Færsluflokkur: Bloggar
Þessir eru sko GEÐVEIKT góðir
19.7.2007 | 18:21
Þið verðið að horfa á þetta,
http://www.youtube.com/watch?v=ect3VoEUJn8
Hvers vegna eru svona snillingar ekki fengnir til að halda tónleika í Egilshöllinni? - ég bara spyr....
Það er alveg einstaklega skemmtilegt að horfa á töffaraskapinn i þeim, svei mér er þessi "súkkulaðigæi" ekki með varalit - oh my - Maður man enn - 20 árum seinna eftir myndbandinu og töktunum í gítarleikaranum með hvíta gítarinn. Skyldi það hafa verið út af hvað hans tilþrif voru æðisleg - eða út af kuldahrollinum sem kom um mann þegar maður horfði á hann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Klukkuð
16.7.2007 | 15:16
Þar sem ég hef verið klukkuð af 2 bloggvinum þeim "Bestust" og "Grumpu", ætla ég að segja 8 hluti um sjálfa mig sem fáir vita. En þar sem ég á svo fáa bloggvini - þá ætla ég ekki að "klukka" neinn núna. Klukka einhverja ef ég verð klukkuð aftur (ef ég verð komin með fleiri bloggvini þá).
1. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík, bjó í Valshverfinu til 10 ára aldurs og lít því á mig sem Valsara. Enda var fyrsta spurning sem ég fékk frá Inga áður en hann reyndi meira "Með hvaða liði heldur þú??"
2. Ég hef fengið tippi (ekki neitt gervi drasl) í jólagjöf - vel innpakkað með slaufu ! (Ef Ingi sækti um skilnað, þá gæti hann ekki gagnast annari konu - af því ég myndi halda jólagjöfinni minni eftir )
3. Dansaði uppi á borði á Hard Rock og braut ljós.
4. Lamdi Inga í hausinn í reiðikasti með háhæluðum skóm.
5. Hef sofið hjá 2 karlmönnum í einu (Ingi fékk líka flog þegar hann vaknaði upp um morguninn - þunnur - en takið eftir ég sagði "sofið").
6. Ég hef vökvað plastblóm
7. Ég var í MR
8. Ég ætlaði ekki að eignast börn
Bloggar | Breytt 17.7.2007 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Snilldin ein - algjört MUST að sjá þetta
10.7.2007 | 15:36
Þið verðið að kíkja á þetta, algjör snilld - horfa á allt og hafa hljóðið á.
Ingi fann þetta á síðunni hjá Kidda rokk - og það er nóg fyrir mig að heyra lagið þá fer ég að hlæja !
http://www.youtube.com/watch?v=YPnGPIMUnus&eurl
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýja vinnan
10.7.2007 | 13:52
Börnin fengu vinnu við að bera út Moggan og eru bara alsæl með það. Þau byrja í fyrramálið þannig að þau þurfa að vakna kl. 5:00 í fyrramálið - ætli ég fari ekki með þeim í fyrstu skiptin.
Þau eru með 3 götur - ein gata er bara elliheimili - þannig að ekki er erfitt að bera blöðin út í þeirri götu. Mér finnst þetta allavega vera mun sniðugra fyrir þau heldur en unglingavinnan, og er líka betur borgað.
Annars þá er bara allt gott að frétta af okkur, vinnan heldur áfram og svo er maður að snúast og athuga ýmislegt fyrir mömmu. T.d. vissi ég ekki að hún gæti notað hans skattkort í 9 mánuði eftir andlát hans.
En ég sakna hans mikið, og sé í raun mikið eftir að hafa ekki setið mun oftar hjá honum og spjallað við hann, enda var hann ótrúleg uppspretta af allrahanda upplýsingum, enda las hann alltaf mikið, búinn að lifa í mörg ár og skemmtilegt að hlusta á hann.
Vitið þið t.d. af hverju Hringbraut heitir Hringbraut? - Það veit ég
Maður er alltaf að bíða með hlutina, ætlar að gera allt síðar - en svo er það bara ekki hægt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Útburður
9.7.2007 | 15:38
Blaðaútburður - já - ég ákvað að sækja um blaðburðarstarf fyrir börnin hjá Mogganum, þau eru þvílíkt æst í það og ánægð með mömmu sína - spurning hvort ég verði í eins miklu uppáhaldi hjá þeim í nóvember í frosti og vindi ! Ég hugsa ekki. Þau koma þó til með að verða vel vakandi í skólanum næsta vetur.
Þau hafa bara gott af þessu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Lokaður á hótelherbergi með unglingspilt ....
4.7.2007 | 13:39
Ingi og Andri fóru aftur til Parísar s.l. fimmtudag. Ingi var hálf eitthvað tuskulegur en að sjálfsögðu drifu þeir sig þar sem þeir áttu miða á tónleika síðasta laugardag með Genesis.
Þeir eru ekki komnir á hótelið fyrr en um miðnætti og var Ingi gubbandi á föstudeginum, þannig að Andri hékk yfir pabba sínum horfandi á TV og hangandi í PSP fram eftir degi - reddaði deginum hjá honum - meðan Ingi skrapp reglulega á klósettið. Þeir komast ekki út af hótelinu fyrr en seinnipart föstudagsins, þegar Ingi er aðeins orðinn hressari.
Á laugardagskvöldið voru þeir báðir í fínu formi og Ingi í sæluvímu á tónleikunum - þvílík sæla hjá þeim ! Á sunnudag skila þeir síðan herberginu um hádegi - eiga ekki pantað flug fyrr en um kvöldið - en þá er Andri orðinn veikur.
Allar verslanir eru lokaðir í París á sunnudögum, eitthvað sem maður gerir ekki ráð fyrir, enda er alltaf allt opið á litla Íslandi. Hefði verið ágætt að vera í verslunarmiðstöð með öruggt klósett.
En þeir eru sem sagt á vergangi í París á sunnudeginum - og farnir að þekkja klósett hér og þar um borgina alveg ágætlega.
Kaupa sér mat - til að komast á klósett - en skila disknum fullum af mat til baka - kokkurinn álítur þá skrítna og yppir öxlum. En þeir ná allavega að drekka gosið og Andri hafði lyst á ís í eftirrétt. Hvað skyldi þjónninn hafa hugsað ?? hmmmmm!
Ingi var jafnvel farinn að hafa áhyggjur af að komast ekki í flugið - en það gekk - og voru þeir þvílíkt ánægðir að komast aftur heim. Í rúmið sitt - og aldrei hafa þeir áður á ævinni séð klósettið heima í hillingum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Minningarorð
23.6.2007 | 03:33
Sit hér og er að rifja upp ýmislegt í lífinu sem maður hefur upplifað með pabba. Á morgun erum við að fara að hittast systkinin til að hafa einhverja punkta fyrir prestinn.
Eina sem ég næ að rifja upp eru góðar minningar, ýmislegt skondið og skemmtilegt, grátbroslegt. Það er allavega yndislegt að eiga í raun bara góðar minningar um foreldri sitt, sakna, eftirsjá eftir samverustundum og sjá í raun eftir að hafa ekki punktað niður það sem pabbi var að segja. Hann var alveg ótrúlega fróður, hafði prófað ýmislegt, verið kartöflubóndi - kokkur á millilandaskipi - framkvæmdastjóri - en umfram allt var hann góður maður.
Þegar hann var tekinn í fóstur yfir á næsta bæ árs gamall - höfðu foreldrar hans samþykkt að hann færi í fóstur í stuttan tíma, en þá var amma ólétt að sínu 5 barni - og það elsta var þá 3 ára. En amma eignaðist 9 börn á 6 árum, þar af komu 3 x tvíburar. Tvíburasystir pabba hafði fæðst svo lítil og var mikið lasin, þannig að foreldrar pabba samþykktu að pabbi færi yfir á næsta bæ í stuttan tíma í fóstur. Árni fóstri pabba, sótti síðan pabba, setti hann í strigapoka á bakið, óð með hann yfir ána, og pabbi var á næsta bæ í góðu atlæti til 17 ára aldurs. Fóstri hans dó þegar pabbi var 14 ára - og saknaði pabbi hans mikið, enda voru þeir mjög nánir. Síðan deyr uppeldissystir pabba ári seinna.
Uppeldissystkini pabba voru talsvert eldri en hann - og var hann dekraður af þeim öllum, reyndar bjargaði Kristmundur fósturbróðir hans lífi hans í eitt skipti, þegar heybaggi datt á hann og náði hann að draga pabba undan honum.
En pabbi sótti samt mikið yfir á næsta bæ, og lék sér mikið við systkini sín. En heima hjá sér var hann mikið einn að leika sér. Tjörn var við bæinn og hélt pabbi að hann ætti þessa tjörn. Þar tálgaði hann ýmsa báta og skip og lék sér mikið þar. Alltaf þegar hann var búinn að leika við bræður sína stoppaði hann í heimleiðinni við tjörnina sína og lék sér þar smá stund einn.
Pabba leið vel að vera einn að dunda sér - e.t.v. er það komið út af því að hann var talsvert einn að leika sér þegar hann var strákur.
Það er talsvert erfitt að vera að rifja ýmislegt upp, líka af því að presturinn vill fá sögur um hann - ekki upptalningu á því hvernig hann var, og ef við erum með skemmtilegar sögur - þá er það frábært.
Presturinn sem jarðsyngur heitir Gunnar og er prestur í Digraneskirkju - sterkasti prestur heims - að hans sögn. Er mjög skemmtilegur - fastakúnni á Smurstöðinni.
Heilinn á mér er frosinn - ég er búin að rifja upp mjög mörg skemmtileg og skondin atvik úr lífi pabba, og það hlýtur að vera hægt að tína eitthvað úr því fyrir prestinn.
Þeir sem kíkja inn á síðuna - mega alveg kvitta í gestabók - það er svo gaman að vita hverjir koma í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Rasistamamma í París -
23.6.2007 | 01:39
Síðasta daginn í París fórum við upp að Sacré Coeur kirkjunni, eftir að hafa skilað bílaleigubíl og tékkað sig út af hótelinu. Tókum Metróið - síðan var gengið smá spöl og upp tröppur sem voru 87 talsins - stuttu seinna kom álíka magn af tröppum - fín líkamsrækt og tók þokkalega á !
Gaman að rölta um og fylgjast með listafólki að störfum - misgóð listaverk þarna á ferð ég hefði virkilega til í kaupa mörg verk þarna og væri gaman að eyða þarna meiri tíma. Tókum slatta af myndum þarna sem ég set síðar inn á síðuna hennar Erlu.
Að sjálfsögðu eru þarna ýmsir að reyna að selja hitt og þetta - strákahópur var þarna að vefja marglit bönd og útbúa armbönd - sem ég afþakkaði pent. Stuttu síðar komu þeir og báðu Andra og Tönju að koma með puttann - þeir ætluðu að sýna þeim dálítið - ég sagði að ég vildi það ekki - "nei við ætlum bara að sýna þeim dálítið" - nei segi ég aftur - en þeir segja "jú bara að sýna þeim" - ég orðin frekar pirruð og sný mér undan - þeir útbúa armbönd á mettíma og binda á þau. "Er þetta ekki flott?" segja þeir - jú segi ég - "þetta kostar 10 EUR" - Gleymdu því, sagði ég - að rökræða við þessa gæja var tilgangslaust - en það kom ekki til greina hjá mér að greiða fyrir þetta. Að lokum fjarlægðu þeir armböndin af þeim - þegar mín var orðin verulega pirruð - og sögðu krökkunum að fara til "rasistamömmunnar" þeirra.
Mér var nokk sama - sennilega eina kerlingin sem neitaði að borga þetta föndur þeirra þennan daginn. Ég þoli bara ekki þessa ýtni arrgghh.... - nota krakkana - segja "don´t worry - you don´t like this no problem" - dásama Íslands og bla bla bla - þar til mamman neitar að borga !
Flugið heim gekk vel og voru allir sáttir og sælir að skríða upp í rúmið sitt. Vorum komin í rúmið rúmlega 02:00 - en ég fer á fætur í fyrramálið kl. 08:00 þar sem Hákon er að koma í pössun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er á hóteli í París
20.6.2007 | 23:30
Síðata nóttin er í París, ég afrekaði það að keyra inn í París sem er minna mál en ég hélt - en að finna bílastæði í þessari borg - OMG - það er sko hausverkur!!!
Ekkert mál að finna "parking" - ef maður væri á einhverri lítilli dós - ekki hærri en 1,85 cm ! Við vorum í klukkutíma að finna bílastæði - endaði á því að skrúfa af toppnum bogana og fundum bílastæðahús sem var með lofthæðina 1,90 - mér leið svo illa að keyra þangað inn - fannst að þakið myndi sleikja loftið - en það gerðist reyndar ekki. Fundum stæði á hæð sem er nr. -3 - stæði 342 - þetta bílastæðahús er -7 hæðir og kostar okkur að leggja þarna heilar 20 Evrur, ef bílnum er lagt í meira en 8 stundir telst það sólarhringur. Nú fer ég bara í það að byggja bílastæðahús í Paris með almennilegri lofthæð og græða!
Mig hefði ekki grunað að það væri svona erfitt að fá bílastæði hér - og ef maður leggur þar sem er bannað eru bílar hiklaust dregnir á brott. Börnin biðu á hótelinu meðan við Ingi vorum að finna bílastæði og voru ósköp fegin þegar við komum til baka.
Um kvöldið fórum við á indverskan veitingastað og voru börnin heilluð af honum, fannst indverskur matur ÆÐI!!
Í fyrramálið þarf að skila bílnum, hótelið ætlar að geyma töskurnar okkar, og við ætlum að "chilla" í París til kl. 18:00 - en þá förum við út á flugvöll og fljúgum heim á leið.
Erla er alveg ómöguleg - hún saknar afa síns, og finnst skelfilegt að amma sé bara "alein". Er afi ennþá á stjörnunum á Ítalíu?? Hún er voðalega viðkvæm yfir þessu þegar hún fer að sofa - er ekki alveg að fatta hvað það er að vera "dáinn".
Ég ætla að láta þetta duga í bili, best að fara að skríða upp í - en netsambandið á Ítalíu var virkt í einhverja 2 daga - þannig að maður náði ekki að blogga neitt mikið - þannig. En eins og Claudia sagði - það þýðir ekki að hafa í sambandi í einu þvottavél og þurrkara - eða eldavél og uppþvottavél - rafmagnið á Ítalíu er bara ekki betra en þetta sagði hún. Þess vegna var uppþvottavél í íbúðinni hjá okkur Inga en ofn í íbúðinni hjá Hröbbu og Hilmari.
Hótelherbergið okkar snýr út á götu og er talsvert mannlíf hérna - ég ætla aðeins að kíkja út á svalir og njóta mannlífsins áður en ég skríð upp í. Kannski sé ég einhverja stjörnu sem hefur elt okkur frá Ítalíu - best að kíkja út og athuga málið. Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Toscana - S-Frakkland - París - Reykjavík
20.6.2007 | 23:08
Þetta er fljótt að líða - þetta blessaða sumarfrí. Við höfðum það gott á Ítalíu - reyndar var ég með hita og drulluveik - lá uppi í rúmi í 30 stiga hita í sokkum - buxum - peysu og með 3 teppi en samt var mér drullukalt!!!!!! En þetta fór úr mér á rúmum sólarhring.
Það var hálf tómlegt þegar Hrabba, Hilmar og strákarnir voru farin, það var mjög gaman að sitja saman og borða kvöldmat - og láta síðan kvöldið líða yfir kaffi, líkjör, og meira kaffi. Krakkarnir náðu mjög vel saman og fannst gaman að vera saman.
Föstudagurinn fór í leti í sundlauginni og sólbað, elduðum pasta og höfðum það gott. Nema frúin lá dúðuð í rúminu að drepast úr kulda.
Laugardagurinn fór í mikla inniveru - enda dó pabbi þann dag - skrítið að síðustu 2 ár hef ég hringt í pabba frá útlöndum og óskað honum til hamingju með daginn - en þennan dag fékk ég hringingu frá Hröbbu sem sagði að pabbi væri dáinn. En þennan laugardag varð hann 85 ára - elsku karlinn.
Á sunnudeginum fórum við fórum í útsöluþorp og keyptum eitthvað smá fyrir börnin. Settumst inn á stað til að kaupa okkur pizzusneiðar, þar inni var kona með 2 börn og horfðu þau dálítið á okkur. Síðan kom í ljós að þau eru íslensk og búa í Umbria, og stelpunni sem var ca. 3 ára fannst mjög skrítið að heyra annað fólk tala íslensku.
Mánudagur fór í sólbað og sundlaugarferð og að pakka saman og ganga frá. Fórum út að borða um kvöldið - Ingi fékk sér svaka steik - geðveikt góð - en við hin fengum okkur bara ítalska margaritu pizzu - sem klikkar aldrei! Um kvöldið fór Erla upp í rúm kom svo allt í einu stökkvandi fram hoppandi og öskrandi - alveg kolvitlaus - ég spurði hvað væri eiginlega að - "það fór fiðrildi í nefið á mér" sagði hún! Ég sagði henni að snýta sér fast - og viti menn - út kom lítið og hvítt fiðrildi fljúgandi - og flaug á næsta vegg.
Á leiðinni til Frakklands var mjög heitt, hiti fór upp í 33°C og að sitja í bíl í þessum hita getur verið hálf drepandi, þannig að við vorum með einhverja glugga opna, keyrandi um hina undurfögru ítölsku náttúru - þegar allt í einu kom fljúgandi inn geitungur - þannig að Erla trylltist - hún er svo ótrúlega mikið hrædd við flugur að það er ekki venjulegt, hún myndi hlaupa fyrir bíl ef fluga kæmi fljúgandi á móti henni.
En geitungurinn flaug út og við af stað aftur - svo vitum við ekki fyrr en Erla brjálast aftur í og segir að geitungurinn hafi stungið hana - við stoppum og skoðum þetta vel - og jú þá hafði annar geitungur laumast undir kjólinn hennar - upp á maga lent þar í klemmu - og stungið hana - ekki er það til að bæta flugufælnina í henni. En hún fékk á sig flugnabitkrem og er alveg í lagi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)