að gera í vinnunni - enda mánaðamót / áramót.  Vann fyrir hádegi á gamlársdag - til að ná að klára eitt og annað.  Ingi dúllaðist heima á meðan - fór einnig og keypti smá af flugeldum - enda er hann sprengjuóður með afbrigðum !  Hann klikkaði reynda rá að kaupa freyðivín fyrir "frúna sína" - en hann reddaði því síðan - þessi elska Heart.  Kiddi og Magga komu í mat á gamlársdag, við Ingi vorum búin að pipargrafa nautakjöt í forrétt,  fylla lambahrygg í aðalrétt ásamt ýmsu meðlæti - og eftirréttir settu síðan punktinn yfir i-ið - allt var þetta alveg  ótrúleg gott.  Horfðum saman á Skaupið - sprengdum saman - skáluðum fyrir nýja árinu - sem leggst vel í okkur - þýðir svo sem ekkert annað.

Nýja árið byrjar með látum - mikið að gera í vinnunni - íbúðin hjá m og p seldist rétt fyrir jól - og á að afhendast næsta föstudag.  Var ég alla helgina að tæma það sem eftir var - og þrífa allt hátt og lágt - vorum á tímabili 12 á staðnum - gekk allt mjög vel.  Ótrúlegt hvað þessi skipti - og allt í kringum þau hafa gengið vel - þrátt fyrir að við erum 9 systkinin - við systur erum 4 og hálfsystkinin eru 5.  Við erum búin að hittast nokkuð oft í kringum þessi skipti - og náum mjög vel saman - og ætlum að halda áfram að hittast - u.þ.b. 1 x í mánuði - sem er frábært.  Maður er búinn að heyra svo margar sögur af ósætti systkina í sambandi við skiptingu á dánarbúum - og bjóst maður svo sem alveg eins við að eitthvað myndi koma upp á þetta fjölmennum hópi - í byrjun var talað um að við vildum öll að skiptin fari vel fram - og höfum við staðið við það!

Held að þessi færsla mín sé orðin þokkaleg í þetta skiptið.  Læt þetta duga núna.


2 dagar til jóla.......

........og ég hlakka svo til....... er eins og börnin, verður yndislegt að eyða tímanum saman.... spila - lesa - fá heimsóknir - fara í heimsóknir...... yndislegt ! 

Tók jólatréð inn í gær, og verður það skreytt í kvöld.  Ásamt smá bæjarstússi okkar hjóna.  Reyndar er yndislegt að stinga af út - bara 2 ein....... maður á að gera meira af því.

Spenningur í loftinu - erfitt að bíða - hjá blessuðum börnunum...... tilhlökkun - en samt eru þau svo góð.  Ég útbjó lista fyrir þau í gær - tiltektarlista - og þegar ég kom heim úr vinnunni - voru þau næstum búin með allt sem var á listanum - jólatónlist í botni og kökuilmur frammi á gangi....... jólin eru að koma !

Ég ætla að vera í fríi á morgun og verð í fríi á aðfangadagsmorgun, enda er meira að gera hjá mér milli jóla og nýárs.  Jólastússast á morgun með börnunum - útbý eftirrétti - fer í skötu til tengdó - og ef veður leyfir - verður smá bæjarrölt.

Set inn yndislegt lag fyrir daginn í dag - frábær söngkona.... vona að þið njótið þessa.  Setti inn útgáfu með texta... þannig að þið getið sungið með Smile


3..... dagar til jóla

Frábær dagur en allt of stutt í jólin....... en yndislegt að þau skuli vera að detta inn.

Við Ingi alveg að verða búin að græja allt fyrir hátíðina, eigum þó eftir að ákveða endanlega hvað á að gefa bönunum.  Búið að kaupa hluta fyrir Erlu - en eftir að fá aðeins meira fyrir hana.  Vorum í gærkvöldi að skreyta og fara yfir jólaskrautið - ég útbjó skreytingar í 4 skálar - þannig að hvert þeirra fékk eina skál í sitt herbergi - þau voru mjög sátt...... enda fór eitt og annað jólaskraut upp til þeirra.  Á þó eftir að setja eitthvað jólaskraut upp í okkar Inga herbergi.

Ætlum við að setja jólatréð upp á morgun - og eiga síðan Þorláksmessu til að dinglast og njóta lífsins saman.  Reyndar eru tengdó búin að bjóða mér í skötuveislu á Þorlák...... ég ætla að mæta til þeirra - og gæða mér á þessum dýrindis mat..... elda hann ekki sjálf - enda er ég sú eina á mínu heimili sem borða þetta.  Kíkja síðan í bæinn með elskunum mínum - fá sér heitt kakó - og njóta lífsins saman, koma síðan heim - hlusta á jólalög - og dúllast eitt og annað fyrir jólin.

Set inn í dag lag sem var vinsælt í kringum 1985 - dálítið gaman að horfa á myndbandið - vá hvað fólkið var ungt þarna...... en er orðið fullorðið í dag - þetta hefur ekki komið fyrir mig - ég er ennþá sætari og unglegri í dag en árið 1985....... ehemm! Whistling     ....frábært lag sem eldist ekki neitt.

 


7 dagar til jóla.......

tikk... takk... tikk... takk......... tíminn líður

Set inn í dag stórskemmtilegt myndband með hreint út sagt frábærum söngvara- hann er æðislegur - alltaf verið í uppáhaldi hjá mér

Í dag er síðasti skóladagur hjá börnunum - jólaball hjá miðjubörnunum  í kvöld - og ætla víst einhverjar vinkonur Tönju að gista heima í kvöld - til að halda upp á að jólafríið sé komið.

Erla mín fer á jólaball á morgun - ægileg tilhlökkun hjá henni þessa dagana..... jólasveinarnir eru dálítið vitlausir - en algjör krútt...... enda gera þeir eitt og annað bull þegar þeir setja í skóinn hennar Kissing

Tengdamamma mín á afmæli í dag..... til hamingju með daginn eslku Erla mín - held að hún sé að nálgast fimmtugsaldurinn - eitthvað svoleiðis Tounge

Njótið dagsins og lagsins


8 dagar til jóla........

..... og ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf...... í mínum sporum myndu nokkuð margir svitna og fá kvíðakast..... en þetta reddast alltaf Smile

Annars þá er allt brjálað að gera hjá mér........ sjitt.... hvers vegna er allt að gerast rétt fyrir jól !

 Hef ekki haft of mikinn blogg-tíma - sem er svo sem í lagi - búin að fá jólagjöfina frá vinnunni - svipuð og síðustu ár - kemur sér mjög vel  -  set inn eitt lag fyrir daginn í dag  - fínt lag.... hátíðleg lög fara svo kannski aðeins að tínast inn.......

Munið ekkert stress........ kveikið á kertum (þá sést ekki í rykkornin) - hitið kaffi eða kakó - og njótið þess að setjast niður með fjölskyldunni og eiga yndislega stund saman Smile 


13 dagar til jóla.......

...... þegar ég lít út um gluggann minn hér í vinnunni - 4 hæð - útsýni yfir Elliðavatn - rigningin bullar á rúðunum - og miðað við myrkrið úti - gæti næstum verið nótt....... ekki mjög jólalegt um að litast - en ósköp er ég fegin að vinna inni - þegar veðrið er ekki meira spennandi en það er Wink

Í kvöld fer skórinn út í glugga, spenningur í gangi hjá Erlu - hún var að spá í morgun hvenær hún ætti að fara að sofa - skiptir ekki máli hvort hún fer í rúmið kl. 20 eða 23 - hún vaknar hvort sem er mjög spennt í fyrramálið - sjálfsagt fyrir kl. 8.......

Í gærkvöldi horfðum við á myndina "Stúlkan sem lék sér að eldinum" - snilldarmynd - mæli svo sannarlega með henni - sem og fyrri myndinni "Karlar sem hata konur".  Dálítið skrítið fyrst að heyra mynd á sænsku - en myndirnar eru það góðar - að það gleymist um leið.

Andri er búinn í prófunum - Erla sömuleiðis - en Tanja og Sindri klára næsta fimmtudag - þau geta ekki beðið.

Ég heyrði mjög skemmtilega sögu í morgun - verð að setja hana hingað inn.......

Foreldrar vinkonu minnar eiga tík, þegar tíkin var orðin þó nokkuð fullorðin (nokkurra ára) - þá uppgötvaði hún kynhvötina.  Hundur flutti í húsið við hliðina - og tíkin missti sig í "greddu"..... hún riðlaðist allan daginn á bangsanum sínum, púðum eða koddum - var gjörsamlega að farast á gamals aldri.    Næsta dag - var hún svooooo slöpp - að á endanum var farið með hana til dýralæknis....... hún náði varla að ganga - átti erfitt með að sitja - þannig að hún fékk ýtarlega skoðun - og var svæfð - þar sem hún virtist vera sárþjáð.  Eftir ýtarlega skoðun - kom í ljós að hún var að farast úr harðsperrum Grin    .......mér fannst þetta alveg drepfyndið !

Ég mun taka á móti kossum og hamingjukveðjum í allan dag....... enda ekki á hverjum degi sem ég á afmæli....... búin að fá ótal kossa og knús hér í vinnunni - ákvað að vera löt og keypti bara konfekt  til að bjóða upp á....... einfalt - þægilegt og gott.

Lag dagsins í dag var agalega vinsælt þegar við Ingi vorum að byrja saman - og minnir þetta lag mig alltaf á þann tíma.....

 


14 dagar til jóla.......

....og Erlan mín er farin að hlakka til að setja skóinn út í glugga....... hún er nú aðeins 7 ára - og algjör óþarfi að segja henni alveg strax sannleikann um þá Heart

Saklausa trúin er svo yndisleg hjá henni. Hún er að lesa jólasveinabók uppi í rúmi áður en hún fer að sofa - og pælingar í gangi hjá henni yfir lestrinum - hún segir meira að segja að Grýla sé sæt........ svona til öryggis, ef hún eða jólasveinarnir gætu heyrt í henni InLove

Jólaundirbúningur - jólaskap og jólin sjálf....... er ekki byrjuð að versla neinar jólagjafir........ enda eiga jólin ekki að snúast eingöngu um stórar - dýrar eða flottar gjafir.

Það sem skiptir mestu máli á þessum tíma er að fólki geti liðið vel saman, verið sátt við heilsu sína og sinna, njóta þess að eiga góðar stundir saman, setja upp jólaskraut hlusta á jólalög - jafnvel að baka örlítið til að fá smá lykt í húsið.

Ég held að það sitji lengur í fólki og börnum samveran á sjálfri aðventunni, undirbúningurinn og hvernig líðanin er á þessum tíma, heldur en stórar og dýrar gjafir.  Setja upp jólaskraut,  kveikja á kertum,  hita kakó,  hlusta á jólalög, horfa saman á einhverja skemmtilega jólamynd, aðalmálið er að reyna að láta sér líða vel saman á þessum tíma.

Þegar ég var stelpa, man ég ekki eftir einhverju stressi fyrir jólin, við bökuðum piparkökur - sem við systur skreyttum ríkulega, auðvitað var tiltekt - en ekki man ég eftir stressi yfir loftum - veggjum eða skápum - tekið var aðeins betur til en vanalega og hef ég haldið því.  Alltaf fórum við á Laugaveginn á Þorláksmessu, sama hvernig veður var - það var eitthvað svo indælt.

Ég passa upp á að hafa ekki of mikið af ljósum - kveikja frekar á kertum og jólaljósum sem eru ekki of björt, þá sést ekki í rykkornin sem að sjálfsögðu leynast einhvernsstaðar. Við höfum síðustu árin ekki nennt að kíkja í bæinn á Þorláksmessu - heldur eytt því kvöldi heima við að setja upp og skreyta jólatréð, pakka inn síðustu gjöfunum og jólastússast aðeins.

Hins vegar þá væri ég virkilega til í að kíkja í bæinn á Þorláksmesu þetta árið, vera búin að setja upp jólatréð, að sjálfsögðu fer það eftir veðrinu hvað verður.

Nóg af þessum pælingum..... ætla að setja inn eitt jólalag...... verð að hald því áfram - fyrst ég er byrjuð á því...   Ingi setti þetta lag inn í gær á "facebook" - síðuna sína - og er það mjög flott lag..... enda hefur Ingi einstaklega góðan smekk........ hvort heldur er á tónlist eða öðru Kissing


15 dagar til jóla........

.... og set inn lag í tilefni þess.

Allt fínt af okkur að frétta, valdi að sjálfsögðu fínt lag fyrir daginn í dag...... vona að þið njótið þess.


16 dagar til jóla.......

.... sem þýðir að nú verður að fara að leggja höfuðið í bleyti og finna hvað er hægt að gefa börnunum í jólagjöf......... börn sem eiga svo sem allt!  Maður getur stundum verið svo tómur í höfðinu og haugmyndasnauður - en þetta reddast alltaf á endanum Smile

Ég er að sjálfsögðu með Facebook síðu - eins og þó nokkuð margir aðrir Íslendingar.  Er komin með yfir 190 vini...... sem er alveg andsk.... mikið.  En þegar ég á 8 systkini, maðurinn á 8 systkini, pabbi átti 8 systkini og tengdamamma á 9 systkini, þegar maður er orðinn vinur þeirra, þeirra maka, barna þeirra  og jafnvel barnabarna - þá er hópurinn fljótur að stækka.  Sömuleiðis þá  vinn ég á stórum vinnustað - þannig að samstarfsfélagar telja ansi marga - meira að segja fyrrverandi samstarfsfólk, síðan eru vinir og gamlir skólafélagar.  En afksaplega er þó gaman að vera þarna inni, fylgjast með fólki, og að sjá myndir sem fólk setur inn. 

Kannski að ég smelli inn einu íslensku jólalagi í dag.......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband