Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Tognun í hálsi og vaskurinn

Ég fór heim úr vinnunni í gær, Andri hringdi og sagði að Tanja gæti ekki hreyft höfuðið, hún finndi svo til í hálsinum, hún væri bara að versna og versna og ég bara yrði að koma.

Ég dreif mig, Ingi hringdi á meðan á heilsugæsluna og var ráðlagt að koma með hana beint upp á bráðadeild (manni dettur alltaf í hug heilahimnubólga) - en svo kom í ljós að hún haði dottið illa á föstudag á hægri öxlina sem orsakaði þetta - hún er sem sagt tognuð í hálsi og eins og spítukerling þegar hún gengur um.  Tekur nokkra daga að jafna sig á þessu.

Hún var svo slæm að Andri þurfti að hjálpa henni í fötin.

Ingi ákvað að skúra einn þannig að ég gæti klárað að hafa Vaskinn tilbúinn. Eins gott að skila  á réttum tíma.  Þetta er svo sem ekki mikið, bara að hafa sig í þetta og klára.

Annars þá fór ég á fætur í morgun kl. 05:00 til að hjálpa börnunum að bera út blöðin, þau ættu að fá útborgað á morgun, gaman að sjá hvað þau fá. 

Ég ætla að láta þetta gott heita í bili.

Afmælið hjá Önnu og Gumma var mjög skemmtilegt - góðar veitingar, og allir í svo góðu skapi.  Erla Ósk og Valli voru frábærir veislustjórar - maður veit hvert maður leitar næst þegar mann vantar veislustjóra.

Tanja var á Rey Cup um helgina og lenti í 2 sæti í B riðli og var hún afskaplega ánægð með þá frammistöðu.

Þetta er gott í bili - allir að kvitta -

Kveðja - L A U J A 


Gaurafélagið

Þegar ég sá þetta, datt mér fyrst í hug "gaur"  -

 http://www.youtube.com/watch?v=gehERn5QiSQ&mode=related&search=

Það fer að koma tími á að spila gaur - og hlusta á gömlu góðu lögin


Ættarmót og afmæli

Um næstu helgi er nóg að gera, Tanja er að keppa á Ray Cup, byrjaði í dag og er að fram á sunnudag.  Hún gistir aðfaranótt föstudags og laugardags, fer á ball á laugardaginn í Broadway - þannig að það verður stuð hjá þeim.

Á föstudag er okkur boðið í sjóræningjaafmæli hjá honum Hjalta Gunnari.  Síðan eru Anna og Gummi  að halda upp á afmælin sín á laugardag, í sal hjá Fríkirkjunni minnir mig.

En þessa helgi er líka ættarmót hjá föðurfjölskyldunni hans Inga og það væri gaman að kíkja þangað.  Skoða ættingjana hans og að hitta systkini hans.  Jón Hafsteinn og Birna eru alflutt til Íslands eftir 22 ára búsetu í Svíþjóð - þannig að maður fer að hitta þau aðeins oftar en áður.  En Anna Helga er víst ekkert á leiðinni að flytja heim.  Ingi getur líka haft gaman af að hitta Ásdísi og Jónas, enda er hans lið mun ofar í deildinni heldur en þeirra.  (Valur  /  KR)

Það væri líka gaman fyrir Inga að taka myndir af "ÆTTARÓÐALINU" -  "Laugarvatnshelli"  -  en afi og amma Inga voru síðustu hellisbúarnir á Íslandi.  Hugsa sér, það eru ekki það mörg ár síðan þau bjuggu þar.

Ég man þegar ég var lítil og fór með pabba og mömmu að skoða hellinn - þau sögðu okkur að fólk hefði búið þarna fyrir nokkrum árum - með börnin sín, og man ég enn hvað mér þótti þetta merkilegt.  Það er líka til mynd af mér við þennan helli úr þessari ferð. 

 

 


Afmæli

Til hamingju með afmælið Matta.  Hafðu það gott í dag !!

 


Ég grenja úr hlátri yfir þessu

Þetta er bara snilld - krakkarnir héldu að ég sæti grenjandi í eldhúsinu - en ég bara hló svo mikið yfir þessu að ég náði varla að anda - 

http://www.youtube.com/watch?v=VqBy6TgYxTU

 


Þessir eru sko GEÐVEIKT góðir

Þið verðið að horfa á þetta,

 

http://www.youtube.com/watch?v=ect3VoEUJn8

 

Hvers vegna eru svona snillingar ekki fengnir til að halda tónleika í Egilshöllinni?  - ég bara spyr....

Það er alveg einstaklega skemmtilegt að horfa á töffaraskapinn i þeim, svei mér er þessi "súkkulaðigæi" ekki með varalit - oh my - Maður man enn -  20 árum seinna  eftir myndbandinu og töktunum í gítarleikaranum með hvíta gítarinn.  Skyldi það hafa verið út af hvað hans tilþrif voru æðisleg - eða út af kuldahrollinum sem kom um mann þegar maður horfði á hann Shocking


Klukkuð

Þar sem ég hef verið klukkuð af 2 bloggvinum þeim "Bestust" og "Grumpu", ætla ég að segja 8 hluti um sjálfa mig sem fáir vita.  En þar sem ég á svo fáa bloggvini - þá ætla ég ekki að "klukka" neinn núna.  Klukka einhverja ef ég verð klukkuð aftur (ef ég verð komin með fleiri bloggvini þá).

1.  Ég er fædd og uppalin í Reykjavík, bjó í Valshverfinu til 10 ára aldurs og lít því á mig sem Valsara.  Enda var fyrsta spurning sem ég fékk frá Inga áður en hann reyndi meira "Með hvaða liði heldur þú??"

2.  Ég hef fengið tippi (ekki neitt gervi drasl) í jólagjöf - vel innpakkað með slaufu ! (Ef Ingi sækti um skilnað, þá gæti hann ekki gagnast annari konu - af því ég myndi halda jólagjöfinni minni eftir  Whistling )

3.  Dansaði uppi á borði á Hard Rock og braut ljós.

4.  Lamdi Inga í hausinn í reiðikasti með háhæluðum skóm.

5.  Hef sofið hjá 2 karlmönnum í einu (Ingi fékk líka flog þegar hann vaknaði upp um morguninn -      þunnur Tounge  - en  takið eftir ég sagði "sofið").

6.  Ég hef vökvað plastblóm

7.  Ég var í MR

8.  Ég ætlaði ekki að eignast börn

 

 


Snilldin ein - algjört MUST að sjá þetta

Þið verðið að kíkja á þetta, algjör snilld - horfa á allt og hafa hljóðið á.

Ingi fann þetta á síðunni hjá Kidda rokk - og það er nóg fyrir mig að heyra lagið þá fer ég að hlæja !

 

http://www.youtube.com/watch?v=YPnGPIMUnus&eurl

 

 


Nýja vinnan

Börnin fengu vinnu við að bera út Moggan og eru bara alsæl með það.  Þau byrja í fyrramálið þannig að þau þurfa að vakna kl. 5:00 í fyrramálið - ætli ég fari ekki með þeim í fyrstu skiptin. 

Þau eru með 3 götur - ein gata er bara elliheimili - þannig að ekki er erfitt að bera blöðin út í þeirri götu.  Mér finnst þetta allavega vera mun sniðugra fyrir þau heldur en unglingavinnan, og er líka betur borgað. 

Annars þá er bara allt gott að frétta af okkur, vinnan heldur áfram og svo er maður að snúast og athuga ýmislegt fyrir mömmu.  T.d. vissi ég ekki að hún gæti notað hans skattkort í 9 mánuði eftir andlát hans. 

En ég sakna hans mikið, og sé í raun mikið eftir að hafa ekki setið mun oftar hjá honum og spjallað við hann, enda var hann ótrúleg uppspretta af allrahanda upplýsingum, enda las hann alltaf mikið, búinn að lifa í mörg ár og skemmtilegt að hlusta á hann. 

Vitið þið t.d. af hverju Hringbraut heitir Hringbraut?  -  Það veit ég Wink

Maður er alltaf að bíða með hlutina, ætlar að gera allt síðar - en svo er það bara ekki hægt!

 


Útburður

Blaðaútburður - já - ég ákvað að sækja um blaðburðarstarf fyrir börnin hjá Mogganum, þau eru þvílíkt æst í það og ánægð með mömmu sína - spurning hvort ég verði í eins miklu uppáhaldi hjá þeim í nóvember í frosti og vindi !  Ég hugsa ekki.  Þau koma þó til með að verða vel vakandi í skólanum næsta vetur.

Þau hafa bara gott af þessu!

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband